Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 95 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir orðið „femin“ og hvaðan kemur það?

Kvenkynsorðið femina er latína og þýðir kona, samanber femme í frönsku. Í spænsku er kona hins vegar mujer eða señora. Ítölsku orðin eru donna eða signora en orðið femmina er haft til dæmis um kvendýr. Lýsingarorð eins og feminine (kvenlegur) í ensku og feminin í dönsku eru dregin af latneska orðinu og sömulei...

category-iconLandafræði

Hvað tákna litirnir þrír í ítalska fánanum?

Talið er að ítalska fánann megi rekja til komu Napóleons Bónaparte, hershöfðingja og verðandi keisara Frakklands, til Ítalíu árið 1797. Ítalski fáninn samanstendur af þremur litum; grænum, hvítum og rauðum. Bæði rauði og hvíti liturinn koma úr fána Mílanóborgar en sá græni kemur frá fylkingu Langbarða (e. Lombardy...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er skilgreiningin á parodíu?

Orðið parodía er komið úr grísku og merkir bókstaflega 'hliðarsöngur'. Það er yfirleitt notað um eftirlíkingar á alvarlegum skáldverkum þar sem fyrirmyndin er skopstæld. Íslenska orðið skopstæling nær bæði yfir parodíu og hugtakið travestíu en það er dregið af ítalska orðinu travestire sem merkir að 'dulbúa'. E...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins kúrbítur?

Orðið kúrbítur á rætur að rekja til latínu cucurbita í merkingunni ‘grasker’. Í miðaldalatínu er gert ráð fyrir myndinni *curbita, sem ekki virðist koma fyrir það vitað sé og þess vegna stjörnumerkt. Í fornháþýsku hét jurtin kurbiz, fengin að láni úr latínu, en í háþýsku heitir hún Kürbis. Í eldri dönsku hét j...

category-iconFornfræði

Hvað getið þið sagt mér um harpýjur?

Harpýjur eða sviptinornir eru hálfmennsk illfylgi með kvenmannshöfuð og beittar klær. Þær voru sagðar fljúga í burt með sálir látinna og voru stundum sýndar þannig á grafsteinum. Í kvæði gríska skáldsins Hesíódosar Goðakyni (265 o.áfr.) eru þær sagðar vera tvær, Aelló og Ókýpetes, dætur Þaumasar og Elektru Ókeanos...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað var rússneski fútúrisminn?

Í Rússlandi var fútúrismi mikill áhrifavaldur á lista- og menningarlíf á öðrum áratugi 20. aldar. Rússnesku fútúristarnar nefndu sig í fyrstu kúbó-fútúrista og töldu sig eiga lítið sameiginlegt með ítölsku fútúristunum. Meginmunur hreyfinganna fólst í því að hinir rússnesku voru ekki eins uppteknir af tækninýjungu...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var gríski djöfullinn Demogorgon?

Nafnið Demogorgon er ekki komið frá Forngrikkjum heldur virðist það fyrst hafa verið notað snemma á miðöldum (um 450) um undirheimaguð. Í sumum heimildum er talið að orðið hafi einfaldlega verið misritun á orðinu demiurgos sem merkti 'handverksmaður' og síðar 'skapari'. Í heimspeki Platons er demiurgos haft yf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Espresso, expresso, espressó, expressó eða þrýstikaffi, hvaða orð á eiginlega að nota á íslensku?

Heitið espresso á uppruna sinn á Ítalíu. Það merkir bókstaflega ‘það sem pressað er út’. Ítalska orðið er leitt af lýsingarhætti þátíðar í latínu, expressus (af sögninni exprimere ‘þrýsta út’). Það hefur borist um hinn vestræna heim í myndinni espresso. Þannig er það notað í Norðurlandamálum, þýsku og ensku svo dæ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan kom nafnið Móna Lísa á málverkinu eftir Leonardó da Vinci?

Það er mjög einföld skýring á því hvaðan heitið Mona Lisa kemur. Nafngiftin birtist fyrst á prenti árið 1550, í riti ítalska listamannsins Giorgio Vasaris (1511-1574) um ævisögur listamanna. Í kafla um Leonardó da Vinci segir þetta: Prese Lionardo a fare per Francesco del Giocondo il ritratto di Mona Lisa s...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaða tungumál eru germönsk, rómönsk og slavnesk?

Germönskum málum er skipt í þrjár greinar: norðurgermönsk mál, vesturgermönsk mál og austurgermönsk mál. Norðurgermönsk mál eru: íslenska, færeyska, norska, danska, sænska. Vesturgermönsk mál eru: enska, þýska, hollenska, frísneska. Til austurgermanskra mála telst aðeins gotneska sem hvergi er töluð nú....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan eru nafnorðin „herbergi” og „stígvél” komin?

Orðið herbergi kemur fyrir í fornu máli í merkingunni 'íbúðarhús, gististaður'. Það er síðar einnig notað um 'vistarveru'. Orðið er til í nágrannamálunum, nýnorsku herbyrgi, sænsku härberge, dönsku herberg(e), í merkingunni 'gististaður, húsaskjól'. Það er talið tökuorð úr miðlágþýsku herberge 'gistihús', sbr. háþ...

category-iconJarðvísindi

Hafa einhverjir dáið í eldgosi og ef það er, í hvaða eldstöð var það þá?

Eldfjöll á Íslandi eru yfirleitt fjarri byggð og því ekki sérlega líklegt að menn deyi í eldgosum, sem betur fer! Þó var þetta frekar tæpt í Heimaeyjargosin 1973 enda var eldfjallið þá rétt hjá kaupstaðnum og hraun rann yfir mannabústaði fljótlega eftir að gosið hófst. Við munum eftir einu dæmi um að maður haf...

category-iconBókmenntir og listir

Hver fann upp píanó?

Píanó getur flokkast sem hljómborðshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og strengjahljóðfæri. Það hefur strengi sem slegið er á með hömrum, en hömrunum er stjórnað af hljómborði. Píanókeikarinn spilar því í raun á hljómborð. Píanó hafa yfirleitt 88 nótur, 52 hvítar og 36 svartar. Stundum eru nóturnar í öðrum lit. Strengir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið póstur og hver er uppruni þess?

Orðið póstur er til í fleiri en einni merkingu og er uppruninn ekki alltaf hinn sami. Í fyrsta lagi er póstur notað um mann sem ber út eða flytur bréf og böggla milli staða. Sendingin sjálf er einnig nefnd póstur og sömuleiðis sú stofnun sem annast slíka þjónustu. Í þessari merkingu er orðið til í íslensku frá því...

category-iconHugvísindi

Af hverju voru hinar myrku miðaldir kallaðar þessu nafni?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvenær voru miðaldir?Miðaldir er tímabilið í mannkynssögunni sem er á milli fornaldar og nýaldar. Fornöld hefst með menningu Súmera í Mesópótamíu sem voru fyrstir til að skilja eftir sig ritaðar heimildir. Tímabilið á undan fornöld er nefnt forsögulegt, því frá þeim tím...

Fleiri niðurstöður