Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margir fermetrar í einum hektara?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Einn hektari (ha) er 10.000 fermetrar (m2).

Stundum þarf að breyta á milli mælieininga, úr hektara í fermetra eða öfugt og er það einfaldur útreikningur. Ef upphaflega stærðin er í hekturum en áhugi á að vita hversu margir fermetrar það eru þá er einfaldlega margfaldað með 10.000 en deilt með sömu tölu ef breyta á stærð úr fermetrum í hektara. Ef til dæmis á að finna út hvað 234 hektarar eru margir fermetrar, eða hvað 7241 fermetrar eru margir hektarar er það gert á eftirfarandi hátt:

\[234 ha\cdot 10.000 \frac{m^{2}}{ha}=2.340.000 \frac{ha\cdot m^{2}}{ha}=2.340.000 m^{2}\]

\[\frac{7421 m^{2}}{10.000 \frac{m^{2}}{ha}}=0,7421 \frac{m^{2}\cdot ha}{m^{2}}=0,7421 ha\]

Ferningur (e. square) er ferhyrndur reitur þar sem öll hornin eru rétt og allar hliðar jafnlangar. Flatarmál fernings er jafnt hliðarlengdinni margfaldaðri með sjálfri sér. Ef hliðin í ferningnum er 100 metrar þá er flatarmál hans 1 hektari. Ef við köllum flatarmálið F og hliðina a = 100 m, þá fáum við jöfnuna
F = aa = a2 = 100 m ∙ 100 m = 10.000 m2
Rétthyrningur (rectangle) er ferhyrndur reitur þar sem öll hornin eru rétt en hliðarnar ekki endilega jafnlangar. Flatarmál hans er lengd sinnum breidd. Rétthyrningur sem er 200 m á lengd og 50 m á breidd er 1 ha eins og hinn sem áður var nefndur. Þetta má sjá með eftirfarandi jöfnum, þar sem F er flatarmálið, l = 200 m er lengdin og b = 50 m er breiddin:
F = lb = 200 m ∙ 50 m = 10.000 m2
Vert er fyrir lesendur að taka eftir því hvernig reikningarnir verða fullkomlega sjálfum sér samkvæmir þegar einingar eru teknar með ásamt tölunum. Fermetrinn sem eining á útkomunni kemur sjálfkrafa fram því að auðvitað gildir að m∙m = m2. Með því að halda einingunum til haga á þennan hátt má draga úr líkum á reiknivillum.

Einn hektari (ha) er 10.000 fermetrar (m2).

Ferkílómetrinn (km2) dregur nafn sitt af því að ferningur sem er 1 km á kant hefur flatarmálið 1 ferkílómetri. Hliðarlengdin er þá 10 sinnum meiri en í ferningi sem er einn hektari. Af þessu leiðir að 100 hektarar eru í ferkílómetranum því að 10∙10 = 100.

Þess má geta til samanburðar og fróðleiks að lóðir einbýlishúsa eru oft 500-1000 fermetrar og því geta verið 10-20 slíkar lóðir á einum hektara. Sumarbústaðalóðir eru hins vegar oft um 1 ha og bújarðir, til dæmis í lágsveitum Árnessýslu, eru oft nokkur hundruð hektarar að flatarmáli. Það samsvarar því að 1-2 km séu á milli bæja að meðaltali.

Mynd:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

9.6.2005

Síðast uppfært

26.2.2019

Spyrjandi

Linda Hauksdóttir, Páll Ingvarsson, Haraldur Diego, Andrés Jónsson, Sigurður Ellertsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað eru margir fermetrar í einum hektara?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5046.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2005, 9. júní). Hvað eru margir fermetrar í einum hektara? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5046

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað eru margir fermetrar í einum hektara?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5046>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir fermetrar í einum hektara?
Einn hektari (ha) er 10.000 fermetrar (m2).

Stundum þarf að breyta á milli mælieininga, úr hektara í fermetra eða öfugt og er það einfaldur útreikningur. Ef upphaflega stærðin er í hekturum en áhugi á að vita hversu margir fermetrar það eru þá er einfaldlega margfaldað með 10.000 en deilt með sömu tölu ef breyta á stærð úr fermetrum í hektara. Ef til dæmis á að finna út hvað 234 hektarar eru margir fermetrar, eða hvað 7241 fermetrar eru margir hektarar er það gert á eftirfarandi hátt:

\[234 ha\cdot 10.000 \frac{m^{2}}{ha}=2.340.000 \frac{ha\cdot m^{2}}{ha}=2.340.000 m^{2}\]

\[\frac{7421 m^{2}}{10.000 \frac{m^{2}}{ha}}=0,7421 \frac{m^{2}\cdot ha}{m^{2}}=0,7421 ha\]

Ferningur (e. square) er ferhyrndur reitur þar sem öll hornin eru rétt og allar hliðar jafnlangar. Flatarmál fernings er jafnt hliðarlengdinni margfaldaðri með sjálfri sér. Ef hliðin í ferningnum er 100 metrar þá er flatarmál hans 1 hektari. Ef við köllum flatarmálið F og hliðina a = 100 m, þá fáum við jöfnuna
F = aa = a2 = 100 m ∙ 100 m = 10.000 m2
Rétthyrningur (rectangle) er ferhyrndur reitur þar sem öll hornin eru rétt en hliðarnar ekki endilega jafnlangar. Flatarmál hans er lengd sinnum breidd. Rétthyrningur sem er 200 m á lengd og 50 m á breidd er 1 ha eins og hinn sem áður var nefndur. Þetta má sjá með eftirfarandi jöfnum, þar sem F er flatarmálið, l = 200 m er lengdin og b = 50 m er breiddin:
F = lb = 200 m ∙ 50 m = 10.000 m2
Vert er fyrir lesendur að taka eftir því hvernig reikningarnir verða fullkomlega sjálfum sér samkvæmir þegar einingar eru teknar með ásamt tölunum. Fermetrinn sem eining á útkomunni kemur sjálfkrafa fram því að auðvitað gildir að m∙m = m2. Með því að halda einingunum til haga á þennan hátt má draga úr líkum á reiknivillum.

Einn hektari (ha) er 10.000 fermetrar (m2).

Ferkílómetrinn (km2) dregur nafn sitt af því að ferningur sem er 1 km á kant hefur flatarmálið 1 ferkílómetri. Hliðarlengdin er þá 10 sinnum meiri en í ferningi sem er einn hektari. Af þessu leiðir að 100 hektarar eru í ferkílómetranum því að 10∙10 = 100.

Þess má geta til samanburðar og fróðleiks að lóðir einbýlishúsa eru oft 500-1000 fermetrar og því geta verið 10-20 slíkar lóðir á einum hektara. Sumarbústaðalóðir eru hins vegar oft um 1 ha og bújarðir, til dæmis í lágsveitum Árnessýslu, eru oft nokkur hundruð hektarar að flatarmáli. Það samsvarar því að 1-2 km séu á milli bæja að meðaltali.

Mynd:...