Í kjarna sólar er hitinn um 15.000.000°C og þrýstingurinn er 340 þúsund milljón sinnum meiri en við yfirborð sjávar hér á jörðinni. Við þessar aðstæður fara að gerast kjarnahvörf sem svo eru kölluð, nánar tiltekið kjarnasamruni (nuclear fusion). Hann leiðir til þess að fjórar róteindir eða vetniskjarnar sameinast og mynda eina alfa-eind eða helínkjarna. Helínkjarninn er um 0,7% massaminni en róteindirnar fjórar. Massamunurinn kemur fram í orku sem berst alla leið út að yfirborði sólarinnar með ýmiss konar varmaflutningi vegna hitamunar. Þar sleppur orkan út sem varmi og ljós sem við verðum öll vör við á hverjum degi.Sólin hefur ekkert eiginlegt yfirborð vegna þess að hún er gashnöttur. Það lag sem við sjáum köllum við yfirborð en þar er hitastigið mun lægra en í kjarnanum, aðeins um 5500°C. Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um sólina, til dæmis:
Af hverju er sólin heit?
Útgáfudagur
18.4.2005
Spyrjandi
Ársól Ólafsdóttir, f. 1995, Rebekka Jóhönnudóttir, f. 1997
Tilvísun
SHB. „Af hverju er sólin heit?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4896.
SHB. (2005, 18. apríl). Af hverju er sólin heit? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4896
SHB. „Af hverju er sólin heit?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4896>.