Prese Lionardo a fare per Francesco del Giocondo il ritratto di Mona Lisa sua moglie;[1] (Leonardó tók að sér að mála, fyrir Francesco del Giocondo, málverk af konunni Lisu, eiginkonu hans;)Þarna segir sem sagt beinlínis að Leonardó hafi tekið að sér að mála mynd af Lisu, eiginkonu Francesco del Giocondo. Orðið mona í ítalska textanum, oftar skrifað monna á ítölsku, er stytting á madonna, a-ið, d-ið og eitt n fellur út og eftir stendur: m(ad)ona. Ma táknar 'mín' og donna merkir 'kona', samanber sambærilegt ávarp í ensku: my lady. Bókstafleg merking mona eða monna í ítölsku er þess vegna ávarpið 'mín kona'.

Heiti málverksins Mona Lisa kemur frá ítalska listamanninum Giorgio Vasari sem lýsti verki eftir Leonardó da Vinci í riti sem kom fyrst út 1550.

Hér sést málverk sem kallast Isleworth Mona Lisa. Hægt er að færa ágæt rök fyrir því að Vasari lýsi þessu verki í riti sínu.
- ^ www.letteraturaitaliana.net. Bls. 555. (Sótt 8.03.2022).
- Mona Lisa - Wikipedia. (Sótt 8.03.2022).
- Isleworth Mona Lisa - Wikipedia. (Sótt 7.03.2022).
- www.letteraturaitaliana.net. (Sótt 8.03.2022).
- Le vite de' piu eccellenti pittori scultori e architettori : Vasari, Giorgio, 1511-1574 : Free Download, Borrow, and Streaming : Internet Archive. (Sótt 3.03.2022).
- Who were Francesco del Giocondo and his wife Lisa Gherardini? - The Mona Lisa Foundation. (Sótt 4.03.2022).
- The Mona Lisa as the Portrait of Lisa del Giocondo described by Vasari. (Sótt 7.03.2022).
- Ricerca | Garzanti Linguistica. (Sótt 4.03.2022).