Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3 svör fundust
Hvaða typpi er uppi á honum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver er uppruni orðatiltækisins „það er uppi á honum typpið“ og er hér verið að vísa til karlskyns kynfæra eða hefur orðið typpi aðra merkingu í þessu samhengi? Orðið typpi hefur fleiri en eina merkingu: 'toppur, nabbi, bóla, húnn á siglutré, snerill, getnaðarlimur...
Hvernig er hægt að hafa í fullu tré við eitthvað eða einhvern?
Að hafa í fullu tré við einhvern merkir að 'standa einhverjum á sporði, vera jafnoki einhvers' og að hafa í fullu tré við eitthvað merkir að 'eiga fullt í fangi með eitthvað. Halldór Halldórsson fjallaði um sambandið að hafa í fullu tré við einhvern í doktorsritgerð sinni Íslensk orðtök (1954: 376). Hann nefni...
Hver er uppruni orðsins „laukur“ og hver er upprunaleg merking þess?
Orðið laukur hefur verið rakið til indóevrópskrar rótar (*leug-) sem merkir að 'beygja'. Orðið er til í grannmálunum, sbr. nýnorsku lauk, sænsku lök, dönsku løg, færeysku leykur. Í öðrum germönskum málum má nefna fornensku léac, nútímaensku leek, fornháþýsku louh, nútímaþýsku Lauch í merkingunni 'púrra, blaðlaukur...