Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um harpýjur?

Geir Þ. Þórarinsson

Harpýjur eða sviptinornir eru hálfmennsk illfylgi með kvenmannshöfuð og beittar klær. Þær voru sagðar fljúga í burt með sálir látinna og voru stundum sýndar þannig á grafsteinum. Í kvæði gríska skáldsins Hesíódosar Goðakyni (265 o.áfr.) eru þær sagðar vera tvær, Aelló og Ókýpetes, dætur Þaumasar og Elektru Ókeanosardóttur. Í öðrum heimildum er Kelenó talin þriðja harpýjan.


Teikning af harpýju úr riti eftir ítalska náttúrufræðinginn Ulisse Aldrovandi (1522 - 1606).

Ein saga segir að vestanvindurinn Zefýros hafi átt með harpýjunum hestana Xanþos og Balíos, hesta Akkillesar, og Flogeos og Harpagos, hesta tvíburanna Kastors og Pollux.

Harpýjurnar koma fyrir í Eneasarkviðu eftir rómverska skáldið Virgil. Þar gera þær aðsúg að Eneasi og félögum hans með ógurlegu gargi og óheillaspám.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

11.2.2008

Spyrjandi

Þorgerður Þorleifsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað getið þið sagt mér um harpýjur?“ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7059.

Geir Þ. Þórarinsson. (2008, 11. febrúar). Hvað getið þið sagt mér um harpýjur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7059

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað getið þið sagt mér um harpýjur?“ Vísindavefurinn. 11. feb. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7059>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um harpýjur?
Harpýjur eða sviptinornir eru hálfmennsk illfylgi með kvenmannshöfuð og beittar klær. Þær voru sagðar fljúga í burt með sálir látinna og voru stundum sýndar þannig á grafsteinum. Í kvæði gríska skáldsins Hesíódosar Goðakyni (265 o.áfr.) eru þær sagðar vera tvær, Aelló og Ókýpetes, dætur Þaumasar og Elektru Ókeanosardóttur. Í öðrum heimildum er Kelenó talin þriðja harpýjan.


Teikning af harpýju úr riti eftir ítalska náttúrufræðinginn Ulisse Aldrovandi (1522 - 1606).

Ein saga segir að vestanvindurinn Zefýros hafi átt með harpýjunum hestana Xanþos og Balíos, hesta Akkillesar, og Flogeos og Harpagos, hesta tvíburanna Kastors og Pollux.

Harpýjurnar koma fyrir í Eneasarkviðu eftir rómverska skáldið Virgil. Þar gera þær aðsúg að Eneasi og félögum hans með ógurlegu gargi og óheillaspám.

Mynd: