Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru ísbjarnarhúnar stórir við fæðingu?

Jón Már Halldórsson

Ísbjarnarhúnar fæðast á vetrartíð eða frá nóvember og fram í febrúar. Þeir eru blindir við fæðingu, klæddir hvítum mjúkum feldi sem er svo fínn að nýfæddir líta húnarnir út fyrir að vera hárlausir.

Við fæðingu eru húnarnir vel innan við kíló að þyngd. Stærðin er á bilinu frá 454 grömmum upp í 680 grömm (95% mældra húna við fæðingu) en þó eru til húnar sem hafa vegið allt að 900 grömm. Karlkynshúnar eru venjulega þyngri en birnurnar.

Ísbjarnarhúnar eru afskaplega smáir við fæðingu en stækka fljótt af fituríkri móðurmjólkinni.

Að jafnaði eiga birnurnar tvo húna en þó þekkjast bæði einburar og þríburar. Húnarnir koma í heiminn í „snjóhúsi“ eða hýði sem birnan gerir. Þeir stækka ört fyrstu vikur og mánuði enda er mjólkin sem þeir fá einstaklega fiturík. Hún inniheldur um eða yfir 30% fitu en til samanburðar er fituinnihald í móðurmjólk um 4,5%. Þegar bjarnarfjölskyldan fer úr hýðinu að vori eru húnarnir venjulega orðnir 10-15 kíló.

Mynd:
  • m&c. Sótt 21. 5. 2012.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.6.2012

Spyrjandi

Guðrún Hrafnhildur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru ísbjarnarhúnar stórir við fæðingu?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=22543.

Jón Már Halldórsson. (2012, 7. júní). Hvað eru ísbjarnarhúnar stórir við fæðingu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=22543

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru ísbjarnarhúnar stórir við fæðingu?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=22543>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru ísbjarnarhúnar stórir við fæðingu?
Ísbjarnarhúnar fæðast á vetrartíð eða frá nóvember og fram í febrúar. Þeir eru blindir við fæðingu, klæddir hvítum mjúkum feldi sem er svo fínn að nýfæddir líta húnarnir út fyrir að vera hárlausir.

Við fæðingu eru húnarnir vel innan við kíló að þyngd. Stærðin er á bilinu frá 454 grömmum upp í 680 grömm (95% mældra húna við fæðingu) en þó eru til húnar sem hafa vegið allt að 900 grömm. Karlkynshúnar eru venjulega þyngri en birnurnar.

Ísbjarnarhúnar eru afskaplega smáir við fæðingu en stækka fljótt af fituríkri móðurmjólkinni.

Að jafnaði eiga birnurnar tvo húna en þó þekkjast bæði einburar og þríburar. Húnarnir koma í heiminn í „snjóhúsi“ eða hýði sem birnan gerir. Þeir stækka ört fyrstu vikur og mánuði enda er mjólkin sem þeir fá einstaklega fiturík. Hún inniheldur um eða yfir 30% fitu en til samanburðar er fituinnihald í móðurmjólk um 4,5%. Þegar bjarnarfjölskyldan fer úr hýðinu að vori eru húnarnir venjulega orðnir 10-15 kíló.

Mynd:
  • m&c. Sótt 21. 5. 2012.
...