Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1697 svör fundust
Hvað merkja orðatiltækin „þar hitti skrattinn ömmu sína“ og „til skamms tíma“?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég var að lesa um "þar hitti skrattinn ömmu sína" en ég hef alltaf heyrt það notað í merkingunni að hitta ofjarl sinn, einhver klárari, séðari, einhvern sem getur rassskell mann. Er það rétt? Mig langar líka að fá að vita um "til skamms tíma". Það virðist vera mjög skipt milli ...
Geymist "gosið" (koltvísýringurinn) betur í hálffullri gosflösku ef hún er pressuð saman þannig að lítið sem ekkert loft verði eftir í henni?
Svarið er nei, því miður, og jafnvel þvert á móti! Plastið í flöskunni leitast við að ná upphaflegri lögun og við það dregst koltvíildi úr vökvanum upp í loftrýmið sem eftir er í flöskunni. Margir kannast líklega við það að þurfa að henda stórum hluta þeirra gosdrykkja sem keyptir eru vegna þess að þeir eru orð...
Hvernig finnur maður draumaprinsessuna sína?
Við á Vísindavefnum höfum ekki átt í teljandi vandræðum að svara spurningum á borð viðHefur tilvist sérstæðu verið staðfest í stjarnvísindum?Hvað merkir jafnan E = mc2?Við höfum ekki heldur látið vefjast fyrir okkur að svara spurningum sem eru kannski ekki jafnvísindalegar en engu að síður krefjandi:Halda mýs að l...
Hvað gerði Kobbi kviðrista (Jack the Ripper)?
Kobbi kviðrista, eða Jack the Ripper, er einn þekktasti raðmorðingi allra tíma. Frá 7. ágúst til 10. nóvember árið 1888 myrti Kobbi að minnsta kosti fimm manns, allt vændiskonur. Raunar er nafn hans aðeins uppspuni. Enginn veit hvað hann hét í raun, því morðmálið var aldrei upplýst. Kobbi kviðrista framdi öll...
Er möguleiki á því að vísindamenn hafi rangt fyrir sér um allar sínar uppgötvanir?
Í stuttu máli sagt: Já, það er möguleiki á því – en flestir myndu telja það afar ólíklegt. Vangaveltur um takmarkanir mannlegrar þekkingar hafa verið sem rauður þráður í gegnum sögu heimspeki. Til að þekking okkar verði traust er einn möguleiki að grundvalla hana á sjálfljósum staðreyndum, það er fullyrðingum ...
Hvað er sólin með marga geisla?
Sólin er lýsandi hnöttur úti í geimnum og geislar frá sér ljósi, varma og annarri orku nokkurn veginn jafnt í allar áttir. Ef við horfum bara á sólina "í því ljósi", það er að segja á þennan hátt, þá mundi okkur trúlega aldrei detta í hug að tala um "sólargeisla"!? Þegar himinninn er heiðskír og sólin skín þá s...
Af hverju voru vistarverur manna kallaðar baðstofur?
Upphafleg spurning hljóðaði svona: Baðstofa? Af hverju í ósköpunum voru vistarverur manna kallaðar baðstofur - það læðist að manni sá grunur að orðið eigi ekki rætur í líkamshirðu. Arnheiður Sigurðardóttir mag.art. skrifaði ítarlega bók og gaf út 1966 undir heitinu Híbýlahættir á miðöldum. Í fimmta kafla rek...
Býr einhver í Tjernobyl í dag?
Þann 26. apríl 1986 urðu sprengingar í einum ofni í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu í Úkraínu sem þá var hluti Sovétríkjanna. Afleiðingarnar urðu þær að gríðarmikið magn geislavirkra efna gaus út í andrúmsloftið og dreifðist víða um lönd. Um þetta má lesa í svari Arnar Helgasonar við spurningunni: Hver urðu eftirköst T...
Er rangt að skjóta og drepa önnur spendýr?
Skotveiðar á spendýrum, öðrum en þeim sem við flokkum sem meindýr, hafa að mörgu leyti sérstaka stöðu í hugum fólks. Slíkar veiðar eru vissulega umdeildari heldur en stangveiði og skotveiðar á fuglum. En í hugum margra er það að skjóta villt spendýr síst verra heldur en að rækta dýr í litlum búrum og slátra, eins ...
Hvert fóru Íslendingar til iðnnáms fyrr á öldum og hvaða iðngreinar lærðu þeir?
Framan af sögu Íslendinga var ekki gerður skýr greinarmunur á iðnnámi og hverri annarri þjálfun í að vinna hvers kyns verk við landbúnað eða fiskveiðar. Svolítill vísir að slíkri aðgreiningu birtist þó í Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins. Þar eru ákvæði um að búlaust fólk á vinnualdri sé skyldugt að eiga he...
Ef 80°C heitt vatn sem nýtt er til hitunar kólnar um 25% eykst þá vatnsþörfin um þriðjung ef halda á sama hitastigi og áður?
Svarið er nei; þetta er engan veginn svona einfalt og til þess liggja nokkrar ástæður. Spyrjandi virðist hugsa sér að vatnið kólni um 25% af 80°C eða væntanlega um 20°C. Þess konar prósentureikningur er hins vegar í rauninni ónothæfur um hitabreytingu, eða hvernig ættum við þá til dæmis að lýsa breytingu úr 10 ...
Hvers konar flokkur lífvera eru jafnfætlur?
Jafnfætlur eða þanglýs (e. isopoda) eru krabbadýr líkt og marflær, rækjur og tífættir krabbar. Líkami jafnfætla er ílangur og flatvaxinn og hann skiptist í höfuð, búk og hala. Búkurinn skiptist í sjö liði og hefur sjö fótapör. Allir fæturnir eru eins, og er nafnið jafnfætla dregið af því. Á höfðinu hafa jafnfætlur...
Er eitthvert dýr sem lifir á silfurskottum?
Silfurskottur eru meðal kunnustu meindýra í húsum landsmanna. Hér á landi er útbreiðsla þeirra einungis bundin við heimahús og er svo víða um heim. Nánar má lesa um silfurskottur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju koma silfurskottur í hús? Hér er hins vegar spurt um tegundir sem leggja sér silfurskot...
Hvernig stóð á því að það rigndi fiskum í sumum löndum nú um áramótin og af hverju dóu allir þessir fuglar í Arkansas og víðar?
Við höfum áður svarað þeirri spurningu hvort það geti rignt fiskum. Svarið við þeirri spurningu er að nokkru leyti játandi: Það getur rignt litlum fiskum við sérstakar aðstæður. Í svari við spurningunni Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum? segir þetta:Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og br...
„Því meira sem ég læri því betur geri ég mér grein fyrir því hve lítið ég veit.“ Hvaða heimspekingur sagði eitthvað á þessa leið?
Ef til vill er heimspekingurinn sem um ræðir Sókrates en hann mun hafa sagt að hann vissi það eitt að hann vissi ekkert. Þess ber að geta í upphafi að sumir fræðimenn vilja fara varlega í sakirnar þegar rætt er um hinn sögulega Sókrates enda skildi Sókrates ekki eftir sig nein rit og við þekkjum hann best sem pers...