Getnaðarvarnarpillur geta líka haft áhrif á önnur efni. Þekkt er samverkun milli reykinga og notkunar getnaðarvarnarpillu, en þessi samverkun getur aukið hættu á blóðtappa sem meðal annars getur leitt til heilablóðfalls og kransæðastíflu, einkum ef konan er eldri en 35 ára og reykir 15 eða fleiri sígarettur á dag. Þá er vitað að getnaðarvarnarpillur geta truflað áhrif næringarefnanna fólsýru og magnesíns svo fleiri dæmi séu nefnd. Getnaðarvarnarpillur geta hægt á hreinsun sumra lyfja úr líkamanum, til dæmis cýklósporíns, alkóhóls, prednisólóns, kaffeíns og theóhýllíns, en flýtt útskiljun annarra lyfja, svo sem morfíns og magnýls. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvernig verkar getnaðarvarnarpilla kvenna? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Er eitthvað til í fréttum um að getnaðarvarnarpillan Yasmin geti valdið blóðtappa? eftir Ástráð, forvarnastarf læknanema
- Hvað eru estrógen og prógesterón og hvaða hlutverki gegna þau? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Þyngist maður við það að byrja á pillunni? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Martini M.C., Dancisak B.B., Haggans C.J., Thomas W., og Slavin J.L.: Effects of soy intake on sex hormone metabolism in premenopausal women. Nutritition and cancer. 1999;34(2):133-9. Útdráttur skoðaður á PubMed.gov.
- Drug Interactions á MedicineNet.com.
- Back D.J. og Orme M.L.: Pharmacokinetic drug interactions with oral contraceptives. Clinical Pharmacokinetics. 1990 Jun;18(6):472-84. Útdráttur skoðaður á PubMed.gov.
- Oral Contraceptives á MedicineNet.com.
- Oral Contraceptives á Netrition.com.
- Mynd: Telegraph.co.uk. Sótt 22. 12. 2009.
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hefur mataræði áhrif á öryggi pillunnar (getnaðarvörn)? Heyrði að soyjaafurðir ýttu undir framleiðslu östrógens, er það rétt? Hefur það áhrif?