Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik?

Björn Reynir Halldórsson

Þjóðsöngvar eru skilgreindir sem söngvar sem tjá tilfinningar í garð föðurlands, einkum í þeim tilgangi að sameina tilheyrandi þjóð. Þeir hafa táknrænt gildi fyrir viðkomandi þjóð og eru af ýmsum toga, allt frá bænum til hermarsa. Þjóðsöngvar voru í auknum mæli teknir í notkun á 19. öld undir áhrifum þjóðernisrómantíkur.

Elsta dæmið sem vitað er um að þjóðsöngur hafi verið fluttur fyrir landsleik milli tveggja þjóða í íþróttum er frá 16. desember 1905 þegar landsliðsmenn Wales í ruðningi (e. rugby), og áhorfendur í kjölfarið, byrjuðu að syngja sönginn Hen Wlad Fy Nhadau (Land minna feðra) fyrir leik gegn Nýja-Sjálandi á Cardiff Arms Park í Wales.

Söngurinn, sem upphaflega gekk undir heitinu Glan Rhondda, var saminn árið 1856 af feðgunum Evan James og James James frá bænum Pontypridd í Wales. Sagan segir að sonurinn James, sem lék á hörpu fyrir gesti á knæpum Pontypridd, hafi samið laglínuna þegar hann gekk meðfram ánni Rhondda og fengið föður sinn til að skrifa texta við lagið. Elsta eintakið af nótum söngsins má finna í safni James yngri af lögum frá árabilinu 1849-1863 og þykir safnið gefa til kynna hvers konar tónlist var vinsæl í Wales á þeim tíma.

Talið er upphafið að því að flytja þjóðsöng fyrir landsleik í íþróttum hafi verið í Wales. Hér má sjá og heyra ruðningslandslið Wales og stuðningsmenn þeirra taka vel og innilega undir þjóðsöng sinn fyrir leik gegn Englandi í mars 2013. Þess má geta að Wales vann leikinn.

Lagði náði fljótt vinsældum og gjarnan sungið á viðburðum. Söngurinn öðlaðist svo viðurkenningu sem þjóðsöngur þegar hann var sunginn í aðdraganda leiksins gegn Nýsjálendingum. Þetta var stórleikur á þeim tíma þar sem bæði lið höfðu farið ósigruð í gegnum árið: Wales hafði unnið „Trible Crown“ á Bretlandi (það er sigrað hin þrjú landslið Bretlands í innbyrðis viðureignum) og Nýsjálendingar voru sigursælir í sinni fyrstu keppnisferð norður fyrir miðbaug og höfðu unnið 27 viðureignir þegar kom að því að leika gegn Wales.

Áður en kom að leiknum gegn Wales höfðu gestirnir, Hinir alsvörtu (e. All Blacks) eins og lið Nýsjálendinga var og er gjarnan kallað, att kappi við Englendinga í Gloucester þar sem stríðsdans og -söngur Maóra, Haka, var tekinn fyrir leik. Liðsmenn Wales vildu vera tilbúnir að svara Nýsjálendingum með viðlíka uppákomu og gripu því til þess að syngja Hen Wlad Fy Nhadau í kjölfarið á stríðsdansi gestanna.

Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem þjóðsöngur var leikinn fyrir kappleik af einhverju tagi. Elsta dæmið sem vitað er um að það hafi verið gert er frá árinu 1862 þegar Star-Spangled Banner var leikinn fyrir hafnarboltaleik í Brooklyn í Bandaríkjunum þar sem nýr völlur var vígður. Söngurinn var þá reyndar ekki orðinn þjóðsöngur Bandaríkjanna en hafði verið tekinn upp sem fylkingarsöngur Norðurríkjanna í bandarísku borgarastyrjöldinni og átti eftir að verða opinber söngur landgönguhers og sjóhers Bandaríkjanna.

Árið 1918, ári eftir að Bandaríkin höfðu dregist inn í fyrri heimsstyrjöldina og þjóðerniskenndin var alls ráðandi, markar svo upphafið af því að flutningur á Star-Spangled Banner varð að venju fyrir íþróttaviðburði í Bandaríkjunum. Boston Red Sox, með hafnarboltagoðsögnina Babe Ruth í broddi fylkingar, mætti þá Chicago Cubs í fyrsta leik World Series (úrslitarimmunnar í bandarísku hafnarboltadeildinni). Leikurinn var rólegur og þótti heldur dauft yfir áhorfendaskaranum allt þar til kom að leikhléi í sjöundu lotu þegar lúðrasveit hóf að leika Star-Spangled Banner. Leikmaður Rauðsokka, sjóliðsmaðurinn Fred Thomas, sneri sér þá að bandaríska fánanum og hóf að syngja með. Samherjar tóku smám saman undir, nokkrir áhorfendur byrjuðu að raula með og að lokum tóku öll viðstödd undir sönginn af miklum þrótti.

Þjóðsöngur Bandaríkjanna er venjulega fluttur af einhverri stórstjörnu áður en Super Bowl, úrslitaleikur ameríska fótboltans fer fram. Árið 2016 fékk söngkonan Lady Gaga það hlutverk og hér má sjá og hlýða á flutning hennar.

Söngur fjöldans var hápunktur leiksins ef marka má frásögn New York Times sem hóf umfjöllun sína um leikinn með því að greina frá söngum. Í kjölfarið hófust leikir einvígisins alltaf með flutningi söngsins. Önnur lið fylgdu svo þessu fordæmi og var söngurinn oftar en ekki fluttur fyrir upphaf leiks. Þegar komið var að seinni heimstyrjöld varð flutningur á þjóðsöngnum að sjálfsögðu formsatriði í byrjun leiks enda var hægt að leika upptöku af honum í gegnum kallkerfi á hafnarboltavöllum Bandaríkjanna. Hefur þjóðsöngurinn síðan almennt verið leikinn fyrir kappleiki í stærstu deildum bandarískra íþrótta og við alls konar aðra íþróttaviðburði í ýmiss konar útgáfum. Star-Spangled Banner hafði í millitíðinni verið lögfestur sem opinber þjóðsöngur Bandaríkjanna en Herbert Hoover Bandaríkjaforseti undirritaði lög þess efnis árið 1931.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

22.9.2023

Síðast uppfært

14.2.2024

Spyrjandi

Björn Gústav Jónsson

Tilvísun

Björn Reynir Halldórsson. „Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik?“ Vísindavefurinn, 22. september 2023, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85515.

Björn Reynir Halldórsson. (2023, 22. september). Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85515

Björn Reynir Halldórsson. „Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2023. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85515>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik?
Þjóðsöngvar eru skilgreindir sem söngvar sem tjá tilfinningar í garð föðurlands, einkum í þeim tilgangi að sameina tilheyrandi þjóð. Þeir hafa táknrænt gildi fyrir viðkomandi þjóð og eru af ýmsum toga, allt frá bænum til hermarsa. Þjóðsöngvar voru í auknum mæli teknir í notkun á 19. öld undir áhrifum þjóðernisrómantíkur.

Elsta dæmið sem vitað er um að þjóðsöngur hafi verið fluttur fyrir landsleik milli tveggja þjóða í íþróttum er frá 16. desember 1905 þegar landsliðsmenn Wales í ruðningi (e. rugby), og áhorfendur í kjölfarið, byrjuðu að syngja sönginn Hen Wlad Fy Nhadau (Land minna feðra) fyrir leik gegn Nýja-Sjálandi á Cardiff Arms Park í Wales.

Söngurinn, sem upphaflega gekk undir heitinu Glan Rhondda, var saminn árið 1856 af feðgunum Evan James og James James frá bænum Pontypridd í Wales. Sagan segir að sonurinn James, sem lék á hörpu fyrir gesti á knæpum Pontypridd, hafi samið laglínuna þegar hann gekk meðfram ánni Rhondda og fengið föður sinn til að skrifa texta við lagið. Elsta eintakið af nótum söngsins má finna í safni James yngri af lögum frá árabilinu 1849-1863 og þykir safnið gefa til kynna hvers konar tónlist var vinsæl í Wales á þeim tíma.

Talið er upphafið að því að flytja þjóðsöng fyrir landsleik í íþróttum hafi verið í Wales. Hér má sjá og heyra ruðningslandslið Wales og stuðningsmenn þeirra taka vel og innilega undir þjóðsöng sinn fyrir leik gegn Englandi í mars 2013. Þess má geta að Wales vann leikinn.

Lagði náði fljótt vinsældum og gjarnan sungið á viðburðum. Söngurinn öðlaðist svo viðurkenningu sem þjóðsöngur þegar hann var sunginn í aðdraganda leiksins gegn Nýsjálendingum. Þetta var stórleikur á þeim tíma þar sem bæði lið höfðu farið ósigruð í gegnum árið: Wales hafði unnið „Trible Crown“ á Bretlandi (það er sigrað hin þrjú landslið Bretlands í innbyrðis viðureignum) og Nýsjálendingar voru sigursælir í sinni fyrstu keppnisferð norður fyrir miðbaug og höfðu unnið 27 viðureignir þegar kom að því að leika gegn Wales.

Áður en kom að leiknum gegn Wales höfðu gestirnir, Hinir alsvörtu (e. All Blacks) eins og lið Nýsjálendinga var og er gjarnan kallað, att kappi við Englendinga í Gloucester þar sem stríðsdans og -söngur Maóra, Haka, var tekinn fyrir leik. Liðsmenn Wales vildu vera tilbúnir að svara Nýsjálendingum með viðlíka uppákomu og gripu því til þess að syngja Hen Wlad Fy Nhadau í kjölfarið á stríðsdansi gestanna.

Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem þjóðsöngur var leikinn fyrir kappleik af einhverju tagi. Elsta dæmið sem vitað er um að það hafi verið gert er frá árinu 1862 þegar Star-Spangled Banner var leikinn fyrir hafnarboltaleik í Brooklyn í Bandaríkjunum þar sem nýr völlur var vígður. Söngurinn var þá reyndar ekki orðinn þjóðsöngur Bandaríkjanna en hafði verið tekinn upp sem fylkingarsöngur Norðurríkjanna í bandarísku borgarastyrjöldinni og átti eftir að verða opinber söngur landgönguhers og sjóhers Bandaríkjanna.

Árið 1918, ári eftir að Bandaríkin höfðu dregist inn í fyrri heimsstyrjöldina og þjóðerniskenndin var alls ráðandi, markar svo upphafið af því að flutningur á Star-Spangled Banner varð að venju fyrir íþróttaviðburði í Bandaríkjunum. Boston Red Sox, með hafnarboltagoðsögnina Babe Ruth í broddi fylkingar, mætti þá Chicago Cubs í fyrsta leik World Series (úrslitarimmunnar í bandarísku hafnarboltadeildinni). Leikurinn var rólegur og þótti heldur dauft yfir áhorfendaskaranum allt þar til kom að leikhléi í sjöundu lotu þegar lúðrasveit hóf að leika Star-Spangled Banner. Leikmaður Rauðsokka, sjóliðsmaðurinn Fred Thomas, sneri sér þá að bandaríska fánanum og hóf að syngja með. Samherjar tóku smám saman undir, nokkrir áhorfendur byrjuðu að raula með og að lokum tóku öll viðstödd undir sönginn af miklum þrótti.

Þjóðsöngur Bandaríkjanna er venjulega fluttur af einhverri stórstjörnu áður en Super Bowl, úrslitaleikur ameríska fótboltans fer fram. Árið 2016 fékk söngkonan Lady Gaga það hlutverk og hér má sjá og hlýða á flutning hennar.

Söngur fjöldans var hápunktur leiksins ef marka má frásögn New York Times sem hóf umfjöllun sína um leikinn með því að greina frá söngum. Í kjölfarið hófust leikir einvígisins alltaf með flutningi söngsins. Önnur lið fylgdu svo þessu fordæmi og var söngurinn oftar en ekki fluttur fyrir upphaf leiks. Þegar komið var að seinni heimstyrjöld varð flutningur á þjóðsöngnum að sjálfsögðu formsatriði í byrjun leiks enda var hægt að leika upptöku af honum í gegnum kallkerfi á hafnarboltavöllum Bandaríkjanna. Hefur þjóðsöngurinn síðan almennt verið leikinn fyrir kappleiki í stærstu deildum bandarískra íþrótta og við alls konar aðra íþróttaviðburði í ýmiss konar útgáfum. Star-Spangled Banner hafði í millitíðinni verið lögfestur sem opinber þjóðsöngur Bandaríkjanna en Herbert Hoover Bandaríkjaforseti undirritaði lög þess efnis árið 1931.

Heimildir og myndir:

...