Amma mín vill endilega sofa með höfuðið í austur eða vestur, en ekki í norður eða suður. Er eitthvað til í því eða er þetta hjátrú?Þessi venja tengist væntanlega hefðum og siðum innan kirkjunnar. Samkvæmt kristinni trú er sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar (austur, vestur, suður og norður) mjög mikilvægar. Austur er mikilvægasta höfuðáttin í kristinni trú. Jesús Kristur kenndi sig við ljós heimsins og ljós lífsins (Jóhannesarguðspjall 8. kap. 12. vers, sjá og 1. kap.) og þessar líkingar tengjast sólinni sem kemur upp í austri. Sólarupprásin minnir einnig á upprisu Jesú en hann reis upp frá dauðum á þriðja degi með páskasól.

Sumir kjósa að liggja í rúmi þannig að líkaminn snúi í austur/vestur. Það á sér meðal annars rætur í fornum venjum innan kristinnar trúar.
- Ron Mueck - Woman in Bed (15) | Flickr - Photo Sharing!. (Sótt 17.02.2014).