Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er álpappír búinn til?

Emelía Eiríksdóttir

Margir hafa eflaust tekið eftir því að önnur hlið álpappírs er mött en hin gljáandi. Skýringin á þessu felst í því hvernig álpappír er búinn til.

Framleiðsla álpappírs hefst með vinnslu á risastórum álklumpi sem getur vegið meira en 20 tonn. Algengt er að klumpurinn sé 6 m á lengd, 1,8 m á breidd og 60 cm á þykkt. Fyrst er þunnt lag skafið utan af álklumpnum til að slétta yfirborðið og fjarlægja óhreinindi. Hann er þvínæst hitaður upp að 525°C og pressaður milli tveggja stálvalsa (stálkefla, e. steel rollers) en hitinn mýkir álið svo auðveldara er að pressa það. Við pressunina myndast mikill hiti og er hætta á að álið festist við heitu valsana og því þarf að kæla þá með blöndu af 95% vatni og 5% olíu. Kælivökvinn er síaður og endurnýttur í frekari kælingu. Álklumpnum er rennt nokkrum sinnum í gegnum sömu stálvalsana og bilið milli þeirra er minnkað í hvert sinn svo klumpurinn fletjist út.

Útflött álplata á leið í enn eina pressunina.

Þegar ákveðinni þykkt er náð er álplötunni vanalega rennt í gegnum nokkra stálvalsa í röð þar sem raufin milli valsanna fer sífellt minnkandi. Álplatan er þannig heitpressuð þar til hún er orðin nógu þunn til að hægt sé að rúlla henni upp á kefli. Yfirleitt er þykkt plötunnar á þessu stigi minni en 12 mm. Þvermál álrúllunnar getur verið allt að 2,3 m.

Á þessu stigi eða síðar í ferlinu er álið oftast hitað og kælt til að endurkristalla það. Þetta er gert til að minnka spennu álsins og auka sveigjanleika þess. Næst er álrúllan færð yfir í frekari pressun milli tveggja kaldari stálvalsa. Þetta er í raun sams konar ferli og í heitpressuninni nema álið er við herbergishita þegar það er kemur að völsunum. Pressunin veldur því að álið hitnar upp undir 80°C. Álplatan er þannig pressuð milli tveggja valsa eða röð af völsum með minnkandi rauf.

Pressunarferlið: 1) Álklumpurinn hitaður fyrir pressun. 2) Álklumpurinn heitpressaður milli tveggja valsa. 3) Frekari heitpressun álplötunnar milli nokkurra valsa þar sem raufin milli stálvalsanna fer sífellt minnkandi. 4) Álplötunni rúllað upp á kefli áður en farið er með hana í kaldpressun.

Í seinustu skrefunum er álfilman orðin afar þunn og hætta er á að hún rifni vegna spennunnar sem pressuninni fylgir, þess vegna er brugðið á það ráð að renna tveimur lögum af álfilmu saman í gegnum valsana. Í þessu ferli snúa tvær hliðar álfilmanna að fínpússuðum völsum og verða þær sléttar vegna slétts yfirborðs valsanna; þessar hliðar fá gljáandi yfirborð.

Hinar hliðar álfilmanna snúa saman og verða aðeins grófari fyrir vikið; þær fá matta áferð. Þegar réttri þykkt hefur verið náð, oft um 0,05 mm og allt niður í 0,025 mm, er sneytt af endum álfilmunnar til að jafna þá og koma í veg fyrir að álfilman rifni. Að endingu er rúllan með álfilmunni skorin í viðeigandi breidd og álfilmunni pakkað til neytenda.

Myndband sem sýnir hvernig álpappír er framleiddur. Hér er byrjað með 7,5 tonna álklump sem er 4,4 m á lengd, 1,4 m á breidd og 45 cm á þykkt. Úr verður álpappír sem er 12,7 km á lengd.

Myndir:

Spurningu Kristínar, Eiðs og Stefáns er hér svarað að hluta.

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.4.2018

Spyrjandi

Kristín Ólafsdóttir, Eiður Eiðsson, Stefán Ríkharðsson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvernig er álpappír búinn til?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75564.

Emelía Eiríksdóttir. (2018, 11. apríl). Hvernig er álpappír búinn til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75564

Emelía Eiríksdóttir. „Hvernig er álpappír búinn til?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75564>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er álpappír búinn til?

Margir hafa eflaust tekið eftir því að önnur hlið álpappírs er mött en hin gljáandi. Skýringin á þessu felst í því hvernig álpappír er búinn til.

Framleiðsla álpappírs hefst með vinnslu á risastórum álklumpi sem getur vegið meira en 20 tonn. Algengt er að klumpurinn sé 6 m á lengd, 1,8 m á breidd og 60 cm á þykkt. Fyrst er þunnt lag skafið utan af álklumpnum til að slétta yfirborðið og fjarlægja óhreinindi. Hann er þvínæst hitaður upp að 525°C og pressaður milli tveggja stálvalsa (stálkefla, e. steel rollers) en hitinn mýkir álið svo auðveldara er að pressa það. Við pressunina myndast mikill hiti og er hætta á að álið festist við heitu valsana og því þarf að kæla þá með blöndu af 95% vatni og 5% olíu. Kælivökvinn er síaður og endurnýttur í frekari kælingu. Álklumpnum er rennt nokkrum sinnum í gegnum sömu stálvalsana og bilið milli þeirra er minnkað í hvert sinn svo klumpurinn fletjist út.

Útflött álplata á leið í enn eina pressunina.

Þegar ákveðinni þykkt er náð er álplötunni vanalega rennt í gegnum nokkra stálvalsa í röð þar sem raufin milli valsanna fer sífellt minnkandi. Álplatan er þannig heitpressuð þar til hún er orðin nógu þunn til að hægt sé að rúlla henni upp á kefli. Yfirleitt er þykkt plötunnar á þessu stigi minni en 12 mm. Þvermál álrúllunnar getur verið allt að 2,3 m.

Á þessu stigi eða síðar í ferlinu er álið oftast hitað og kælt til að endurkristalla það. Þetta er gert til að minnka spennu álsins og auka sveigjanleika þess. Næst er álrúllan færð yfir í frekari pressun milli tveggja kaldari stálvalsa. Þetta er í raun sams konar ferli og í heitpressuninni nema álið er við herbergishita þegar það er kemur að völsunum. Pressunin veldur því að álið hitnar upp undir 80°C. Álplatan er þannig pressuð milli tveggja valsa eða röð af völsum með minnkandi rauf.

Pressunarferlið: 1) Álklumpurinn hitaður fyrir pressun. 2) Álklumpurinn heitpressaður milli tveggja valsa. 3) Frekari heitpressun álplötunnar milli nokkurra valsa þar sem raufin milli stálvalsanna fer sífellt minnkandi. 4) Álplötunni rúllað upp á kefli áður en farið er með hana í kaldpressun.

Í seinustu skrefunum er álfilman orðin afar þunn og hætta er á að hún rifni vegna spennunnar sem pressuninni fylgir, þess vegna er brugðið á það ráð að renna tveimur lögum af álfilmu saman í gegnum valsana. Í þessu ferli snúa tvær hliðar álfilmanna að fínpússuðum völsum og verða þær sléttar vegna slétts yfirborðs valsanna; þessar hliðar fá gljáandi yfirborð.

Hinar hliðar álfilmanna snúa saman og verða aðeins grófari fyrir vikið; þær fá matta áferð. Þegar réttri þykkt hefur verið náð, oft um 0,05 mm og allt niður í 0,025 mm, er sneytt af endum álfilmunnar til að jafna þá og koma í veg fyrir að álfilman rifni. Að endingu er rúllan með álfilmunni skorin í viðeigandi breidd og álfilmunni pakkað til neytenda.

Myndband sem sýnir hvernig álpappír er framleiddur. Hér er byrjað með 7,5 tonna álklump sem er 4,4 m á lengd, 1,4 m á breidd og 45 cm á þykkt. Úr verður álpappír sem er 12,7 km á lengd.

Myndir:

Spurningu Kristínar, Eiðs og Stefáns er hér svarað að hluta.

...