Á vef Matvælastofnunar er fjallað um hvernig eigi að bera sig að ef menn vilja flytja inn búrfugla. Þar kemur fram að innflutningur þeirra er óheimill nema að fengnu leyfi landbúnaðarráðherra og uppfylltum skilyrðum áðurnefndrar reglugerðar. Þar er jafnframt að finna umsóknareyðublað um innflutning og upplýsingar um hvaða gagna þarf að afla til þess að af innflutningi geti orðið. Áhugasamir um innflutning fugla geta kynnt sér efnið nánar á vef Matvælastofnunarinnar. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvaða reglur gilda um innflutning dýra til landsins? eftir Sigurð Guðmundsson
- Hvers vegna er innflutningur skriðdýra til Íslands bannaður? eftir Matvælastofnun
- Af hverju má ekki flytja íkorna til Íslands? eftir Jón Má Halldórsson