Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 300 svör fundust
Hvaðan kemur hjátrúin að banka í við?
Það er mjög algeng og útbreidd hjátrú, einkum meðal kristinna manna, að banka (þrisvar) undir eða á viðarborð eða snerta tré. Um leið fara menn gjarnan með talnaþuluna 7 – 9 – 13, sem lesa má nánar um í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju þykja tölurnar 7, 9 og 13 sérstaklega kynngimagnaðar? Þetta er ge...
Hvernig eykst magn peninga í umferð í heiminum?
Peningar eru gefnir út af seðlabönkum og því verða þeir í þrengsta skilningi til við það að seðlabanki lætur prenta seðla eða slá mynt og setur í umferð. Til dæmis gæti þetta gerst þannig að ríkissjóður tekur lán í seðlabanka og fær það greitt í seðlum sem ríkissjóður notar svo til að kaupa fyrir vörur eða þjónust...
Hvað merkir hugtakið slæmur banki í fjármálaheiminum?
Slæmur banki (e. bad bank) er hugtak sem notað er þegar banka í fjárhagskröggum er skipt í tvennt og kröfur sem bankinn á og talið er að slæmar horfur séu á að innheimtist að fullu eru færðar yfir í sérstaka stofnun, það er hinn „slæma“ banka. Aðrar eignir bankans eru svo ýmist skildar eftir eða settar í nýja stof...
Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar?
Vísindavefurinn hefur fengið nokkar spurningar um gengisskráningu íslensku krónunnar. Hér er eftirfarandi spurningum um það efni svarað: Samkvæmt Seðlabanka Íslands, þá er „[g]engi íslensku krónunnar [...] ákvarðað á gjaldeyrismarkaði sem er opinn á milli kl. 9:15 og 16:00 hvern virkan dag“. Hverjir taka þátt í þ...
Lækkar krónan ef vextir banka hækka?
Sambandið á milli vaxta á Íslandi og gengis krónunnar er frekar þannig að krónan styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum þegar vextir hérlendis hækka en veikist ef vextirnir lækka. Það sama á raunar við um aðra gjaldmiðla, að öðru jöfnu styrkist gjaldmiðill sem býr við fljótandi gengi ef vextir á lánum í gjaldmiðlinum...
Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla?
Skýringin á þessu er í raun sú sama og á því að smásöluverð er alla jafna hærra en heildsöluverð á vörum. Það fylgir því einhver kostnaður að versla með allar vörur og sá kostnaður rekur fleyg milli kaup- og söluverðs. Hversu stór þessi fleygur er fer eftir ýmsu, til dæmis því hve erfið vara er í meðförum, hve stó...
Hvernig útskýrið þið það sem á ensku kallast „fractional reserve banking“?
Viðskiptabankar og aðrar innlánsstofnanir lána yfirleitt jafnharðan aftur út stóran hluta þess fjár sem þeir fá sem innlán. Útlánin eru yfirleitt til nokkurs tíma en innlánin að mestu óbundin. Þetta þýðir því óhjákvæmilega að bankarnir liggja ekki með nægilega sjóði til að endurgreiða öll innlán ef stór hluti þeir...
Hvaða munur er á merkingu orðanna aðgangur og aðgengi?
Sumir hafa talið sig merkja að farið sé að nota orðið aðgengi óspart í stað orðsins aðgangs og nokkrir óttast að þetta sé farið að valda vissum ruglingi, ekki síst í umræðu um málefni fatlaðra. Í Íslenskri orðabók Eddu (2007) er aðgangur skýrður sem ‘frelsi, leyfi eða tækifæri til að komast eitthvað eða nýta s...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í janúar 2015?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör janúarmánaðar á Vísindavefnum árið 2015 þessi hér: Hjálpið okkur að leysa úr miklu deilumáli í stórum íslenskum banka, hvort á að hafa eitt eða tvö bil á eftir punkti? Hvað er einkirningasótt? Af hverju keppa karlar og konur ekki við hvert annað í skák? ...
Hvernig er hægt að hafa í fullu tré við eitthvað eða einhvern?
Að hafa í fullu tré við einhvern merkir að 'standa einhverjum á sporði, vera jafnoki einhvers' og að hafa í fullu tré við eitthvað merkir að 'eiga fullt í fangi með eitthvað. Halldór Halldórsson fjallaði um sambandið að hafa í fullu tré við einhvern í doktorsritgerð sinni Íslensk orðtök (1954: 376). Hann nefni...
Hvað er klappað og klárt?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn - var að velta fyrir mér... Hver er uppruni orðatiltækisins "klappað og klárt"? Orðatiltækið klappað og klárt er fengið að láni úr dönsku, klappet og klart, á seinni hluta 19. aldar eftir því sem best verður séð. Orðasambandið þekkist í dönsku frá því snem...
Hvert er stærsta tré í heiminum?
Orðin "stærsta tré" má annars vegar skilja sem 'hæsta tré' en hins vegar má miða til dæmis við rúmmál stofnsins. Lítum fyrst á síðari merkinguna. Stærsta tré í heimi, og um leið stærsta lífvera jarðarinnar er stærsta kaliforníska risafuran (Sequoiadendron giganteum) sem nefnd hefur verið Sherman hershöfðingi o...
Hvað eru LIBOR-vextir?
Skammstöfun LIBOR stendur fyrir London Interbank Offered Rate. Hún vísar til þeirra vaxta sem bjóðast á lánum á millibankamarkaði í London. Reiknaðir eru LIBOR-vextir fyrir nokkra af helstu gjaldmiðlum heims. Sem dæmi má nefna að þann 24. febrúar 2005 voru LIBOR-vextir til eins mánaðar í evrum 2,10%, í pundum 4,85...
Hvenær verða tré að skógi?
Það er ekki hægt að gefa skýrt svar við spurningunni hvenær verða tré að skógi. Ástæðan fyrir því er sú að mörkin á milli skógar og trjáa eru óljós og geta oltið á ýmsu, til dæmis stærð og umfangi trjánna. Tökum nokkur dæmi til að skýra þetta. Ímyndum okkur að við plöntum 100 litlum plöntum. Þær eru svo smávaxn...
Hvað er Bonsai? Er það tegund eða aðferð?
Bonsai er japanskt orð og þýðir upprunalega að planta í bakka. Merking orðsins hefur þó breyst lítið eitt með tímanum og tengist nú einkum japönskum dvergatrjám og listinni að rækta tré í bökkum. Bonsai-tré líkjast venjulegum trjám sem vaxa villt í náttúrunni nema þau eru miklu minni. Bonsai-tré eru tekin úr ...