Heildarrúmmál vatns á jörðinni er um 1.386.000.000 km3 og eru um 97% þess salt vatn eða sjór. Ferskvatn er því aðeins um 3%. Það kann að koma einhverjum á óvart að mjög lítill hluti af þessu ferska vatn er á yfirborði jarðar á fljótandi formi, mest af því er bundið í jöklum eða er grunnvatn eins og sjá má á eftirfarandi mynd.
Á Vísindavefnum eru fleiri svör um sjóinn, til dæmis:
- Hvaðan kom hafið? eftir Sigurð Steinþórsson
- Hvers vegna er sjórinn saltur? eftir Sigurð Steinþórsson
- Hefur sjórinn alltaf verið saltur? eftir Sigurð Steinþórsson
- Hvert er stærsta úthafið? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað er land margir ferkílómetrar af yfirborði jarðar?
Þetta svar er að hluta eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.