Gjaldeyrismarkaður (líka kallaður millibankamarkaður með gjaldeyri) hefur þrjá þátttakendur, eða viðskiptavaka, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Auk þess að geta átt viðskipti á markaðnum hefur Seðlabankinn eftirlit með honum. Á hverjum degi halda viðskiptabankarnir þrír úti bæði kaup- og sölutilboðum í ákveðna fjárhæð evra sem markaðurinn kemur sér saman um. Gengi krónunnar gagnvart öðrum myntum ræðst svo af annars vegar gengi krónu gagnvart evru og hins vegar gengi þeirra gagnvart evru.