Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Sólin er lýsandi hnöttur úti í geimnum og geislar frá sér ljósi, varma og annarri orku nokkurn veginn jafnt í allar áttir. Ef við horfum bara á sólina "í því ljósi", það er að segja á þennan hátt, þá mundi okkur trúlega aldrei detta í hug að tala um "sólargeisla"!?

Þegar himinninn er heiðskír og sólin skín þá sjáum við yfirleitt ekki heldur neitt sem við mundum kalla geisla, svona úti við. Og þaðan af síður sjáum við geisla þegar veður er alskýjað og við sjáum hvorki í bláan himinn né sól.

En stundum kemur fyrir að himinninn er hálfskýjaður og skýjahulan er götótt. Þá skín sólin niður í gegnum götin og á jörðina og við sjáum jafnvel móta fyrir geislunum á leið þeirra til jarðar. Þetta köllum við sólstafi og höfum skrifað svar um þá hér á Vísindavefnum en auðvitað má líka tala um sólargeisla þegar við virðum þessa sjón fyrir okkur.

Einn sólargeisli (?)

Og þegar við erum inni við eða kringum hús þá sjáum við líka sólina oft skína gegnum glugga eða ýmiss konar op og ákveðinn flötur á gólfi eða vegg lýsist upp en flöturinn er að öðru leyti í skugga. Þá finnst okkur að sólargeisli komi inn um gluggann og falli á gólfið eða vegginn og það er sennilega við þessar aðstæður sem hugmyndin um sólargeisla hefur orðið til.

Af þessu leiðir að það er ekki sólin sjálf sem afmarkar eða skilgreinir sólargeislann eða fjölda sólargeislanna, heldur ræðst þetta af aðstæðum kringum okkur hverju sinni. Ef sólin skín og við erum í herbergi með tveimur óskiptum gluggum er líklega eðlilegt að tala um tvo sólargeisla þó að við gerum það samt ekki oft. En ef við viljum telja þá getum við kannski fengið út hvaða tölu sem er eftir því hvað við viljum taka marga glugga með í talninguna.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um sólina, til dæmis:

Hægt er að finna fleiri svör um sólin á Vísindavefnum með því að nota leitarvél vefsins.

Mynd: Luxagraf. Sótt 25. 02. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

22.2.2008

Síðast uppfært

27.6.2018

Spyrjandi

Kolka, Margrét, Bryndís
Hildur Ösp Gunnarsdóttir, f. 1996
Sigrún Líf Gunnarsdóttir, f. 1996

Tilvísun

ÞV. „Hvað er sólin með marga geisla?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7099.

ÞV. (2008, 22. febrúar). Hvað er sólin með marga geisla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7099

ÞV. „Hvað er sólin með marga geisla?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7099>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er sólin með marga geisla?
Sólin er lýsandi hnöttur úti í geimnum og geislar frá sér ljósi, varma og annarri orku nokkurn veginn jafnt í allar áttir. Ef við horfum bara á sólina "í því ljósi", það er að segja á þennan hátt, þá mundi okkur trúlega aldrei detta í hug að tala um "sólargeisla"!?

Þegar himinninn er heiðskír og sólin skín þá sjáum við yfirleitt ekki heldur neitt sem við mundum kalla geisla, svona úti við. Og þaðan af síður sjáum við geisla þegar veður er alskýjað og við sjáum hvorki í bláan himinn né sól.

En stundum kemur fyrir að himinninn er hálfskýjaður og skýjahulan er götótt. Þá skín sólin niður í gegnum götin og á jörðina og við sjáum jafnvel móta fyrir geislunum á leið þeirra til jarðar. Þetta köllum við sólstafi og höfum skrifað svar um þá hér á Vísindavefnum en auðvitað má líka tala um sólargeisla þegar við virðum þessa sjón fyrir okkur.

Einn sólargeisli (?)

Og þegar við erum inni við eða kringum hús þá sjáum við líka sólina oft skína gegnum glugga eða ýmiss konar op og ákveðinn flötur á gólfi eða vegg lýsist upp en flöturinn er að öðru leyti í skugga. Þá finnst okkur að sólargeisli komi inn um gluggann og falli á gólfið eða vegginn og það er sennilega við þessar aðstæður sem hugmyndin um sólargeisla hefur orðið til.

Af þessu leiðir að það er ekki sólin sjálf sem afmarkar eða skilgreinir sólargeislann eða fjölda sólargeislanna, heldur ræðst þetta af aðstæðum kringum okkur hverju sinni. Ef sólin skín og við erum í herbergi með tveimur óskiptum gluggum er líklega eðlilegt að tala um tvo sólargeisla þó að við gerum það samt ekki oft. En ef við viljum telja þá getum við kannski fengið út hvaða tölu sem er eftir því hvað við viljum taka marga glugga með í talninguna.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um sólina, til dæmis:

Hægt er að finna fleiri svör um sólin á Vísindavefnum með því að nota leitarvél vefsins.

Mynd: Luxagraf. Sótt 25. 02. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....