Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum?

Atli Jósefsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum? Af hverju hitnar manni þegar kremið er borið á mann?

Algengustu gerðir hitakrema (til dæmis Deep heat) innihalda svokölluð húðroðavaldandi efni (e. rubefacients). Þau orsaka húðertingu sem hefur í för með sér roða vegna aukins blóðflæðis um háræðanet húðarinnar. Þessi erting og roði gerir það að verkum að húðin hitnar lítið eitt sem skýrir að vissu leyti hitatilfinninguna sem fólk upplifir þegar þessi krem eru borin á hana. Hins vegar er ekkert sem bendir til að þessi yfirborðshiti nái að leiða niður í undirliggjandi vöðva og/eða liðamót. Það þarf mun meira til að hita vöðva en slíkt áreiti. Til þess er heitt bað eða hreyfing mun áhrifaríkari.

Sum krem innihalda einnig efni eins og kapsaísín, mentól eða eukalyptól sem virka beint á taugaenda sem bera boð um hitastig húðarinnar til miðtaugakerfisins án þess að breytingar verði á húðhita í raun.

Hitakrem hita ekki upp vöðva eða liðamót en það er ekki útilokað að þau geti haft í för með sér væga sársaukastillandi og bólgueyðandi verkun.

Þau efni sem seld eru sem hitakrem hita því alls ekki þann vef sem flestir telja að þau hiti. Hins vegar geta þau haft í för með sér einhver jákvæð áhrif sem fylgja því að nudda húðina og hitatilfinningin og ertingin getur dregið úr sársaukaupplifun frá þeim stað sem orðið hefur fyrir hnjaski. Auk þess innihalda mörg þessara krema húðroðavaldandi efnið methýl salisýlat (afleiða af aspiríni) sem einnig er þekkt fyrir verkjastillandi og bólgueyðandi eiginleika. Þau áhrif eru þó minni háttar við þessa notkun en samantektir á nokkrum rannsóknum hafa leitt í ljós að bólgueyðandi áhrif annarra krema sem innihalda meðal annars efnið díklófenak (og seld eru sem bólgueyðandi krem) eru meiri en hitakrema sem innihalda methýl salisýlat.

Stutta svarið er því að hitakrem hita ekki upp vöðva eða liðamót en það er ekki útilokað að þau geti haft í för með sér væga sársaukastillandi og bólgueyðandi verkun.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Atli Jósefsson

aðjunkt í lífeðlisfræði

Útgáfudagur

22.2.2017

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Atli Jósefsson. „Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73336.

Atli Jósefsson. (2017, 22. febrúar). Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73336

Atli Jósefsson. „Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73336>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum? Af hverju hitnar manni þegar kremið er borið á mann?

Algengustu gerðir hitakrema (til dæmis Deep heat) innihalda svokölluð húðroðavaldandi efni (e. rubefacients). Þau orsaka húðertingu sem hefur í för með sér roða vegna aukins blóðflæðis um háræðanet húðarinnar. Þessi erting og roði gerir það að verkum að húðin hitnar lítið eitt sem skýrir að vissu leyti hitatilfinninguna sem fólk upplifir þegar þessi krem eru borin á hana. Hins vegar er ekkert sem bendir til að þessi yfirborðshiti nái að leiða niður í undirliggjandi vöðva og/eða liðamót. Það þarf mun meira til að hita vöðva en slíkt áreiti. Til þess er heitt bað eða hreyfing mun áhrifaríkari.

Sum krem innihalda einnig efni eins og kapsaísín, mentól eða eukalyptól sem virka beint á taugaenda sem bera boð um hitastig húðarinnar til miðtaugakerfisins án þess að breytingar verði á húðhita í raun.

Hitakrem hita ekki upp vöðva eða liðamót en það er ekki útilokað að þau geti haft í för með sér væga sársaukastillandi og bólgueyðandi verkun.

Þau efni sem seld eru sem hitakrem hita því alls ekki þann vef sem flestir telja að þau hiti. Hins vegar geta þau haft í för með sér einhver jákvæð áhrif sem fylgja því að nudda húðina og hitatilfinningin og ertingin getur dregið úr sársaukaupplifun frá þeim stað sem orðið hefur fyrir hnjaski. Auk þess innihalda mörg þessara krema húðroðavaldandi efnið methýl salisýlat (afleiða af aspiríni) sem einnig er þekkt fyrir verkjastillandi og bólgueyðandi eiginleika. Þau áhrif eru þó minni háttar við þessa notkun en samantektir á nokkrum rannsóknum hafa leitt í ljós að bólgueyðandi áhrif annarra krema sem innihalda meðal annars efnið díklófenak (og seld eru sem bólgueyðandi krem) eru meiri en hitakrema sem innihalda methýl salisýlat.

Stutta svarið er því að hitakrem hita ekki upp vöðva eða liðamót en það er ekki útilokað að þau geti haft í för með sér væga sársaukastillandi og bólgueyðandi verkun.

Heimildir:

Mynd:

...