Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1062 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um vökvahólf líkamans?
Líkaminn er um 60% vatn og er oft talað um að vatnið sé í hólfum. Hér er í raun ekki um áþreifanleg hólf að ræða heldur er þessi skipting einungis til þæginda. Í grófum dráttum má skipta vökvahólfum í líkama spendýra, og þar með okkar mannanna, í tvö meginhólf sem hvort um sig skiptast í undirhólf. Annars veg...
Hvað er yfirborðsspenna?
Taktu málningarpensil, dýfðu honum í vatn og dragðu hann síðan upp aftur. Þá sérðu að hárin á honum loða saman; nú fyrst má draga með honum fínar línur. Sams konar fyrirbæri sést þegar maður með úfið hár bleytir það þannig að það klessist niður. Oft er sagt að hárin loði saman vegna þess að þau séu blaut. Ef h...
Er til einhver formúla fyrir því hversu mikið má kæla bjór áður en hann frýs?
Upphaflega spurningin var: Hversu mikið má kæla bjór áður en hann byrjar að frjósa? Er einhver formúla fyrir því (sem tekur tillit til hitastigs og vínanda)? Einfalda svarið er að bjór er að miklu leyti vatn (um 90-93%) og því hegðar hann sér að mestu eins og það. Við venjulegar aðstæður frýs vatn við 0°C og bjó...
Af hverju ganga bílar ekki fyrir vatni?
Spurningin er væntanlega sú, hvort vatn gæti komið í stað bensíns eða dísilolíu sem orkugjafi fyrir bíla? Svarið við því er einfaldlega nei. Eldsneyti sem notað er á bíla eru aðallega kolvetni (e. hydrocarbons). Þegar slíku eldsneyti er brennt, en bruni er hvarf við súrefni, endar allt kolefnið sem var í eldsn...
Af hverju mega hvorki loftbólur komast í æðar né vatn í lungun?
Þegar loft kemst í blóðið og fer á flakk með blóðrásinni kallast það blóðrek lofts (e. air embolism). Komist loft í blóðrásina, til dæmis við skurðaðgerðir eða slys, getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar. Dæmi um slys af þessu tagi er ef lungnavefurinn rofnar, til dæmis vegna áverka eftir hnífsstungu eða ...
Ef maður borðar hálft kíló af mat, þyngist maður þá um hálft kíló?
Nei, það gerir maður ekki. Í mat eru alls kyns efni sem við nýtum á mismunandi hátt án þess að þau auki endilega við líkamsþyngd okkar. Í öllum mat er vatn sem er okkur lífsnauðsynlegt. Það er sogað upp úr ristlinum út í blóðið að máltíð og meltingu lokinni. Við nýtum vatn sem hráefni í að búa til önnur efni fy...
Hver er skilgreiningin á stöðuvatni og getur Jökulsárlón talist vera stöðuvatn?
Eins og nafnið bendir til, mætti ætla að Jökulsárlón sé „lón“ fremur en „stöðuvatn“. Annað orðið útilokar þó ekki hitt því samkvæmt íslenskum jarðfræðibókum er þarna um jökullón að ræða sem er ein gerð stöðuvatna. Á ensku er talað um lake annars vegar og lagoon hins vegar. Skilgreiningar á þessu tvennu eru gja...
Er það rétt að ekkert rími við orðin tungl og vatn?
Orðin tungl og vatn eru vissulega erfið rímorð. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar (II:21-22) segir frá því að Kolbeinn Jöklaskáld og kölski hafi samið um að kveðast á og skyldu þeir sitja hvor hjá öðrum á Þúfubjargi. Fyrri hluta nætur átti kölski að yrkja fyrri partinn en Kolbeinn að botna en síðari hluta nætur orti ...
Eru jöklar á Mars eða eru ummerki um að þeir hafi kannski verið þar áður fyrr?
Á báðum pólsvæðum Mars eru miklar ísbreiður, aðallega úr vatnsís en þaktar þurrís á yfirborðinu. Norðurpóllinn á Mars er um 1000 km í þvermál á sumrin og allt að tveggja km þykkur. Suðurpóllinn er öllu smærri eða 350 km í þvermál og 3 km þykkur en inniheldur engu að síður nægt vatn til að þekja reikistjörnuna með ...
Hefur þyngdarkrafturinn verið mældur nákvæmlega á Íslandi?
Já, styrkur þyndarsviðsins hefur verið mældur mjög nákvæmlega á mörgum stöðum á Íslandi, með mælitækjum sem nefnast þyngdarmælar og eru nokkurs konar óstöðugir pendúlar. Fyrstu stóru syrpurnar af slíkum mælingum hérlendis voru gerðar upp úr 1950. Franskur vísindaleiðangur reið á vaðið en Trausti Einarsson próf...
Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa?
Flugeldar þróuðust í Kína fyrir um 1000 árum í framhaldi af því að púðrið var fundið upp. Flugeldur er nokkurs konar hylki eða rör úr pappír með púðri í. Púður var upphaflega gert úr viðarkolum, brennisteini og saltpétri. Viðarkolin og brennisteinninn verka sem eldsneyti við sprenginguna en saltpéturinn gefur blön...
Er til algild fegurð?
Fegurð hefur verið mjög umdeilt hugtak. Auðvitað er mismunandi hvað fólki finnst vera fallegt og hvað því finnst ljótt. En fegurðin er bara hugtak sem fer eftir tíðaranda samfélagsins. Skilgreining fegurðarinnar hefur líka breyst í aldanna rás. Ef til dæmis er horft á málverk sem voru gerð á barrokktímanum og...
Er mikil mjólkursýrumyndun slæm fyrir vöðva í uppbyggingu?
Fátt bendir til þess að mjólkursýra hafi með beinum hætti neikvæð áhrif á uppbyggingu vöðva þó ekki sé hægt að útiloka það alveg. Þegar mjólkursýrumyndun er hins vegar orðin mjög mikil í vöðvum, breytast oftast ýmsir aðrir þættir á sama tíma í líkamanum eins og til dæmis blóðstyrkur ýmissa hormóna. Þessar breyti...
Hvernig verðum við til?
Hér er einnig svarað öðrum spurningum um sama efni:Hvernig fer frjóvgun fram eftir að sæðið er komið inn í líkama konunnar?Geturðu lýst fyrir mér frjóvgunarferlinu?Hvernig á frjóvgun eggs sér stað í manninum?Hvað getið þið sagt mér um frjóvgun hjá manninum?Er það satt að ég hafi byrjaði sem fræ?Hægt er að miða við...
Hvað er flugvél lengi að fljúga kringum jörðina?
Þann 14. desember árið 1986 tókst flugvélin Voyager á loft í Kaliforníu í Bandaríkjunum í þeim tilgangi að fljúga umhverfis jörðina án millilendingar og án þess að taka eldsneyti á flugi. Voyager var sérsmíðuð fyrir þetta verkefni, drifin áfram af tveimur skrúfuhreyflum og höfð eins létt og mögulegt var. Í áhöfnin...