- Samkvæmt Seðlabanka Íslands, þá er „[g]engi íslensku krónunnar [...] ákvarðað á gjaldeyrismarkaði sem er opinn á milli kl. 9:15 og 16:00 hvern virkan dag“. Hverjir taka þátt í þessum gjaldeyrismarkaði og þar með ákvarða gengi krónunnar? (Finnur Bragason)
- Hvað stýrir gengi krónunnar og hvernig er það gert? (G. Haukur Guðmundsson og öflugur karlahópur úr Ljósinu, endurhæfingu)
- Hvar og hvernig eru ákvarðanir teknar um gengisskráningu íslensku krónunnar? (Jón Ingólfur Magnússon)

Gjaldeyrismarkaður (líka kallaður millibankamarkaður með gjaldeyri) hefur þrjá þátttakendur, eða viðskiptavaka, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Auk þess að geta átt viðskipti á markaðnum hefur Seðlabankinn eftirlit með honum. Á hverjum degi halda viðskiptabankarnir þrír úti bæði kaup- og sölutilboðum í ákveðna fjárhæð evra sem markaðurinn kemur sér saman um. Gengi krónunnar gagnvart öðrum myntum ræðst svo af annars vegar gengi krónu gagnvart evru og hins vegar gengi þeirra gagnvart evru.
- Euro | Eurotower in Frankfurt, Germany | Michael Scheinost | Flickr. Myndrétthafi er Michael Scheinost. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 31.03.2017).