Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða munur er á merkingu orðanna aðgangur og aðgengi?

Ari Páll Kristinsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Sumir hafa talið sig merkja að farið sé að nota orðið aðgengi óspart í stað orðsins aðgangs og nokkrir óttast að þetta sé farið að valda vissum ruglingi, ekki síst í umræðu um málefni fatlaðra.

Í Íslenskri orðabók Eddu (2007) er aðgangur skýrður sem ‘frelsi, leyfi eða tækifæri til að komast eitthvað eða nýta sér eitthvað’. Dæmi: ókeypis aðgangur, hafa aðgang að eldhúsi og baði. Orðið aðgengi er aftur á móti skýrt sem ‘möguleikar til aðgangs, umferðar’. Dæmi: aðgengi fatlaðra. Orðið aðgengi er þó einnig skýrt með samheitinu aðgangur í orðabókinni. Samt sem áður er auðvelt að fallast á það sjónarmið að heppilegt geti verið að nota orðin tvö kerfisbundið á mismunandi vegu.

Hér er því talið óhætt að mæla með slíkri notkun, svo sem á þessa leið:

Orðið aðgangur á meðal annars við í umræðu um afgreiðslutíma banka, í umræðu um gleymt lykilorð í netbanka og svo framvegis. Þetta varðar aðgangsmál.

Orðið aðgengi á meðal annars við í umræðu um tröppur framan við banka þegar fólk með líkamlega fötlun er annars vegar, í umræðu um tölvubúnað í netbanka þegar sérþarfir blindra og sjónskertra eru annars vegar og svo framvegis. Þetta varðar aðgengismál.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

13.1.2010

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Hvaða munur er á merkingu orðanna aðgangur og aðgengi?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55006.

Ari Páll Kristinsson. (2010, 13. janúar). Hvaða munur er á merkingu orðanna aðgangur og aðgengi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55006

Ari Páll Kristinsson. „Hvaða munur er á merkingu orðanna aðgangur og aðgengi?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55006>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða munur er á merkingu orðanna aðgangur og aðgengi?
Sumir hafa talið sig merkja að farið sé að nota orðið aðgengi óspart í stað orðsins aðgangs og nokkrir óttast að þetta sé farið að valda vissum ruglingi, ekki síst í umræðu um málefni fatlaðra.

Í Íslenskri orðabók Eddu (2007) er aðgangur skýrður sem ‘frelsi, leyfi eða tækifæri til að komast eitthvað eða nýta sér eitthvað’. Dæmi: ókeypis aðgangur, hafa aðgang að eldhúsi og baði. Orðið aðgengi er aftur á móti skýrt sem ‘möguleikar til aðgangs, umferðar’. Dæmi: aðgengi fatlaðra. Orðið aðgengi er þó einnig skýrt með samheitinu aðgangur í orðabókinni. Samt sem áður er auðvelt að fallast á það sjónarmið að heppilegt geti verið að nota orðin tvö kerfisbundið á mismunandi vegu.

Hér er því talið óhætt að mæla með slíkri notkun, svo sem á þessa leið:

Orðið aðgangur á meðal annars við í umræðu um afgreiðslutíma banka, í umræðu um gleymt lykilorð í netbanka og svo framvegis. Þetta varðar aðgangsmál.

Orðið aðgengi á meðal annars við í umræðu um tröppur framan við banka þegar fólk með líkamlega fötlun er annars vegar, í umræðu um tölvubúnað í netbanka þegar sérþarfir blindra og sjónskertra eru annars vegar og svo framvegis. Þetta varðar aðgengismál.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...