Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3478 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvenær gaus Etna síðast?

Etna á austurströnd Sikileyjar er hæsta virka eldfjall í Evrópu, um 3.350 metra hátt. Reyndar breytist hæð þess, eins og annarra eldfjalla, þegar eldsumbrot eiga sér stað. Til dæmis var fjallið rúmum 50 metrum hærra á seinni hluta 19. aldar en það var undir lok 20. aldarinnar. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5...

category-iconHugvísindi

Hvað gerðist á uppstigningardaginn?

Uppstigningardagur er einn af helgidögum þjóðkirkjunnar og er jafnframt einn af 15 lögbundnum frídögum almanaksársins. Uppstigningardagur er fimmtudagurinn fjörtíu dögum eftir páska og ber því upp á tímabilinu 30. apríl til 4. júní. Á uppstigningardag er himnafarar Jesú Krists minnst. Samkvæmt ritningum Nýja...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna geta bankar krafist verðbóta af útlánum en þurfa ekki að greiða einstaklingum verðbætur á innlán?

Bankar og sparisjóðir bjóða bæði upp á verðtryggð og óverðtryggð inn- og útlán. Hér á Íslandi gildir almennt að það er samkomulagsatriði á milli lántakanda og lánveitanda hvort lán er verðtryggt eða óverðtryggt. Þó er óheimilt að verðtryggja lán til skemmri tíma en fimm ára og innstæður til skemmri tíma en þriggja...

category-iconNæringarfræði

Eru fæðubótarefni eins og prótínduft, kreatín og glútamín gagnslaus og peningasóun?

Aðrir spyrjendur eru: Einar Hauksson, Þórunn Heimisdóttir f. 1990, Steinar K. f. 1992, Guðrún Þóroddsdóttir og Andri Ásgrímsson f. 1988. Ágætt er að gera nokkurn greinarmun á prótíndufti og öðrum svokölluðum fæðubótarefnum, en prótínduft er í raun bara hreint prótín. Fullorðin manneskja þarf að jafnaði 0,8 g af...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru margar reikistjörnur til?

Jörðin er ein af reikistjörnunum og auk þess sjáum við samtals fimm reikistjörnur með berum augum á himninum: Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Þeim er þá raðað eftir fjarlægð þeirra frá sól og er jörðin á milli Venusar og Mars í röðinni. Þannig vitum við samtals um sex reikistjörnur í sólkerfi okkar án...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta kettir verið hættulegir?

Vissulega getur stafað hætta af köttum, bæði bein og óbein. Villtir kettir eiga það til að ráðast á fólk ef þeim er ógnað, til dæmis ef börn króa þá af. Slíkt er þó sjálfsagt fátítt hér á landi. Einnig eru fjölmargir með ofnæmi fyrir köttum, jafnvel bráðaofnæmi sem getur í einhverjum tilvikum reynst lífshættulegt....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða fisktegundir veiddust í Genesaretvatni þegar Jesús var uppi og hvaða fisktegundir veiðast þar enn?

Frá upphafi skráðrar sögu svæðisins við Genesaretvatn hefur vatnið verið ríkuleg uppspretta fæðu. Fjölmargir sem bjuggu við vatnið réru til fiskjar og hafa gert svo í þúsundir ára. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að snemma á bronsöld, eða á tímabilinu 3300-2300 f.Kr., voru stundaður fiskveiðar í vatninu. Eng...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta eðlur og hvernig afla þær sér matar?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum? greinast eðlur í um 3.800 tegundir og finnast í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Þær eru mjög breytilegar að stærð, þær minnstu aðeins nokkrir cm en þær stærstu allt að þrír me...

category-iconJarðvísindi

Hversu stór hluti jarðar er hulinn ís?

Heimildum ber nokkuð saman um það að nú á tímum nái jöklar yfir um 15 milljónir km2 af yfirborði jarðar sem er um það bil 3% af heildarflatarmáli jarðarinnar og um eða yfir 10% af flatarmáli þurrlendis jarðar. Suðurskautslandið með hafís umhverfis. Jökulskjöldur Suðurskautslandsins er langstærsta jökulbreiða ...

category-iconLögfræði

Er bannað með lögum að hjóla ölvaður?

Samkvæmt umferðarlögum er bannað að hjóla á reiðhjóli ölvaður ef ástand viðkomandi er með þeim hætti að hann getur ekki stjórnað hjólinu örugglega. Í 6. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er svohljóðandi ákvæði:Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti, ef hann er undir svo miklu...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju vill amma mín endilega sofa þannig að hún snúi í austur eða vestur?

Spurningin í heild sinni hljóðað svona: Amma mín vill endilega sofa með höfuðið í austur eða vestur, en ekki í norður eða suður. Er eitthvað til í því eða er þetta hjátrú? Þessi venja tengist væntanlega hefðum og siðum innan kirkjunnar. Samkvæmt kristinni trú er sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar (aust...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Býr einhver í Tjernobyl í dag?

Þann 26. apríl 1986 urðu sprengingar í einum ofni í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu í Úkraínu sem þá var hluti Sovétríkjanna. Afleiðingarnar urðu þær að gríðarmikið magn geislavirkra efna gaus út í andrúmsloftið og dreifðist víða um lönd. Um þetta má lesa í svari Arnar Helgasonar við spurningunni: Hver urðu eftirköst T...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er sogæðabólga?

Umhverfis allar frumur í líkamanum er vökvi sem er kallaður millifrumuvökvi og er hann nálægt því að vera 15% af líkamsþyngdinni. Þessi vökvi endurnýjast stöðugt vegna leka út úr háræðunum og hann tæmist út í sogæðakerfið eða öðru nafni vessaæðakerfið. Sogæðarnar liggja í gegnum eitla, sem gegna meðal annars því h...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hefur neysla á sojaafurðum áhrif á öryggi pillunnar?

Sumar plöntuafurðir, eins og sojabaunir, innihalda svokölluð ísóflavón-efnasambönd sem stundum eru kölluð plöntuestrógen, því að þau líkjast estrógeni sem myndast í eggjastokkum kvenna. Estrógen, sem er samheiti yfir nokkur efnasambönd með svipaða verkun, er einnig annað aðalefnið í flestum getnaðarvarnarpillum, a...

category-iconFélagsvísindi

Má annar en líffaðir barns, sem er fætt utan hjónabands, viðurkenna barnið sem sitt eigið ef líffaðir neitar faðerni eða er látinn við fæðingu?

Já, það er ekkert sem kemur í veg fyrir að annar en líffaðir viðurkenni faðerni barns ef móðir lýsir því yfir að viðkomandi maður sé faðir barnsins og hann samþykkir að gangast við faðerninu í viðurvist fulltrúa sýslumanns. Ef móðir er ekki í hjúskap eða skráðri sambúð þegar barn fæðist þarf að feðra barnið sé...

Fleiri niðurstöður