F = a∙a = a2 = 100 m ∙ 100 m = 10.000 m2Rétthyrningur (rectangle) er ferhyrndur reitur þar sem öll hornin eru rétt en hliðarnar ekki endilega jafnlangar. Flatarmál hans er lengd sinnum breidd. Rétthyrningur sem er 200 m á lengd og 50 m á breidd er 1 ha eins og hinn sem áður var nefndur. Þetta má sjá með eftirfarandi jöfnum, þar sem F er flatarmálið, l = 200 m er lengdin og b = 50 m er breiddin:
F = l∙b = 200 m ∙ 50 m = 10.000 m2Vert er fyrir lesendur að taka eftir því hvernig reikningarnir verða fullkomlega sjálfum sér samkvæmir þegar einingar eru teknar með ásamt tölunum. Fermetrinn sem eining á útkomunni kemur sjálfkrafa fram því að auðvitað gildir að m∙m = m2. Með því að halda einingunum til haga á þennan hátt má draga úr líkum á reiknivillum. Ferkílómetrinn (km2) dregur nafn sitt af því að ferningur sem er 1 km á kant hefur flatarmálið 1 ferkílómetri. Hliðarlengdin er þá 10 sinnum meiri en í ferningi sem er einn hektari. Af þessu leiðir að 100 hektarar eru í ferkílómetranum því að 10∙10 = 100. Þess má geta til samanburðar og fróðleiks að lóðir einbýlishúsa eru oft 500-1000 fermetrar og því geta verið 10-20 slíkar lóðir á einum hektara. Sumarbústaðalóðir eru hins vegar oft um 1 ha og bújarðir, til dæmis í lágsveitum Árnessýslu, eru oft nokkur hundruð hektarar að flatarmáli. Það samsvarar því að 1-2 km séu á milli bæja að meðaltali. Mynd:
- Wikimedia Commons. Illustration of One Hectare. Birt undir GNU-leyfinu. (Sótt 26.2.2019).