Hvers vegna eru laun ekki verðtryggð? Lán eru verðtryggð!Verðtrygging launa hefur bæði kosti og galla en þó er óhætt að fullyrða að gallarnir vega það miklu þyngra að verðtrygging launa er fátíð. Þó eru dæmi um hana, bæði hérlendis og erlendis. Vinnumarkaðir eru svipaðir öðrum mörkuðum að því leyti að þar ræðst verð þeirrar þjónustu, það er vinnu, sem til sölu er í grundvallaratriðum af framboði og eftirspurn. Vinnumarkaðir hafa þó ýmis sérkenni, meðal annars er afar fátítt að launataxtar beinlínis lækki. Á máli hagfræðinnar er þessu stundum lýst þannig að nafnlaun séu tregbreytanleg niður á við. Hins vegar kemur oft fyrir að kaupmáttur launa eða raunlaun lækki um lengri eða skemmri tíma. Það gerist þá vegna þess að verðlag hækkar meira en laun. Væru laun verðtryggð gæti það ekki gerst. Það er auðvitað að ýmsu leyti eftirsóknarvert að kaupmáttur launa lækki aldrei en því geta þó fylgt ýmsar hættur. Ein afleiðing þessa gæti hæglega orðið veruleg aukning á atvinnuleysi. Ef eftirspurn eftir starfskröftum fólks minnkar, til dæmis vegna mikils samdráttar í mikilvægum atvinnugreinum, er eðlilegt að kaupmáttur launa lækki aðeins. Það spornar gegn of miklum samdrætti eftirspurnar eftir starfsfólki og vinnur þannig gegn auknu atvinnuleysi. Almennt er talið betra að vinnumarkaður sé sveigjanlegur að þessu leyti og það gerir verðtryggingu launa óæskilega. Flestum þætti líklega betra að sætta sig við smálækkun á kaupmætti launa en að verða atvinnulaus og þurfa jafnvel að bíða þess lengi að finna aftur vinnu.

Það er auðvitað að ýmsu leyti eftirsóknarvert að kaupmáttur launa lækki aldrei en því geta þó fylgt ýmsar hættur. Ein afleiðing þessa gæti hæglega orðið veruleg aukning á atvinnuleysi. Önnur hætta við verðtryggingu launa er að af stað fari eins konar spírall víxlhækkana verðlags og launa.
- Basic income - Wikipedia. (Sótt 22.11.2016).