Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir hugtakið slæmur banki í fjármálaheiminum?

Gylfi Magnússon

Slæmur banki (e. bad bank) er hugtak sem notað er þegar banka í fjárhagskröggum er skipt í tvennt og kröfur sem bankinn á og talið er að slæmar horfur séu á að innheimtist að fullu eru færðar yfir í sérstaka stofnun, það er hinn „slæma“ banka. Aðrar eignir bankans eru svo ýmist skildar eftir eða settar í nýja stofnun, sem þá er kölluð „góður“ banki. Góði bankinn getur starfað áfram sem venjulegur banki. Slæmi bankinn starfar alla jafna ekki sem hefðbundinn banki áfram heldur einbeitir sér að því að lágmarka tjón með því að gera sem mest fé úr hinum slæmu eignum og hættir svo störfum að því loknu. Er oft talað um að hámarka endurheimtur í því samhengi. Í bankakrísunni sem hófst 2008 var allmörgum bönkum víða um heim skipt upp með þessum hætti.

Gamall banki í Chapeltown á Englandi.

Á Íslandi var farin aðeins önnur leið. Stóru íslensku bönkunum þremur sem féllu í október það ár var skipt upp en með öðrum hætti. Innlend starfsemi bankanna, bæði eignir og hluti skulda, sérstaklega innlán, var sett í nýja banka, þótt margar eignirnar væru slæmar, til dæmis kröfur á mjög illa stödd fyrirtæki. Þeir störfuðu svo áfram sem bankar undir spánnýjum kennitölum. Gera það raunar enn. Gömlu bankarnir héldu hins vegar áfram utan um erlendar eignir sínar og reyndu að hámarka endurheimtur af þeim til að endurgreiða kröfuhöfum. Eignir þeirra og starfsemi minnkuðu því smám saman og enduðu að mestu þegar nauðasamningar náðust.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

4.2.2021

Spyrjandi

Ines Maria Ramos Jacome

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað merkir hugtakið slæmur banki í fjármálaheiminum?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2021, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77744.

Gylfi Magnússon. (2021, 4. febrúar). Hvað merkir hugtakið slæmur banki í fjármálaheiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77744

Gylfi Magnússon. „Hvað merkir hugtakið slæmur banki í fjármálaheiminum?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2021. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77744>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir hugtakið slæmur banki í fjármálaheiminum?
Slæmur banki (e. bad bank) er hugtak sem notað er þegar banka í fjárhagskröggum er skipt í tvennt og kröfur sem bankinn á og talið er að slæmar horfur séu á að innheimtist að fullu eru færðar yfir í sérstaka stofnun, það er hinn „slæma“ banka. Aðrar eignir bankans eru svo ýmist skildar eftir eða settar í nýja stofnun, sem þá er kölluð „góður“ banki. Góði bankinn getur starfað áfram sem venjulegur banki. Slæmi bankinn starfar alla jafna ekki sem hefðbundinn banki áfram heldur einbeitir sér að því að lágmarka tjón með því að gera sem mest fé úr hinum slæmu eignum og hættir svo störfum að því loknu. Er oft talað um að hámarka endurheimtur í því samhengi. Í bankakrísunni sem hófst 2008 var allmörgum bönkum víða um heim skipt upp með þessum hætti.

Gamall banki í Chapeltown á Englandi.

Á Íslandi var farin aðeins önnur leið. Stóru íslensku bönkunum þremur sem féllu í október það ár var skipt upp en með öðrum hætti. Innlend starfsemi bankanna, bæði eignir og hluti skulda, sérstaklega innlán, var sett í nýja banka, þótt margar eignirnar væru slæmar, til dæmis kröfur á mjög illa stödd fyrirtæki. Þeir störfuðu svo áfram sem bankar undir spánnýjum kennitölum. Gera það raunar enn. Gömlu bankarnir héldu hins vegar áfram utan um erlendar eignir sínar og reyndu að hámarka endurheimtur af þeim til að endurgreiða kröfuhöfum. Eignir þeirra og starfsemi minnkuðu því smám saman og enduðu að mestu þegar nauðasamningar náðust.

Mynd:...