Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 721 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Af hverju skemmir sykur tennur?

Það eru sýrumyndandi sýklar sem skemma tennurnar í okkur. Sykur auðveldar vöxt sýklanna og þess vegna er meiri hætta á tannskemmdum ef við borðum mikinn sykur. Það hefur sitt að segja í hvaða formi sykurinn er og eins hversu oft við neytum hans. Sykur auðveldar vöxt sýkla.Sykur í karamellum loðir til dæmis len...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna lifa elgir ekki á Íslandi?

Ástæðan fyrir því að elgir lifa ekki á Íslandi er sú að þeir hafa ekki verið fluttir til landsins. Eina spendýrið sem var á Íslandi þegar landnámsmenn komu hingað fyrir rúmum 1.000 árum var refurinn. Önnur landspendýr hafa borist hingað með mönnum og á það jafnt við um húsdýr og dýr sem lifa villt í náttúrunn...

category-iconLögfræði

Erum við heima hjá okkur þegar við sitjum undir stýri?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Hver er skilgreiningin á einkabifreið? Hefur maður sömu réttindi þar eins og heima hjá sér (er maður „heima hjá sér" undir stýri)? Bifreið er skilgreind svo í 2. gr. umferðarlaga nr. 50/1987: a. Vélknúið ökutæki sem ekki telst torfærutæki og aðallega er ætlað til fólks- eða ...

category-iconSálfræði

Hverjar eru orsakir stams?

Allt frá tímum Aristótelesar hafa menn verið að velta fyrir sér orsökum stams. Nokkrar kenningar eru uppi án þess að að vitað sé nákvæmlega af hverju fólk stamar. Flestir fræðimenn eru á þeirri skoðun að orsakir stams séu taugafræðilegar, tengdar erfðum, og komi fram við ákveðnar aðstæður í umhverfinu. Þegar fó...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að deyja úr hræðslu?

Í stuttu máli er svarið; já það er hægt að deyja úr hræðslu. Hræðsla er eðlileg tilfinning og lýsir sér í líffræðilegum viðbrögðum við ytri aðstæðum. Eiríkur Örn Arnarson segir í svari sínu við spurningunni Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?Hræðsla er sértæk og tengist ákveðnum stað, aðstæðum, einstaklingi eð...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru líkþorn og hvað veldur þeim?

Sigg er húð sem orðið hefur þykk og hörð vegna núnings, þrýstings eða ertingar. Nánar tiltekið er hér um að ræða þykknun á hyrnislagi yfirhúðarinnar. Það myndast til að vernda vefi sem liggja dýpra í húðinni. Ef núningurinn er mikill myndast blaðra frekar en sigg. Sigg á fótum myndast oftast við miklar göngur eða ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er það mögulegt að Ísland verði einn daginn allt gróðri vaxið?

Margir þættir hafa áhrif á gróðurfarsskilyrði og þar með gróðurhulu á landinu. Þættir sem hafa neikvæð áhrif á gróðurfarsskilyrði eru meðal annars i) áföll af völdum eldgosa og jökulhlaupa; ii) slæm loftslagsskilyrði til fjalla auk þess sem úrkoma er sums staðar nokkuð takmarkandi; iii) sandur og sandfok á auðnum ...

category-iconHagfræði

Hvers vegna eru laun ekki verðtryggð?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvers vegna eru laun ekki verðtryggð? Lán eru verðtryggð! Verðtrygging launa hefur bæði kosti og galla en þó er óhætt að fullyrða að gallarnir vega það miklu þyngra að verðtrygging launa er fátíð. Þó eru dæmi um hana, bæði hérlendis og erlendis. Vinnumarkaðir eru svipaði...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Huntingtonssjúkdómur og hvernig lýsir hann sér?

Huntingtonssjúkdómur er ættgengur sjúkdómur þar sem heilafrumur hrörna smám saman. Honum var fyrst lýst 1872 af bandaríska lækninum George Huntington. Það sem veldur sjúkdómnum er ríkjandi galli á litningi númer fjögur. Þar er CAG-basaþrenndin endurtekin 36-120 sinnum í DNA-inu í staðinn fyrir 10-35 sinnum. Eftir ...

category-iconEfnafræði

Hvernig er álpappír búinn til?

Margir hafa eflaust tekið eftir því að önnur hlið álpappírs er mött en hin gljáandi. Skýringin á þessu felst í því hvernig álpappír er búinn til. Framleiðsla álpappírs hefst með vinnslu á risastórum álklumpi sem getur vegið meira en 20 tonn. Algengt er að klumpurinn sé 6 m á lengd, 1,8 m á breidd og 60 cm á þyk...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefur alkóhól á heila og líkama?

Alkóhól er í raun samheiti fyrir flokk lífrænna efna. Í daglegu tali er orðið alkóhól þó oftast notað um etanól eða vínanda sem er aðeins eitt þessara efna. Dæmi um önnur alkóhól eru metanól öðru nafni tré- eða iðnaðarspíritus og bútanól eða ísvari. Notkun alkóhóls hefur fylgt manninum í árþúsundir. Í dag e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða áhrif hafa skógareldarnir í Ástralíu á dýralíf?

Ástralíu mætti kalla heimsálfu öfganna. Þar geta þurrkar varað árum saman og skyndilega kemur langþráð rigningin. Dýrastofnar hafa aðlagast þessum öfgum og lifa alls staðar í álfunni, meira að segja í heitustu eyðimörkum þar sem ótrúlegt er að nokkurt dýr geti lifað. Þar sem Ástralía er sunnan við miðbaug jarðar þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Væri hægt að senda viðvörun um jarðskjálfta meðan bylgjurnar eru á leiðinni?

Ferðahraði jarðskjálftabylgju er afar misjafn eftir gerð jarðlaganna og er það einmitt notað í svokölluðum bylgjubrotsmælingum þegar verið er að kanna jarðlög. Þannig getur verið að hraði í efstu jarðlögum sé aðeins um 2 km/s en þegar komið er niður á svo sem 10-20 km dýpi sé hraðinn nær 6 km/s. Það er einmitt sá ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Verða kanínur grimmar eftir að þær eignast unga?

Kanínum er eðlislægt að verja hreiður sitt í náttúrunni. Þar er þeirra uppeldisaðferð að láta ungana sem mest í friði og halda þær sig helst í ákveðinni fjarlægð frá hreiðrinu, koma þar við einu sinni á sólarhring, að nóttu til og gefa ungunum af spena. Það tekur aðeins 3-4 mínútur og síðan hverfa kanínurnar aftur...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er q-hlutfall?

q-hlutfall eða q-Tobins er notað í fjármálum og hagfræði til að tákna hlutfallið á milli annars vegar markaðsvirðis fyrirtækja og hins vegar kostnaðar við að endurnýja öll framleiðslutæki þess. Ef markaðsvirði fyrirtækis er meira en það fé sem þyrfti til að byggja fyrirtækið upp með því að kaupa öll framleiðslutæk...

Fleiri niðurstöður