Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvers vegna sofna sjúklingar við svæfingu?
Við innleiðslu svæfinga á fullorðnum og eldri börnum, eru yfirleitt notuð svæfingalyf, sem gefin eru í æð. Nú er lyfið propofol mest notað. Það virkar hratt, eða byrjar að verka eftir þann tíma, sem tekur lyfið að berast frá indælingarstað (venjulega bláæð á handlegg) til heilans. Hámarksverkun eftir einn innleiðs...
Er hægt að losna við frjókornaofnæmi?
Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem kemur fram í nefi og augum. Ástæðan er ofnæmi fyrir frjókornum frá gróðri. Einkennin koma yfirleitt fram á sama tíma á hverju ári og sumum reynist erfitt að greina milli svokallaðs sumarkvefs og frjóofnæmis. Margir þjást af ítrekuðu kvefi á hverju sumri áður en þeir á...
Hvað er átt við með þjóðargjaldþroti?
Hugtakið þjóðargjaldþrot hefur talsvert verið í umræðunni undanfarna mánuði hérlendis. Sambærileg hugtök eru einnig til í öðrum tungumálum, til dæmis er stundum talað um national bankruptcy á ensku. Hugtakið er þó nokkuð misvísandi því að þjóð getur ekki orðið gjaldþrota. Ekki er hægt að eiga kröfu á þjóð sem slík...
Af hverju rotast maður við höfuðhögg?
Rot er meðvitundarleysi eftir högg eða byltu. Við rotumst helst við högg sem lendir á höku eða gagnauga svo að höfuðið snýst skyndilega til hliðar eða upp. Ekki er fullljóst af hverju menn rotast við högg en líklegast þykir að það sé vegna áverka á heilastofninn. Heilastofn liggur á milli hvelaheila (e. telence...
Hvað skýrir loftslag við strönd Kaliforníu?
Tveir samtengdir þættir ráða mestu um hitafar við strönd Kaliforníu. Annars vegar er árstíðasveifla mismunar lands- og sjávarhita en hins vegar kaldur sjór úti fyrir ströndinni. Á sumrin er þrýstingur minni yfir landi heldur en sjó. Yfirborð lands hitnar mun meira heldur en yfirborð sjávar á sumrin þegar sól e...
Hvað eru ísbjarnarhúnar stórir við fæðingu?
Ísbjarnarhúnar fæðast á vetrartíð eða frá nóvember og fram í febrúar. Þeir eru blindir við fæðingu, klæddir hvítum mjúkum feldi sem er svo fínn að nýfæddir líta húnarnir út fyrir að vera hárlausir. Við fæðingu eru húnarnir vel innan við kíló að þyngd. Stærðin er á bilinu frá 454 grömmum upp í 680 grömm (95% mæ...
Af hverju getum við ekki allt?
Við getum ekki gert allt af þeirri einföldu ástæðu að við erum einungis mannleg. Meðal annars getur líkami okkar ekki ráðið við öll þau verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur. Þar mætti nefna hluti eins og að fljúga eða að anda í vatni. Einnig á maðurinn erfitt með að hugsa um mjög flókna hluti en segja má a...
Af hverju verðum við ástfangin? - Myndband
Í stuttu máli er þörfin og hæfileikinn til að verða ástfanginn manneskjunni eðlislægur. Forsendur hvers einstaklings eru þó misjafnar hvað varðar hvort tveggja. Þessar forsendur eru félagslegar, persónulegar, tilfinningalegar, kynferðislegar og taugalíffræðilegar. Hæfileikinn til að verða ástfanginn af annarri ...
Hvernig fáum við rafmagn á Íslandi?
Það rafmagn sem notað er á Íslandi er nánast allt framleitt úr endurnýjanlegum orkugjöfum ólíkt því sem gerist hjá mjög mörgum öðrum þjóðum sem fá meirihluta raforku sinnar úr brennanlegu eldsneyti. Rafvæðing Íslands hófst í byrjun 20. aldar þegar menn fóru að virkja bæjarlæki og önnur slík fallvötn. Það var s...
Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum? Af hverju hitnar manni þegar kremið er borið á mann? Algengustu gerðir hitakrema (til dæmis Deep heat™) innihalda svokölluð húðroðavaldandi efni (e. rubefacients). Þau orsaka húðertingu sem hefur í för með sér roða vegna aukins blóð...
Hvernig mynduðust steindrangarnir tveir við Drangey?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaðan kemur nafnið á Drangey? Nú stendur sunnan við eyna Drangey í Skagafirði eyjan Kerling, sagan segir að önnur eyja hafi einhvern tíma verið norðan við eyna sem hét Karl. Svo ég spyr: er vitað hvenær Karlinn hrundi? Drangey mun bera nafn af dröngum tveim, Karli og Kerlin...
Af hverju segjum við 'í morgunsárið'?
Orðið morgunsár er í raun samsett úr orðunum morgunn og atviksorðinu ár í merkingunni ‛árla, snemma’. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá um miðja 19. öld úr þýðingum Sveinbjarnar Egilssonar á Odysseifs- og Ilíonskviðum. Morgunsár, sem er notað í hvorugkyni í sambandinu í morgunsárið, merkir því ̵...
Af hverju erum við með tær?
Tærnar gegna mikilvægu hlutverki þegar við göngum eða hlaupum og einnig við að halda jafnvægi. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Til hvers þurfum við tær? segir til dæmis: Stóratá tekur þátt í að halda jafnvægi og hinar tærnar virka sem stökkbretti. Allar tærnar taka þátt í gang- og hlaupahreyfing...
Eru hnúfubakar í hættu við Ísland?
Í hvalatalningum sem Hafrannsóknastofnun hefur tekið þátt í á hafsvæðunum umhverfis Ísland hefur tekist að skrá og fylgjast vel með þeim breytingum sem hafa orðið á stofnum hvala á þessum svæðum. Hnúfubakar teljast ekki í útrýmingarhættu við Ísland. Talning var fyrst framkvæmd árið 1987 og þá reyndust vera um...
Vex írskur mosi við strendur Íslands?
Írskur mosi eða fjörugrös (Chondrus crispus) er rauðþörungur sem vex víða í grýttum fjörum við strendur Atlantshafsins, meðal annars víða meðfram ströndum Bretlandseyja, við Eystrasalt, Færeyjar og Kanada. Hann finnst einnig í einhverju mæli við Atlantshafsstrendur Frakklands og Spánar. Heimildir eru fyrir því að ...