Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu stór hluti jarðar er hulinn ís?

EDS

Heimildum ber nokkuð saman um það að nú á tímum nái jöklar yfir um 15 milljónir km2 af yfirborði jarðar sem er um það bil 3% af heildarflatarmáli jarðarinnar og um eða yfir 10% af flatarmáli þurrlendis jarðar.

Suðurskautslandið með hafís umhverfis.

Jökulskjöldur Suðurskautslandsins er langstærsta jökulbreiða jarðarinnar en þar á eftir kemur Grænlandsjökull. Í töflunni hér á eftir má sjá hvar jökla er helst að finna, en þarna eru ekki teknar með litlar heimskautaeyjar og önnur mjög smá jöklasvæði.

SvæðiFlatarmál (km2)
Suðurskautslandið11.965.000
Grænland1.784.000
Kanada200.000
Mið-Asía109.000
Rússland82.000
Bandaríkin (þar með talið Alaska)75.000
Kína og Tíbet33.000
Suður-Ameríka25.000
Ísland11.260
Skandinavía2.909
Alpafjöllin2.900
Nýja-Sjáland1.159
Mexíkó11
Afríka10
Indónesía7,5

Glöggir lesendur hafa sjálfsagt rekið augun í að hér er hafísbreiðan á norðurheimskautinu ekki tekin með, enda er hún ekki jökull og því ekki inni í tölum um jökla. Við Suðurskautslandið er einnig mikil hafísbreiða. Þar sem hér var spurt um ís á jörðinni, en ekki bara jökla, þá má sjálfsagt færa rök fyrir því að líta til hafíssins líka. Hins vegar vandast málið þá aðeins því þar eru mjög miklar árstíðasveiflur, miklu meiri en þegar horft er til jökla. Sem dæmi þá náði hafísinn á norðurpólnum yfir um 15,24 milljón km2 í mars árið 2012 en á þeim árstíma nær ísinn mestri útbreiðslu (sem er svipað flatarmál og jöklar jarðar ná yfir). Hins vegar var flatarmálið aðeins um 4,61 milljón km2 í september 2011 þegar útbreiðslan var minnst það árið.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

16.11.2012

Spyrjandi

Sandra Hjálmardóttir

Tilvísun

EDS. „Hversu stór hluti jarðar er hulinn ís?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2012, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62486.

EDS. (2012, 16. nóvember). Hversu stór hluti jarðar er hulinn ís? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62486

EDS. „Hversu stór hluti jarðar er hulinn ís?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2012. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62486>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu stór hluti jarðar er hulinn ís?
Heimildum ber nokkuð saman um það að nú á tímum nái jöklar yfir um 15 milljónir km2 af yfirborði jarðar sem er um það bil 3% af heildarflatarmáli jarðarinnar og um eða yfir 10% af flatarmáli þurrlendis jarðar.

Suðurskautslandið með hafís umhverfis.

Jökulskjöldur Suðurskautslandsins er langstærsta jökulbreiða jarðarinnar en þar á eftir kemur Grænlandsjökull. Í töflunni hér á eftir má sjá hvar jökla er helst að finna, en þarna eru ekki teknar með litlar heimskautaeyjar og önnur mjög smá jöklasvæði.

SvæðiFlatarmál (km2)
Suðurskautslandið11.965.000
Grænland1.784.000
Kanada200.000
Mið-Asía109.000
Rússland82.000
Bandaríkin (þar með talið Alaska)75.000
Kína og Tíbet33.000
Suður-Ameríka25.000
Ísland11.260
Skandinavía2.909
Alpafjöllin2.900
Nýja-Sjáland1.159
Mexíkó11
Afríka10
Indónesía7,5

Glöggir lesendur hafa sjálfsagt rekið augun í að hér er hafísbreiðan á norðurheimskautinu ekki tekin með, enda er hún ekki jökull og því ekki inni í tölum um jökla. Við Suðurskautslandið er einnig mikil hafísbreiða. Þar sem hér var spurt um ís á jörðinni, en ekki bara jökla, þá má sjálfsagt færa rök fyrir því að líta til hafíssins líka. Hins vegar vandast málið þá aðeins því þar eru mjög miklar árstíðasveiflur, miklu meiri en þegar horft er til jökla. Sem dæmi þá náði hafísinn á norðurpólnum yfir um 15,24 milljón km2 í mars árið 2012 en á þeim árstíma nær ísinn mestri útbreiðslu (sem er svipað flatarmál og jöklar jarðar ná yfir). Hins vegar var flatarmálið aðeins um 4,61 milljón km2 í september 2011 þegar útbreiðslan var minnst það árið.

Heimildir og mynd:

...