Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið póstur og hver er uppruni þess?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið póstur er til í fleiri en einni merkingu og er uppruninn ekki alltaf hinn sami. Í fyrsta lagi er póstur notað um mann sem ber út eða flytur bréf og böggla milli staða. Sendingin sjálf er einnig nefnd póstur og sömuleiðis sú stofnun sem annast slíka þjónustu. Í þessari merkingu er orðið til í íslensku frá því á 18. öld. Það er talið tökuorð úr dönsku post. Í norræn mál barst orðið úr ítölsku, hugsanlega um þýsku Post. Ítalska orðið posta á rætur að rekja til miðaldalatínu posta 'póststöð, staður þar sem sendimaður skiptir um hesta'. Posta er komið af postita, lýsingarhætti þátíðar í kvenkyni, af sögninni ponere 'setja, leggja'. Af sömu ætt er póstur í merkingunni 'atriði í reikningi; kafli í bók eða bréfi.'

Í öðru lagi er póstur notað um vatnsdælu og lóðréttan lista eða styrktartré, t.d. gluggapóstur. Það er einnig tökuorð úr dönsku frá 17. öld. Danska orðið post er fengið úr miðlágþýsku post sem rætur á að rekja til latínu postis 'dyrakarmur'.

Að lokum má nefna að orðið póstur er notað um sexurnar í spilum eins og alkorti og treikorti. Það er hliðarmynd við pástur í sömu merkingu og tökuorð úr dönsku paust 'sexa í spilum, páfi'.



Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.7.2001

Spyrjandi

Tryggvi Elínarson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið póstur og hver er uppruni þess?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2001, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1808.

Guðrún Kvaran. (2001, 20. júlí). Hvaðan kemur orðið póstur og hver er uppruni þess? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1808

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið póstur og hver er uppruni þess?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2001. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1808>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið póstur og hver er uppruni þess?
Orðið póstur er til í fleiri en einni merkingu og er uppruninn ekki alltaf hinn sami. Í fyrsta lagi er póstur notað um mann sem ber út eða flytur bréf og böggla milli staða. Sendingin sjálf er einnig nefnd póstur og sömuleiðis sú stofnun sem annast slíka þjónustu. Í þessari merkingu er orðið til í íslensku frá því á 18. öld. Það er talið tökuorð úr dönsku post. Í norræn mál barst orðið úr ítölsku, hugsanlega um þýsku Post. Ítalska orðið posta á rætur að rekja til miðaldalatínu posta 'póststöð, staður þar sem sendimaður skiptir um hesta'. Posta er komið af postita, lýsingarhætti þátíðar í kvenkyni, af sögninni ponere 'setja, leggja'. Af sömu ætt er póstur í merkingunni 'atriði í reikningi; kafli í bók eða bréfi.'

Í öðru lagi er póstur notað um vatnsdælu og lóðréttan lista eða styrktartré, t.d. gluggapóstur. Það er einnig tökuorð úr dönsku frá 17. öld. Danska orðið post er fengið úr miðlágþýsku post sem rætur á að rekja til latínu postis 'dyrakarmur'.

Að lokum má nefna að orðið póstur er notað um sexurnar í spilum eins og alkorti og treikorti. Það er hliðarmynd við pástur í sömu merkingu og tökuorð úr dönsku paust 'sexa í spilum, páfi'.



Mynd: HB

...