Aðferð til að reikna afskorinn pýramída.Ef nú er sett h í stað hæðarinnar, a fyrir hlið grunnflatarins og b fyrir hlið toppflatarins fæst formúlan \[R=\frac{h}{3}\cdot (a^{2}+ab+b^{2})\]Þetta er formúlan fyrir rúmmál píramídastubbs, þar sem píramídi með grunnflöt með hliðarlengd b er skorinn í hæðinni h ofan af píramída með ferningslaga grunnflöt með hliðarlengd a. Hvernig fundu Egyptar þessa formúlu? Það veit enginn með vissu. Talið er fullvíst að þeir hafi þekkt formúluna fyrir venjulegan píramída þar sem grunnflöturinn er ferningur með hlið a og hæðin er h, það er h·a2/3, en um það eru engar heimildir. Hægt er að hugsa sér ýmsar leiðir til að hluta píramídastubbinn niður í rétta ferstrendinga eða búta sem röðuðust saman í slíka ferstrendinga. Slík hlutun liggur þó alls ekki í augum uppi og þykir engan veginn ljóst hvernig þessi flókna en fullkomlega rétta formúla hefur orðið til. Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:
Ef þér er sagt, afskorinn píramídi, 6 álna hár, botninn 4 álnir, toppurinn 2, reikna þú með þessum 4, hafið í annað veldi. Svar: 16. Tvöfaldaðu þessa 4. Svarið er 8. Reikna þú með þessum 2, hafið í annað veldi. Svar: 4. Leggðu saman þessa 16, við þessa 8, og við þessa 4. Svar: 28. Reikna þú 1/3 af 6. Svar: 2. Reikna þú með 28 tvisvar. Svar: 56. Sko! Það er 56! Þú hefur fundið rétta útkomu.
- Hvernig gátu stærðfræðingar fornaldar eins og Pýþagóras og fleiri reiknað og fundið allar formúlurnar sínar?
- Hversu gamlar eru pýþagórískar þrenndir?
- Hver var Apollóníos frá Perga og hvert var framlag hans til vísindanna?
- Richard J. Gillings: Mathematics in the Time of the Pharaohs. New York, 1972. Dover.