Góðan daginn - var að velta fyrir mér... Hver er uppruni orðatiltækisins "klappað og klárt"?Orðatiltækið klappað og klárt er fengið að láni úr dönsku, klappet og klart, á seinni hluta 19. aldar eftir því sem best verður séð. Orðasambandið þekkist í dönsku frá því snemma á 18. öld og var fyrst í stað einkum notað um trúlofun eða hjónaband sem búið var að ganga frá og sammælast um. Síðan víkkaði merkingin og sambandið er nú notað um allt það sem er alveg tilbúið og frá gengið. Sambærilegt orðatiltæki í þýsku er klip und klar.

Orðasambandið 'klappað og kárt' var fyrst í stað einkum notað um trúlofun eða hjónaband sem búið var að ganga frá og sammælast um.

Að baki orðasambandinu 'klappað og klárt' liggur sögnin að klappa 'banka, berja, hamra' og lýsingarorðið klár í merkingunni fullgerður.
- File:StateLibQld 1 145123 Marriage of Walter John Beckwith and Myrtle Ellenor Brown, 1920.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 24.02.2015).
- Hans Godo Frabel - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 24.02.2015).