Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Að hafa í fullu tré við einhvern merkir að 'standa einhverjum á sporði, vera jafnoki einhvers' og að hafa í fullu tré við eitthvað merkir að 'eiga fullt í fangi með eitthvað.
Halldór Halldórsson fjallaði um sambandið að hafa í fullu tré við einhvern í doktorsritgerð sinni Íslensk orðtök (1954: 376). Hann nefnir þar einnig afbrigðin hafa í fullu tré fyrir einhverjum 'fara sínu fram við einhvern' og vera í hálfu tré 'vera bágur'. Enn eldri eru dæmin sigla ekki nema í hálfu tré og halda í fullu tré. Halldór bendir á að tré merki í orðtökunum 'siglutré' og að orðið segl sé undanskilið. Hann styður það dæmi úr fornu máli: ,,Mánadaginn æsti storminn svá, að sumir hjöggu trén, en suma rak (stafsetningu breytt).“
Með orðinu tré í orðatakinu að hafa í fullu tré við einhvern var upprunalega átt við siglutré.
Þegar á 18. öld er farið að nota orðtakið að hafa í fullu tré í yfirfærðri merkingu. Elsta dæmi í seðlasafni Orðabókar Háskólans um að eiga í fullu tré við einhvern eða eitthvað 'eiga í erfiðleikum með einhvern eða eitthvað' er frá síðari hluta 19. aldar. (Sjá einnig Halldór Halldórsson. Íslenskt orðtakasafn. 1969: 322 og Jón G. Friðjónsson. Mergur málsins. 2006: 893).
Mynd:
Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt að hafa í fullu tré við eitthvað eða einhvern?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54587.
Guðrún Kvaran. (2009, 17. desember). Hvernig er hægt að hafa í fullu tré við eitthvað eða einhvern? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54587
Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt að hafa í fullu tré við eitthvað eða einhvern?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54587>.