Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 19 svör fundust
Hver er munurinn á ferning og ferhyrning?
Byrjum á því að athuga að strik er sá hluti af línu sem afmarkast af tveimur punktum á línunni. Skilgreinum svo marghyrning: Marghyrningur er sú mynd sem gerð er úr endanlega mörgum strikum þannig að endapunktur sérhvers striks er einnig endapunktur fyrir nákvæmlega eitt annað strik. Þríhyrningur er marghyrningu...
Hvernig er trapisa skilgreind?
Trapisa eða hálfsamsíðungur er ferhyrningur þar sem tvær mótlægar hliðar eru samsíða. Trapisa heitir á ensku "trapezoid" eða "trapezium". Trapisa. Í þessu felst að trapisa er ein tegund ferhyrninga (quadrangles) en þeir eru rúmmyndir sem eru saman settar úr fjórum línustrikum sem tengjast saman í endapunktum ...
Hvað voru Tvíburaturnarnir stórir að flatarmáli hvor um sig?
Á vefsíðu Júlíusar Sólnes prófessors í byggingarverkfræði er að finna fróðlega röð af glærum um Tvíburaturnana í World Trade Center og afdrif þeirra. Júlíus tók þetta efni saman vegna fyrirlestrar sem hann flutti um þetta í októberbyrjun og varð svo fjölsóttur að margir urðu frá að hverfa og lesturinn var endurtek...
Hvað er Reykjavík margir metrar?
Venjulega er talað um stærð eða flatarmál sveitarfélaga í ferkílómetrum (km2) en ekki metrum. Upplýsingar um stærð sveitarfélaga er meðal annars að finna í Árbók sveitarfélaga sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út. Þar kemur fram að Reykjavík nær yfir 273 km2 svæði en það er ekki nema 0,27% af flatarmáli...
Hvað eru margir fermetrar í einum hektara?
Einn hektari (ha) er 10.000 fermetrar (m2). Stundum þarf að breyta á milli mælieininga, úr hektara í fermetra eða öfugt og er það einfaldur útreikningur. Ef upphaflega stærðin er í hekturum en áhugi á að vita hversu margir fermetrar það eru þá er einfaldlega margfaldað með 10.000 en deilt með sömu tölu ef brey...
Getur jafnarma þríhyrningur haft allar hliðar jafnlangar?
Spurningin stafar væntanlega af óvissu spyrjanda um merkingu hugtaksins „jafnarma þríhyrningur“. Óformleg könnun höfundar þessa svars hefur leitt í ljós að tvær ólíkar skilgreiningar á hugtakinu koma fyrir í innlendri sem og erlendri umfjöllun um stærðfræði: Jafnarma þríhyrningur er þríhyrningur sem hefur nákvæ...
Hvernig myndast stuðlaberg?
Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð kólnar er hún orðin fullstorkin við um 1000°C hita. „Eftir það kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem tíðum eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Þeir standa því lóðréttir í hraunl...
Hver er saga krossgátunnar?
Fyrsta krossgátan var búin til af Arthur Wynne og birtist í bandaríska blaðinu New York World þann 21. desember 1913. Krossgáta Wynne var ólík því sem nú tíðkast, hún var tígullaga og hafði enga svarta reiti. Wynne var innflytjandi frá Bretlandi og hafði sem barn kynnst leik er nefnist orðaferningur (e. word squar...
Hvað eru ferningstölur og teningstölur?
Ferningstala er heiltala sem er jöfn annarri heiltölu eða sjálfri sér í öðru veldi. Með öðrum orðum er heiltala $a$ ferningstala ef skrifa má $b^2=b\cdot b=a$, þar sem $b$ er heiltala. Eins má segja að heiltala $a$ sé ferningstala ef kvaðratrótin af $a$, $\sqrt{a}$, er heiltala. Lesa má um veldi og rætur á vef ísl...
Hvað er Fibonacci-talnaruna?
Fibonacci-runan er talnarunan 1, 1, 2, 3, 5, 8, 13, 21, 34, 55, 89, 144, 233, 377, 610, ... Hún ákvarðast af því að fyrstu tvær tölurnar eru báðar 1 en eftir það er sérhver tala í rununni summa næstu tveggja á undan. Runan er kennd við ítalska stærðfræðinginn Leonardo Fibonacci, sem fæddist á 12. öld. Hann no...
Hvernig fundu Egyptar stærðfræðiformúlur sínar, til dæmis formúluna fyrir rúmmáli píramída sem skorið er ofan af?
Oft er spurt hvenær og hvernig stærðfræðiformúlur hafi orðið til. Um sumar formúlur er vitað með vissu en saga annarra er hulin í blámóðu fortíðarinnar. Einstaka sinnum bregður þó birtu á fornar athuganir. Vitað er um háþróaða menningu meðal Egypta í Nílardalnum allt að þremur árþúsundum fyrir Krists burð. Með...
Hvernig er regla Pýþagórasar sönnuð?
Allir sem hafa verið í grunnskóla kannast við reglu Pýþagórasar sem fjallar um lengdir hliðanna í rétthyrndum þríhyrningi. Ef þessar lengdir eru a, b og c, þar sem c er lengsta hliðin, þá gildir að a2 + b2 = c2. Hins vegar hafa færri séð hvernig þessi regla er sönnuð, sem verður að teljast undarlegt í ljósi þess...
Er hægt að setja 'óendanlegt' í annað veldi?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Er hægt að setja endalaust í annað veldi?Þessa spurningu má skilja á fleiri en einn veg en við höfum kosið að skilja hana eins og fram kemur í spurningarreitnum. Vikið er að öðrum kostum í lok svarsins. Svarið er já, og útkoman er aftur „endalaust“ eða óendanlegt. En hér ...
Fann Pýþagóras upp Pýþagórasarregluna eða er hún bara kennd við hann?
Pýþagóras fæddist á eyjunni Samos og ól þar aldur sinn til fertugs eða svo, er hann fór þaðan vegna harðstjórnar og settist að í nýlenduborginni Króton syðst á Ítalíu, en hún var þá frægust borga þar um slóðir. Samtíðarmenn Pýþagórasar litu margir á hann sem vitring og hann kom sér fljótlega upp hópi lærisvein...
Hvað er reglulegur hyrningur?
Áður hefur verið fjallað um hyrninga á Vísindavefnum í svari sama höfundar við spurningunni Ef tvíhyrningar eru ekki til í venjulegri rúmfræði, hvað kallast þá ferhyrningur sem búið er að fjarlægja eina hlið af? Þar eru þeir skilgreindir svona: Segjum að við höfum þrjá eða fleiri punkta sem liggja í sama slétta...