Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Skipta launahækkanir höfuðmáli í þróun verðbólgu og þá hvers vegna?

Gylfi Magnússon

Laun eru ein af þeim stærðum sem mestu skipta fyrir efnahagslífið. Þau eru helsti kostnaðarliðurinn í flestum atvinnurekstri og jafnframt helsta uppspretta tekna hjá flestum. Þegar samið er um hækkun launa hækkar kostnaður atvinnurekenda og tekjur launþega. Hvort tveggja getur ýtt undir verðhækkanir. Framleiðendur bregðast alla jafna við auknum kostnaði með því að hækka verð á vörum sínum. Fleiri krónur í buddum launþega þýða aukna kaupgetu þeirra og það ýtir einnig undir verðhækkanir.

Það er furðugóð þumalputtaregla, hvort heldur litið er til Íslands eða annarra landa, að um þrjár krónur af hverjum fjórum sem efnahagslífið skapar renni til launþega sem umbun fyrir vinnuframlag þeirra. Afgangurinn rennur til eigenda fjármagns og fyrirtækja. Hið opinbera tekur svo sitt en það er annað mál.

Það að svo stór hluti þjóðartekna rennur til launþega þýðir jafnframt að lítið svigrúm er til að auka greiðslur til þeirra nema það sem er til skiptanna vaxi. Að vísu er hugsanlegt að launþegar reyni að knýja fram hærra hlutfall sér til handa en því eru takmörk sett hve langt er hægt að ganga í þá átt.

Sem betur fer fara afköst starfsmanna vaxandi í mörgum atvinnugreinum. Hægt er að framleiða meira með jafnmörgum starfsmönnum og áður eða jafnmikið og áður með færri starfsmönnum. Skýringar þessa eru vel þekktar, þættir eins og bætt verktækni, betri þjálfun starfsmanna og aukin vélvæðing auka afköst hvers starfsmanns eða það sem stundum er kallað framleiðni vinnuafls.

Þegar til lengri tíma er litið er svigrúm til að hækka laun að jafnaði um það bil jafnhratt og slík framleiðni eykst. Hækki laun hraðar en þetta í krónum talið verður eitthvað undan að láta. Áhrifin eru margvísleg, meðal annars, á gengi, viðskiptajöfnuð og atvinnuleysi, en sérstaklega er líklegt, raunar nánast óhjákvæmilegt, að verðlag hækki. Við því er að búast að verðlag hækki þegar til langs tíma er litið nokkurn veginn nógu mikið til að vega upp muninn á hækkun launa í krónum talið annars vegar og aukningu framleiðni hins vegar.

Hagfræðingar gera oft greinarmun á launum í krónum talið, kalla það nafnlaun, og kaupmætti launa, kalla það raunlaun. Breytingar á kaupmætti launa eða raunlaunum eru þá breytingar á nafnlaunum að frádregnum áhrifum verðlagsbreytinga. Þegar til lengri tíma er litið er eðlilegt að gera ráð fyrir að raunlaun hækki nokkurn veginn í takt við framleiðni.

Þetta breytir því þó ekki að laun einstakra hópa geta vaxið hraðar en meðaltalið og annarra hægar. Því er að nokkru leyti réttara að skoða kjarabaráttu launþega sem baráttu um skiptingu launatekna milli hópa en sem baráttu um skiptingu þjóðarkökunnar á milli launþega og annarra.

Einnig er rétt að hafa í huga að það er hreint ekki alltaf ljóst hvort kemur á undan, hækkun verðlags eða hækkun launa. Það er eiginlega spurningin um það hvort komi á undan, hænan eða eggið. Hækki verðlag af einhverjum ástæðum lækkar kaupmáttur launa og við því að búast að launþegar krefjist hærri launa. Gangi það eftir er við því að búast að verðlag hækki enn og þannig koll af kolli. Úr þessu getur orðið vítahringur eins og Íslendingar kynntust svo vel á verðbólguárunum.

Þessi mynd sem hér er dregin upp er talsvert einfölduð, en samhengið milli stærða eins og launabreytinga, peningamagns, verðlags, atvinnuleysis, viðskiptajöfnuðar og gengis er eitt af helstu rannsóknarefnum hagfræðinga og hægt væri að fjalla um það í löngu máli.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • AskMen.com. © Credit: iStockPhoto.com. Sótt 23.8.2010.

Upphaflega spurningin var sem hér segir:
Hve mikið er hæft í því sem haldið er að verkafólki, að launahækkanir skipti höfuðmáli í þróun verðbólgu, og hvers vegna?

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

14.2.2000

Spyrjandi

Arnar Sigurðsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Skipta launahækkanir höfuðmáli í þróun verðbólgu og þá hvers vegna?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=96.

Gylfi Magnússon. (2000, 14. febrúar). Skipta launahækkanir höfuðmáli í þróun verðbólgu og þá hvers vegna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=96

Gylfi Magnússon. „Skipta launahækkanir höfuðmáli í þróun verðbólgu og þá hvers vegna?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=96>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Skipta launahækkanir höfuðmáli í þróun verðbólgu og þá hvers vegna?
Laun eru ein af þeim stærðum sem mestu skipta fyrir efnahagslífið. Þau eru helsti kostnaðarliðurinn í flestum atvinnurekstri og jafnframt helsta uppspretta tekna hjá flestum. Þegar samið er um hækkun launa hækkar kostnaður atvinnurekenda og tekjur launþega. Hvort tveggja getur ýtt undir verðhækkanir. Framleiðendur bregðast alla jafna við auknum kostnaði með því að hækka verð á vörum sínum. Fleiri krónur í buddum launþega þýða aukna kaupgetu þeirra og það ýtir einnig undir verðhækkanir.

Það er furðugóð þumalputtaregla, hvort heldur litið er til Íslands eða annarra landa, að um þrjár krónur af hverjum fjórum sem efnahagslífið skapar renni til launþega sem umbun fyrir vinnuframlag þeirra. Afgangurinn rennur til eigenda fjármagns og fyrirtækja. Hið opinbera tekur svo sitt en það er annað mál.

Það að svo stór hluti þjóðartekna rennur til launþega þýðir jafnframt að lítið svigrúm er til að auka greiðslur til þeirra nema það sem er til skiptanna vaxi. Að vísu er hugsanlegt að launþegar reyni að knýja fram hærra hlutfall sér til handa en því eru takmörk sett hve langt er hægt að ganga í þá átt.

Sem betur fer fara afköst starfsmanna vaxandi í mörgum atvinnugreinum. Hægt er að framleiða meira með jafnmörgum starfsmönnum og áður eða jafnmikið og áður með færri starfsmönnum. Skýringar þessa eru vel þekktar, þættir eins og bætt verktækni, betri þjálfun starfsmanna og aukin vélvæðing auka afköst hvers starfsmanns eða það sem stundum er kallað framleiðni vinnuafls.

Þegar til lengri tíma er litið er svigrúm til að hækka laun að jafnaði um það bil jafnhratt og slík framleiðni eykst. Hækki laun hraðar en þetta í krónum talið verður eitthvað undan að láta. Áhrifin eru margvísleg, meðal annars, á gengi, viðskiptajöfnuð og atvinnuleysi, en sérstaklega er líklegt, raunar nánast óhjákvæmilegt, að verðlag hækki. Við því er að búast að verðlag hækki þegar til langs tíma er litið nokkurn veginn nógu mikið til að vega upp muninn á hækkun launa í krónum talið annars vegar og aukningu framleiðni hins vegar.

Hagfræðingar gera oft greinarmun á launum í krónum talið, kalla það nafnlaun, og kaupmætti launa, kalla það raunlaun. Breytingar á kaupmætti launa eða raunlaunum eru þá breytingar á nafnlaunum að frádregnum áhrifum verðlagsbreytinga. Þegar til lengri tíma er litið er eðlilegt að gera ráð fyrir að raunlaun hækki nokkurn veginn í takt við framleiðni.

Þetta breytir því þó ekki að laun einstakra hópa geta vaxið hraðar en meðaltalið og annarra hægar. Því er að nokkru leyti réttara að skoða kjarabaráttu launþega sem baráttu um skiptingu launatekna milli hópa en sem baráttu um skiptingu þjóðarkökunnar á milli launþega og annarra.

Einnig er rétt að hafa í huga að það er hreint ekki alltaf ljóst hvort kemur á undan, hækkun verðlags eða hækkun launa. Það er eiginlega spurningin um það hvort komi á undan, hænan eða eggið. Hækki verðlag af einhverjum ástæðum lækkar kaupmáttur launa og við því að búast að launþegar krefjist hærri launa. Gangi það eftir er við því að búast að verðlag hækki enn og þannig koll af kolli. Úr þessu getur orðið vítahringur eins og Íslendingar kynntust svo vel á verðbólguárunum.

Þessi mynd sem hér er dregin upp er talsvert einfölduð, en samhengið milli stærða eins og launabreytinga, peningamagns, verðlags, atvinnuleysis, viðskiptajöfnuðar og gengis er eitt af helstu rannsóknarefnum hagfræðinga og hægt væri að fjalla um það í löngu máli.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • AskMen.com. © Credit: iStockPhoto.com. Sótt 23.8.2010.

Upphaflega spurningin var sem hér segir:
Hve mikið er hæft í því sem haldið er að verkafólki, að launahækkanir skipti höfuðmáli í þróun verðbólgu, og hvers vegna?
...