Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Nafnið Demogorgon er ekki komið frá Forngrikkjum heldur virðist það fyrst hafa verið notað snemma á miðöldum (um 450) um undirheimaguð.
Í sumum heimildum er talið að orðið hafi einfaldlega verið misritun á orðinu demiurgos sem merkti 'handverksmaður' og síðar 'skapari'. Í heimspeki Platons er demiurgos haft yfir þann sem smíðar hinn sýnilega heim. Samkvæmt OED þykir þessi útskýring á tilurð orðsins vafasöm.
Ítalski rithöfundurinn Giovanni Boccaccio (1313-1375) tók orðið upp eftir fornum miðaldaheimildum í riti sínu Genealogia Deorum eða Ættfræði guðanna og þar er Demogorgon sagður vera forfaðir allra guða.
Frá Boccaccio ratar Demogorgon inn í ýmsa texta bókmenntasögunnar. Hann er til að mynda að finna hjá ítalska rithöfundinum Lodovico Ariosto (1474-1533), í The Faerie Queene eftir Edmund Spenser (um 1552-1599), í Parardísarmissi Miltons (1608-1974) og í ljóðleiknum Prómeþeifur leystur eftir Percy Bysshe Shelley (1792-1822).
Heimildir: Leitarorðin 'demogorgon' og 'demiurge' hjá: