Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif hafa skógareldarnir í Ástralíu á dýralíf?

Rannveig Magnúsdóttir

Ástralíu mætti kalla heimsálfu öfganna. Þar geta þurrkar varað árum saman og skyndilega kemur langþráð rigningin. Dýrastofnar hafa aðlagast þessum öfgum og lifa alls staðar í álfunni, meira að segja í heitustu eyðimörkum þar sem ótrúlegt er að nokkurt dýr geti lifað. Þar sem Ástralía er sunnan við miðbaug jarðar þá er sumar þar þegar vetur ríkir á Íslandi. Vorið í Ástralíu hefst í september og stendur út nóvember og sumarmánuðir eru desember til febrúar.

Náttúrulegir eldar sem kvikna oft yfir sumarmánuðina (e. fire season) ná venjulega hámarki í lok janúar eða byrjun febrúar og hafa vistkerfi Ástralíu þróast með eldum í aldanna rás. Fræ sumra plöntutegunda spíra ekki án hita eða reyks frá eldinum og innlendu dýrin bregðast við staðbundnum eldum með því að finna sér skjól neðanjarðar eða færa sig aðeins á milli staða. Nýbrunnin svæði grænka tiltölulega fljótt eftir þessa litlu náttúrulegu elda og þá geta dýrin snúið aftur.

Náttúrulegir eldar sem kvikna oft yfir sumarmánuðina (e. fire season) ná venjulega hámarki í lok janúar eða byrjun febrúar og hafa vistkerfi Ástralíu þróast með eldum í aldanna rás.

Skógareldar verða að loftslagshamförum

Skógareldarnir sem hófust í september 2019 og geisa enn þegar þetta svar er skrifað, eru hins vegar allt annars eðlis en venjubundnir náttúrlegir skógareldar. Vorið 2019 var afar heitt og þurrt og skógareldarnir hófust miklu fyrr en vanalega. Heitasti dagur sem mælst hefur í Ástralíu var 18. desember 2019 þegar landsmeðalhiti náði 41,9°C. Desember 2019 var heitasti desember frá því mælingar hófust og árið 2019 var sömuleiðis heitasta og þurrasta ár frá upphafi mælinga.[1] Þessi fordæmalausi hiti og þurrkur gerði það að verkum að árlegir skógareldar breyttust í þær manngerðu loftslagshamfarir sem við verðum vitni að og engin fordæmi eru fyrir í sögu Ástralíu. Eldurinn breiðist enn hraðar út vegna óhagstæðra vinda og veðurkerfa[2] sem myndast vegna hita eldhafsins. Þurr þrumuveður og eldstormar hafa myndast og logandi hvirfilvindar hafa valdið miklum skaða. Þessar aðstæður valda því að eldarnir breiðast hratt út, erfitt er að slökkva þá og aðstæðurnar afar óútreiknanlegar.

Í byrjun janúar 2020 hefur svæði á stærð við Ísland brunnið. Allt útlit er fyrir að eldarnir muni halda áfram að brenna á næstu mánuðum en erfitt er að spá fyrir um hvað gerist. Eldarnir geisa um alla Ástralíu en svæðin sem verst hafa orðið fyrir barðinu á eldinum eru í fylkjunum New South Wales og Victoria. Stórborgirnar Sydney, Canberra og Melbourne eru í þessum fylkjum og samanlagt búa þarna 14,7 milljónir manna, eða tæplega 60% af áströlsku þjóðinni.

Dýra- og plöntulífið í Ástralíu er afar fjölbreytt og flestar lífverurnar eru einlendar, það er þær finnast bara þar. Margar lífverutegundir eru þess vegna í hættu vegna þessara loftslagshamfara. Áætlað er að yfir milljarður spendýra, fugla og skriðdýra hafi drepist í eldunum[3] þegar þessi orð eru skrifuð í byrjun janúar 2020. Lítið sem ekkert er vitað um skordýr, sveppi og plöntutegundir sem hafa eflaust einnig farið mjög illa í eldunum. Það er mikil hætta á að einhverjar dýrategundir hafa orðið aldauða því líklegt er að þau dýr sem brenna ekki í sjálfum eldinum takist á við sára hungursneyð eftir að eldarnir hafa slokknað. Á gríðarlega stórum svæðum er nú enga fæðu að finna og dýrin eiga sum hver erfitt með að færa sig langar vegalengdir. Þótt þeim tækist að fara inn á ný óbrunnin svæði gæti nýja búsvæðið verið óheppilegt og mikil samkeppni um fæðu og skjól. Ástralir hafa brugðið á það ráð að koma grænmeti, aðallega sætum kartöflum og gulrótum, inn á brunnin svæði til að reyna að bjarga dýrum frá hungursneyð og útdauða. [4]

Fram undan eru ár og áratugir af rannsóknum á afleiðingum eldanna og ráðast þarf í stórtækar vistheimtaraðgerðir (e. ecological restoration) til að endurheimta vistkerfi og tegundir. Hætta er einnig á að hamfaraeldar af þessari stærðargráðu gætu orðið árvisst vandamál og mikilvægt að aðgerðir gegn frekari loftslagshamförum hefjist strax, ekki bara í Ástralíu, heldur hjá öllum þjóðum.

Dýra- og plöntulífið í Ástralíu er afar fjölbreytt og flestar lífverurnar eru einlendar, það er þær finnast bara þar.

Áhrif elda á viðkvæma dýrastofna

Ágengar innfluttar tegundir eru sérstaklega mikil ógn fyrir áströlsku dýrin en þrjár þeirra spendýrategunda sem hafa valdið mestum skaða eru villikettir, kanínur og refir. Villikettirnir komu líklega fyrst með hollenskum skipum á sautjándu öld en evrópskir landnemar fluttu með sér kanínur og refi, sem minntu á heimahagana. Upp úr miðri nítjándu öld fóru þessar tegundir að dreifa sér og verða ágengar. Einnig fylgdu hvíta manninum fjölmargar aðrar tegundir. Frá árinu 1770 hafa meira en 2.800 tegundir plantna, 25 spendýrategundir, 20 fuglategundir, fjórar tegundir skriðdýra, ein froskategund (hin eitraða risakarta, Cane toad, Bufo marinus), 34 tegundir fiska, milli 100-400 sjávartegundir og óþekktur fjöldi tegunda hryggleysingja komist til Ástralíu, Margar þessara tegunda hafa orðið ágengar og valdið miklum skaða á áströlsku lífríki.[5]

Áströlsku dýrategundirnar urðu margar hverjar undir í samkeppni við kanínur og auðveld bráð fyrir refi og ketti. Frá landnámi Evrópubúa hafa að minnsta kosti 27 tegundir spendýra, 24 tegudir fugla og sjö froskategundir dáið út í Ástralíu, meðal annars vegna innfluttra tegunda og búsvæðaeyðingar. Stofnar margra ástralskra dýrategunda eru í hættu og finnast bara á örlitlum blettum þar sem þeim er haldið öruggum frá þessum innfluttu tegundum. Þegar umfangsmiklir skógareldar fara yfir slík verndarsvæði þá geta þessir viðkvæmu dýrastofnar átt það í hættu að deyja út. Flestir hafa heyrt um kóalabirni og rauðkengúrur sem eru einkennisdýr Ástralíu, en færri hafa heyrt um aðrar tegundir pokagrasbíta eða ránpokadýrin[6], pokagreifingja, pokamoldvörpur og aðrar sjaldgæfar dýrategundir sem geta horfið án þess að það uppgötvist strax.[7][8]

Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn stórum skógareldum

Maðurinn kom fyrst til Ástralíu fyrir um 65 þúsund árum á frumstæðum bátum frá Suðaustur-Asíu og frá þeim tíma hefur landslag Ástralíu tekið miklum breytingum. Frumbyggjar Ástralíu lærðu að lifa í þessu erfiða, heita landi og þekking þeirra á eldi og vistkerfum landsins er árþúsundagömul og getur gagnast í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn stórum skógareldum. Eldtækni þeirra kallast kaldur eða svalur bruni[9] (e. cool burn) en með því er átt við að lítil svæði eru brennd í einu við aðstæður þar sem engin hætta er á stórbruna. Þarna er tekið tillit til rigningar, vindáttar, árstíðar, hitastigs, nálægðar við ár og vötn ásamt virðingu og þekkingu á vistkerfinu. Þegar svæði hafa kerfisbundið verið brennd með þessum kalda bruna þá er minni eldsmatur fyrir stóra bruna.[10]

Frumbyggjar hafa varað við ástandinu í mörg ár og segja áströlsk stjórnvöld hafa brugðist landinu með aðgerðarleysi sínu og röngum aðferðum í forvörnum gegn stórum skógareldum.[11] Vísindafólk hefur í auknum mæli farið í samstarf með frumbyggjum í þessum málum til að læra hvernig best er að koma í veg fyrir stóra elda eins og nú geisa.

Eldtækni frumbyggja Ástralíu kallast kaldur eða svalur bruni (e. cool burn) en með því er átt við að lítil svæði eru brennd í einu við aðstæður þar sem engin hætta er á stórbruna.

Lengi hefur verið vitað að með auknum styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum er hætta á að tíðni og umfang skógarelda aukist og það getur valdið gífurlegum breytingum á landslaginu og sett viðkvæma stofna lífvera í enn meiri hættu. Vistfræðingar og loftslagssérfræðingar í Ástralíu hafa lengi varað við ástandinu en hafa því miður talað fyrir daufum eyrum. Stefna ástralskra stjórnvalda í umhverfismálum hefur verið mjög umdeild, meðal annars þegar kemur að aukinni kolaframleiðslu og litlum áhuga á að koma í veg fyrir og bregðast við loftslagshamförum.

Sporna verður gegn frekari loftslagshamförum með því að fylgja ráðleggingum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC)[12] um nauðsyn þess að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og fara í umfangsmikla endurheimt á vistkerfum jarðarinnar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir að áratugurinn 2021–2030 verði áratugur tileinkaður endurheimt vistkerfa (vistheimt, e. ecological restoration).[13] Hver sem er getur tekið þátt í þessum aðgerðum með því að tileinka sér vistvænan lífsstíl og kjósa sér leiðtoga sem setja loftslagsmálin í forgang. Einnig eru fjölmörg samtök og dýraathvörf sem sárvantar fjármagn til að bjarga þeim dýrum sem hafa lifað eldana af eða misst mömmu sína. Til dæmis má nefna WIRES (Wildlife Rescue)[14] sem starfa aðallega í New South Wales en aðstoða nú við björgun dýra í allri Ástralíu.

Frekari fróðleikur um kaldan bruna (e. cool burning):

Tilvísanir:
  1. ^ 2019 was Australia's hottest year on record – 1.5C above average temperature - The Guardian. (Sótt 16.01.2020).
  2. ^ Authorities warn Australian bushfires developing their own weather systems - Reuters. (Sótt 16.01.2020).
  3. ^ More than one billion animals killed in Australian bushfires - The University of Sidney. (Sótt 16.01.2020).
  4. ^ Massive food drop to help save endangered wallabies in fire-affected areas - The Sidney Morning Herald. (Sótt 16.01.2020).
  5. ^ Introduced Species: Friend or foe?- Australian Museum. Sótt (16.01.2020).
  6. ^ Ránpokadýr í Ástralíu – uppruni og örlög (2009). Rannveig Magnúsdóttir. Náttúrufræðingurinn. Bls: 139–146 3.–4. hefti 78.
  7. ^ 'Silent death': Australia's bushfires push countless species to extinction - The Guardian . (Sótt 16.01.2020).
  8. ^ A billion animals: some of the species most at risk from Australia's bushfire crisis - The Guardian. (Sótt 16.01.2020).
  9. ^ https://www.firesticks.org.au/ . (Sótt 16.01.2020).
  10. ^ How First Australians' ancient knowledge can help us survive the bushfires of the future - The Guardian. (Sótt 16.01.2020).
  11. ^ Indigenous leaders say Australia's bushfire crisis shows approach to land management failing - ABC . (Sótt 16.01.2020).
  12. ^ Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar - Wikipedia. (Sótt 16.01.2020).
  13. ^ Decade on Ecosystem Restoration - Sameinuðu Þjóðirnar. (Sótt 16.01.2020).
  14. ^ https://www.wires.org.au/. (Sótt 16.01.2020).

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

17.1.2020

Spyrjandi

Alexander og Hildur

Tilvísun

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvaða áhrif hafa skógareldarnir í Ástralíu á dýralíf?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78502.

Rannveig Magnúsdóttir. (2020, 17. janúar). Hvaða áhrif hafa skógareldarnir í Ástralíu á dýralíf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78502

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvaða áhrif hafa skógareldarnir í Ástralíu á dýralíf?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78502>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hafa skógareldarnir í Ástralíu á dýralíf?
Ástralíu mætti kalla heimsálfu öfganna. Þar geta þurrkar varað árum saman og skyndilega kemur langþráð rigningin. Dýrastofnar hafa aðlagast þessum öfgum og lifa alls staðar í álfunni, meira að segja í heitustu eyðimörkum þar sem ótrúlegt er að nokkurt dýr geti lifað. Þar sem Ástralía er sunnan við miðbaug jarðar þá er sumar þar þegar vetur ríkir á Íslandi. Vorið í Ástralíu hefst í september og stendur út nóvember og sumarmánuðir eru desember til febrúar.

Náttúrulegir eldar sem kvikna oft yfir sumarmánuðina (e. fire season) ná venjulega hámarki í lok janúar eða byrjun febrúar og hafa vistkerfi Ástralíu þróast með eldum í aldanna rás. Fræ sumra plöntutegunda spíra ekki án hita eða reyks frá eldinum og innlendu dýrin bregðast við staðbundnum eldum með því að finna sér skjól neðanjarðar eða færa sig aðeins á milli staða. Nýbrunnin svæði grænka tiltölulega fljótt eftir þessa litlu náttúrulegu elda og þá geta dýrin snúið aftur.

Náttúrulegir eldar sem kvikna oft yfir sumarmánuðina (e. fire season) ná venjulega hámarki í lok janúar eða byrjun febrúar og hafa vistkerfi Ástralíu þróast með eldum í aldanna rás.

Skógareldar verða að loftslagshamförum

Skógareldarnir sem hófust í september 2019 og geisa enn þegar þetta svar er skrifað, eru hins vegar allt annars eðlis en venjubundnir náttúrlegir skógareldar. Vorið 2019 var afar heitt og þurrt og skógareldarnir hófust miklu fyrr en vanalega. Heitasti dagur sem mælst hefur í Ástralíu var 18. desember 2019 þegar landsmeðalhiti náði 41,9°C. Desember 2019 var heitasti desember frá því mælingar hófust og árið 2019 var sömuleiðis heitasta og þurrasta ár frá upphafi mælinga.[1] Þessi fordæmalausi hiti og þurrkur gerði það að verkum að árlegir skógareldar breyttust í þær manngerðu loftslagshamfarir sem við verðum vitni að og engin fordæmi eru fyrir í sögu Ástralíu. Eldurinn breiðist enn hraðar út vegna óhagstæðra vinda og veðurkerfa[2] sem myndast vegna hita eldhafsins. Þurr þrumuveður og eldstormar hafa myndast og logandi hvirfilvindar hafa valdið miklum skaða. Þessar aðstæður valda því að eldarnir breiðast hratt út, erfitt er að slökkva þá og aðstæðurnar afar óútreiknanlegar.

Í byrjun janúar 2020 hefur svæði á stærð við Ísland brunnið. Allt útlit er fyrir að eldarnir muni halda áfram að brenna á næstu mánuðum en erfitt er að spá fyrir um hvað gerist. Eldarnir geisa um alla Ástralíu en svæðin sem verst hafa orðið fyrir barðinu á eldinum eru í fylkjunum New South Wales og Victoria. Stórborgirnar Sydney, Canberra og Melbourne eru í þessum fylkjum og samanlagt búa þarna 14,7 milljónir manna, eða tæplega 60% af áströlsku þjóðinni.

Dýra- og plöntulífið í Ástralíu er afar fjölbreytt og flestar lífverurnar eru einlendar, það er þær finnast bara þar. Margar lífverutegundir eru þess vegna í hættu vegna þessara loftslagshamfara. Áætlað er að yfir milljarður spendýra, fugla og skriðdýra hafi drepist í eldunum[3] þegar þessi orð eru skrifuð í byrjun janúar 2020. Lítið sem ekkert er vitað um skordýr, sveppi og plöntutegundir sem hafa eflaust einnig farið mjög illa í eldunum. Það er mikil hætta á að einhverjar dýrategundir hafa orðið aldauða því líklegt er að þau dýr sem brenna ekki í sjálfum eldinum takist á við sára hungursneyð eftir að eldarnir hafa slokknað. Á gríðarlega stórum svæðum er nú enga fæðu að finna og dýrin eiga sum hver erfitt með að færa sig langar vegalengdir. Þótt þeim tækist að fara inn á ný óbrunnin svæði gæti nýja búsvæðið verið óheppilegt og mikil samkeppni um fæðu og skjól. Ástralir hafa brugðið á það ráð að koma grænmeti, aðallega sætum kartöflum og gulrótum, inn á brunnin svæði til að reyna að bjarga dýrum frá hungursneyð og útdauða. [4]

Fram undan eru ár og áratugir af rannsóknum á afleiðingum eldanna og ráðast þarf í stórtækar vistheimtaraðgerðir (e. ecological restoration) til að endurheimta vistkerfi og tegundir. Hætta er einnig á að hamfaraeldar af þessari stærðargráðu gætu orðið árvisst vandamál og mikilvægt að aðgerðir gegn frekari loftslagshamförum hefjist strax, ekki bara í Ástralíu, heldur hjá öllum þjóðum.

Dýra- og plöntulífið í Ástralíu er afar fjölbreytt og flestar lífverurnar eru einlendar, það er þær finnast bara þar.

Áhrif elda á viðkvæma dýrastofna

Ágengar innfluttar tegundir eru sérstaklega mikil ógn fyrir áströlsku dýrin en þrjár þeirra spendýrategunda sem hafa valdið mestum skaða eru villikettir, kanínur og refir. Villikettirnir komu líklega fyrst með hollenskum skipum á sautjándu öld en evrópskir landnemar fluttu með sér kanínur og refi, sem minntu á heimahagana. Upp úr miðri nítjándu öld fóru þessar tegundir að dreifa sér og verða ágengar. Einnig fylgdu hvíta manninum fjölmargar aðrar tegundir. Frá árinu 1770 hafa meira en 2.800 tegundir plantna, 25 spendýrategundir, 20 fuglategundir, fjórar tegundir skriðdýra, ein froskategund (hin eitraða risakarta, Cane toad, Bufo marinus), 34 tegundir fiska, milli 100-400 sjávartegundir og óþekktur fjöldi tegunda hryggleysingja komist til Ástralíu, Margar þessara tegunda hafa orðið ágengar og valdið miklum skaða á áströlsku lífríki.[5]

Áströlsku dýrategundirnar urðu margar hverjar undir í samkeppni við kanínur og auðveld bráð fyrir refi og ketti. Frá landnámi Evrópubúa hafa að minnsta kosti 27 tegundir spendýra, 24 tegudir fugla og sjö froskategundir dáið út í Ástralíu, meðal annars vegna innfluttra tegunda og búsvæðaeyðingar. Stofnar margra ástralskra dýrategunda eru í hættu og finnast bara á örlitlum blettum þar sem þeim er haldið öruggum frá þessum innfluttu tegundum. Þegar umfangsmiklir skógareldar fara yfir slík verndarsvæði þá geta þessir viðkvæmu dýrastofnar átt það í hættu að deyja út. Flestir hafa heyrt um kóalabirni og rauðkengúrur sem eru einkennisdýr Ástralíu, en færri hafa heyrt um aðrar tegundir pokagrasbíta eða ránpokadýrin[6], pokagreifingja, pokamoldvörpur og aðrar sjaldgæfar dýrategundir sem geta horfið án þess að það uppgötvist strax.[7][8]

Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn stórum skógareldum

Maðurinn kom fyrst til Ástralíu fyrir um 65 þúsund árum á frumstæðum bátum frá Suðaustur-Asíu og frá þeim tíma hefur landslag Ástralíu tekið miklum breytingum. Frumbyggjar Ástralíu lærðu að lifa í þessu erfiða, heita landi og þekking þeirra á eldi og vistkerfum landsins er árþúsundagömul og getur gagnast í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn stórum skógareldum. Eldtækni þeirra kallast kaldur eða svalur bruni[9] (e. cool burn) en með því er átt við að lítil svæði eru brennd í einu við aðstæður þar sem engin hætta er á stórbruna. Þarna er tekið tillit til rigningar, vindáttar, árstíðar, hitastigs, nálægðar við ár og vötn ásamt virðingu og þekkingu á vistkerfinu. Þegar svæði hafa kerfisbundið verið brennd með þessum kalda bruna þá er minni eldsmatur fyrir stóra bruna.[10]

Frumbyggjar hafa varað við ástandinu í mörg ár og segja áströlsk stjórnvöld hafa brugðist landinu með aðgerðarleysi sínu og röngum aðferðum í forvörnum gegn stórum skógareldum.[11] Vísindafólk hefur í auknum mæli farið í samstarf með frumbyggjum í þessum málum til að læra hvernig best er að koma í veg fyrir stóra elda eins og nú geisa.

Eldtækni frumbyggja Ástralíu kallast kaldur eða svalur bruni (e. cool burn) en með því er átt við að lítil svæði eru brennd í einu við aðstæður þar sem engin hætta er á stórbruna.

Lengi hefur verið vitað að með auknum styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum er hætta á að tíðni og umfang skógarelda aukist og það getur valdið gífurlegum breytingum á landslaginu og sett viðkvæma stofna lífvera í enn meiri hættu. Vistfræðingar og loftslagssérfræðingar í Ástralíu hafa lengi varað við ástandinu en hafa því miður talað fyrir daufum eyrum. Stefna ástralskra stjórnvalda í umhverfismálum hefur verið mjög umdeild, meðal annars þegar kemur að aukinni kolaframleiðslu og litlum áhuga á að koma í veg fyrir og bregðast við loftslagshamförum.

Sporna verður gegn frekari loftslagshamförum með því að fylgja ráðleggingum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC)[12] um nauðsyn þess að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og fara í umfangsmikla endurheimt á vistkerfum jarðarinnar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir að áratugurinn 2021–2030 verði áratugur tileinkaður endurheimt vistkerfa (vistheimt, e. ecological restoration).[13] Hver sem er getur tekið þátt í þessum aðgerðum með því að tileinka sér vistvænan lífsstíl og kjósa sér leiðtoga sem setja loftslagsmálin í forgang. Einnig eru fjölmörg samtök og dýraathvörf sem sárvantar fjármagn til að bjarga þeim dýrum sem hafa lifað eldana af eða misst mömmu sína. Til dæmis má nefna WIRES (Wildlife Rescue)[14] sem starfa aðallega í New South Wales en aðstoða nú við björgun dýra í allri Ástralíu.

Frekari fróðleikur um kaldan bruna (e. cool burning):

Tilvísanir:
  1. ^ 2019 was Australia's hottest year on record – 1.5C above average temperature - The Guardian. (Sótt 16.01.2020).
  2. ^ Authorities warn Australian bushfires developing their own weather systems - Reuters. (Sótt 16.01.2020).
  3. ^ More than one billion animals killed in Australian bushfires - The University of Sidney. (Sótt 16.01.2020).
  4. ^ Massive food drop to help save endangered wallabies in fire-affected areas - The Sidney Morning Herald. (Sótt 16.01.2020).
  5. ^ Introduced Species: Friend or foe?- Australian Museum. Sótt (16.01.2020).
  6. ^ Ránpokadýr í Ástralíu – uppruni og örlög (2009). Rannveig Magnúsdóttir. Náttúrufræðingurinn. Bls: 139–146 3.–4. hefti 78.
  7. ^ 'Silent death': Australia's bushfires push countless species to extinction - The Guardian . (Sótt 16.01.2020).
  8. ^ A billion animals: some of the species most at risk from Australia's bushfire crisis - The Guardian. (Sótt 16.01.2020).
  9. ^ https://www.firesticks.org.au/ . (Sótt 16.01.2020).
  10. ^ How First Australians' ancient knowledge can help us survive the bushfires of the future - The Guardian. (Sótt 16.01.2020).
  11. ^ Indigenous leaders say Australia's bushfire crisis shows approach to land management failing - ABC . (Sótt 16.01.2020).
  12. ^ Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar - Wikipedia. (Sótt 16.01.2020).
  13. ^ Decade on Ecosystem Restoration - Sameinuðu Þjóðirnar. (Sótt 16.01.2020).
  14. ^ https://www.wires.org.au/. (Sótt 16.01.2020).

Myndir:

...