Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef maður borðar hálft kíló af mat, þyngist maður þá um hálft kíló?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Nei, það gerir maður ekki. Í mat eru alls kyns efni sem við nýtum á mismunandi hátt án þess að þau auki endilega við líkamsþyngd okkar.

Í öllum mat er vatn sem er okkur lífsnauðsynlegt. Það er sogað upp úr ristlinum út í blóðið að máltíð og meltingu lokinni. Við nýtum vatn sem hráefni í að búa til önnur efni fyrir líkamann og sem leysiefni við efnaferli líkamans. Líkami fullorðins, heilbrigðs manns er að meðaltali um 55-60% vatn, þótt breytileiki milli vefja sé mikill. Ennfremur er eðlisvarmi vatns mikill, sem þýðir að vatn stuðlar að því að halda hitastigi líkamans stöðugu. Það vatn sem við nýtum ekki beint í líkamanum losnar á endanum út úr líkamanum í þvagi.



Fólk þyngist ekki nákvæmlega um þann grammafjölda sem það lætur ofan í sig þar sem líkaminn nýtir mikið af efnum í starfsemi sína, vöxt og viðhald.

Orkuefni eru önnur efni í mat, og notum við þau sem eldsneyti sem við brennum í frumunum til að fá orku. Efnin í þessum flokki eru kolvetni, fita og prótín. Þau getum við ekki nýtt okkur fyrr en að lokinni meltingu í meltingarveginum. Orkan sem úr þessum efnum losnar er nýtt til vaxtar og viðhalds og hvers konar starfsemi sem líkaminn framkvæmir, til dæmis hreyfingar. Lokaafurðir bruna í frumunum er varmi, koltvíoxíð og vatn sem við öndum frá okkur. Orkuefni eða byggingareiningar þeirra eru einnig nýtt sem hráefni til myndunar annarra efna, til dæmis verða sumar amínósýrur prótína að vöðvum. Ef við fáum meira af orkuefnum í mat en við þurfum á að halda er þeim á endanum breytt í fitu sem er orkuforði sem hægt er að grípa til þegar harðnar í ári.

Vítamín og steinefni eru einnig til staðar í mat. Þau gegna ýmsum hlutverkum við efnaferli líkamans og sem byggingarefni en eru ekki nýtt sem eldsneyti. Sem dæmi má nefna að steinefnið kalk er mikilvægt sem byggingarefni í beinum og D-vítamín er nauðsynlegt til að við getum nýtt kalkið úr matnum.

Að lokum má nefna efni í mat sem við getum ekki melt. Hér er um svokölluð trefjaefni að ræða, en þau eru flókin kolvetni úr jurtaafurðum. Þótt við meltum þau ekki og þau fari óbreytt í gegnum meltingarveginn eru þau mjög mikilvæg sem burðarefni hægða. Það þýðir að þau flýta fyrir að ómelt og ómeltanleg efni og ristilgerlar losni úr líkamanum sem saur. Ef við fáum ekki nóg af trefjaefnum fáum við hægðatregðu og harðlífi sem getur ýtt undir ýmsa sjúkdóma.

Af þessu er vonandi ljóst að ekki verður allt sem við borðum að okkur sjálfum, þótt það sé rétt að vissu marki að maður sé það sem maður borðar. Við nýtum ekki mat 100% til uppbyggingar á líkama okkar, þótt nýtingin sé góð.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Tortora, Gerald J. og Derrickson, Bryan. Introduction to the Human Body – the essentials of anatomy and physiology 7. útgáfa, John Wiley & sons, Inc., U.S.A., 2007.
  • Mynd: Deadspin.com. Sótt 8.4.2010.

Höfundur

Útgáfudagur

8.4.2010

Spyrjandi

Bríet Einarsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Ef maður borðar hálft kíló af mat, þyngist maður þá um hálft kíló?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54897.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2010, 8. apríl). Ef maður borðar hálft kíló af mat, þyngist maður þá um hálft kíló? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54897

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Ef maður borðar hálft kíló af mat, þyngist maður þá um hálft kíló?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54897>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef maður borðar hálft kíló af mat, þyngist maður þá um hálft kíló?
Nei, það gerir maður ekki. Í mat eru alls kyns efni sem við nýtum á mismunandi hátt án þess að þau auki endilega við líkamsþyngd okkar.

Í öllum mat er vatn sem er okkur lífsnauðsynlegt. Það er sogað upp úr ristlinum út í blóðið að máltíð og meltingu lokinni. Við nýtum vatn sem hráefni í að búa til önnur efni fyrir líkamann og sem leysiefni við efnaferli líkamans. Líkami fullorðins, heilbrigðs manns er að meðaltali um 55-60% vatn, þótt breytileiki milli vefja sé mikill. Ennfremur er eðlisvarmi vatns mikill, sem þýðir að vatn stuðlar að því að halda hitastigi líkamans stöðugu. Það vatn sem við nýtum ekki beint í líkamanum losnar á endanum út úr líkamanum í þvagi.



Fólk þyngist ekki nákvæmlega um þann grammafjölda sem það lætur ofan í sig þar sem líkaminn nýtir mikið af efnum í starfsemi sína, vöxt og viðhald.

Orkuefni eru önnur efni í mat, og notum við þau sem eldsneyti sem við brennum í frumunum til að fá orku. Efnin í þessum flokki eru kolvetni, fita og prótín. Þau getum við ekki nýtt okkur fyrr en að lokinni meltingu í meltingarveginum. Orkan sem úr þessum efnum losnar er nýtt til vaxtar og viðhalds og hvers konar starfsemi sem líkaminn framkvæmir, til dæmis hreyfingar. Lokaafurðir bruna í frumunum er varmi, koltvíoxíð og vatn sem við öndum frá okkur. Orkuefni eða byggingareiningar þeirra eru einnig nýtt sem hráefni til myndunar annarra efna, til dæmis verða sumar amínósýrur prótína að vöðvum. Ef við fáum meira af orkuefnum í mat en við þurfum á að halda er þeim á endanum breytt í fitu sem er orkuforði sem hægt er að grípa til þegar harðnar í ári.

Vítamín og steinefni eru einnig til staðar í mat. Þau gegna ýmsum hlutverkum við efnaferli líkamans og sem byggingarefni en eru ekki nýtt sem eldsneyti. Sem dæmi má nefna að steinefnið kalk er mikilvægt sem byggingarefni í beinum og D-vítamín er nauðsynlegt til að við getum nýtt kalkið úr matnum.

Að lokum má nefna efni í mat sem við getum ekki melt. Hér er um svokölluð trefjaefni að ræða, en þau eru flókin kolvetni úr jurtaafurðum. Þótt við meltum þau ekki og þau fari óbreytt í gegnum meltingarveginn eru þau mjög mikilvæg sem burðarefni hægða. Það þýðir að þau flýta fyrir að ómelt og ómeltanleg efni og ristilgerlar losni úr líkamanum sem saur. Ef við fáum ekki nóg af trefjaefnum fáum við hægðatregðu og harðlífi sem getur ýtt undir ýmsa sjúkdóma.

Af þessu er vonandi ljóst að ekki verður allt sem við borðum að okkur sjálfum, þótt það sé rétt að vissu marki að maður sé það sem maður borðar. Við nýtum ekki mat 100% til uppbyggingar á líkama okkar, þótt nýtingin sé góð.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Tortora, Gerald J. og Derrickson, Bryan. Introduction to the Human Body – the essentials of anatomy and physiology 7. útgáfa, John Wiley & sons, Inc., U.S.A., 2007.
  • Mynd: Deadspin.com. Sótt 8.4.2010.
...