Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að deyja úr hræðslu?

Margrét Björk Sigurðardóttir

Í stuttu máli er svarið; já það er hægt að deyja úr hræðslu.

Hræðsla er eðlileg tilfinning og lýsir sér í líffræðilegum viðbrögðum við ytri aðstæðum. Eiríkur Örn Arnarson segir í svari sínu við spurningunni Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?
Hræðsla er sértæk og tengist ákveðnum stað, aðstæðum, einstaklingi eða atferli. Hræðsla er eðlilegt viðbragð við yfirvofandi hættu eða ógnun og þarf ekki að hamla athafnafrelsi. Hræðsla er mjög algeng hjá konum sem körlum. Hún er einnig algeng meðal barna og hverfur [oft] með tímanum.
Þegar fólk verður óttaslegið fara ákveðin líffræðileg ferli af stað í líkamanum sem oft eru kölluð "flótta- eða árásarviðbragð" eða "fight or flight response". Líkaminn seytir þá hormónunum adrenalín, noradrenalín og kortisól sem koma líkamanum í viðbragðsstöðu og búa hann undir átök.

Þessi hormón hafa áhrif á efnaskipti líkamans með því að losa næringarefni úr vöðvum og hækka þannig blóðsykurinn. Þau örva einnig hjartsláttinn og víkka æðar sem liggja til vöðva, hjarta, lungna og heila. Á sama tíma valda þau samdrætti í æðum til innyfla og húðar til að draga úr blóðflæði til þeirra. Þetta hækkar blóðþrýstinginn og eykur blóðflæði til líkamshluta sem eru mikilvægir fyrir átaksviðbrögðin. Öndun verður jafnframt hraðari, loftvegurinn víkkar og það dregur úr starfsemi ónæmiskerfisins.

Noradrenalín hefur einnig áhrif á heilasvæði sem stýra hvatvísi og einbeitingu. Nánar má lesa um adrenalín og áhrif þess í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er adrenalín og hvernig er það myndað í líkamanum? og um kortisól í svari hennar við spurningunni Getur ofgnótt streituhormónsins kortisól valdið svefnleysi?

Það er því ljóst að hræðsluviðbrögð valda talsverðu álagi á líkamann. Þetta getur verið mjög hættulegt fyrir fólk sem þjáist af háþrýstingi eða hjartasjúkdómum. Verði slíkir einstaklingar mjög hræddir getur álagið á hjarta- og æðakerfið valdið hjartaáfalli eða heilablóðfalli.



Köngulær geta valdið miklu hugarangri og eru margir haldnir köngulóarfælni (Arachnophobia). Fólk sem þjáist af slíkri fælni er dauðhrætt við köngulær og fer líkami þeirra í "flótta- eða árásarviðbragð" þegar það sér eina slíka.

Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að langvarandi hræðslu- eða álagsástand getur haft mjög neikvæð áhrif á heilsuna. Þar felst mesta hættan í hjarta- og æðasjúkdómum sem fylgja auknum blóðþrýstingi og hærri blóðsykri. Einnig gerir bæling ónæmiskerfisins fólk næmara fyrir hinum ýmsu sjúkdómum, aukin hætta er á að fram komi astmi og aðrir kvillar í öndunarfærum auk meltingarfærasjúkdóma eins og magasár og ristilkrampi. Þá getur langvarandi hræðsluástand einnig valdið skemmdum á vöðvavef, hömlun á vexti, ófrjósemi og einnig er aukin hætta á að fá sykursýki.

Hræðsla er viðbragðsástand sem líkaminn fer í til að geta brugðist við hættulegum aðstæðum. Hræðslan fær fólk til að hlaupa hraðar eða stökkva hærra en það hefur nokkru sinni gert og vera fljótari að hugsa og bregðast við en venjulega. Þetta krefst hins vegar mikils af líkamanum og er ekki eðlilegt ástand. Fyrir fólk með slæma heilsu getur þetta verið beinlínis lífshættulegt og því er mögulegt að slíkir einstaklingar geti einfaldlega dáið úr hræðslu. Þau slæmu áhrif sem langvarandi hræðsla og kvíði hafa á heilsuna geta einnig orðið lífshættuleg og jafnvel dregið fólk til dauða.

Heimildir og mynd:

Frekari upplýsingar má finna á Vísindavefnum með því að fletta upp í leitarvélinni eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Útgáfudagur

16.5.2006

Spyrjandi

Sandra Hauksdóttir

Tilvísun

Margrét Björk Sigurðardóttir. „Er hægt að deyja úr hræðslu?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5934.

Margrét Björk Sigurðardóttir. (2006, 16. maí). Er hægt að deyja úr hræðslu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5934

Margrét Björk Sigurðardóttir. „Er hægt að deyja úr hræðslu?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5934>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að deyja úr hræðslu?
Í stuttu máli er svarið; já það er hægt að deyja úr hræðslu.

Hræðsla er eðlileg tilfinning og lýsir sér í líffræðilegum viðbrögðum við ytri aðstæðum. Eiríkur Örn Arnarson segir í svari sínu við spurningunni Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?
Hræðsla er sértæk og tengist ákveðnum stað, aðstæðum, einstaklingi eða atferli. Hræðsla er eðlilegt viðbragð við yfirvofandi hættu eða ógnun og þarf ekki að hamla athafnafrelsi. Hræðsla er mjög algeng hjá konum sem körlum. Hún er einnig algeng meðal barna og hverfur [oft] með tímanum.
Þegar fólk verður óttaslegið fara ákveðin líffræðileg ferli af stað í líkamanum sem oft eru kölluð "flótta- eða árásarviðbragð" eða "fight or flight response". Líkaminn seytir þá hormónunum adrenalín, noradrenalín og kortisól sem koma líkamanum í viðbragðsstöðu og búa hann undir átök.

Þessi hormón hafa áhrif á efnaskipti líkamans með því að losa næringarefni úr vöðvum og hækka þannig blóðsykurinn. Þau örva einnig hjartsláttinn og víkka æðar sem liggja til vöðva, hjarta, lungna og heila. Á sama tíma valda þau samdrætti í æðum til innyfla og húðar til að draga úr blóðflæði til þeirra. Þetta hækkar blóðþrýstinginn og eykur blóðflæði til líkamshluta sem eru mikilvægir fyrir átaksviðbrögðin. Öndun verður jafnframt hraðari, loftvegurinn víkkar og það dregur úr starfsemi ónæmiskerfisins.

Noradrenalín hefur einnig áhrif á heilasvæði sem stýra hvatvísi og einbeitingu. Nánar má lesa um adrenalín og áhrif þess í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er adrenalín og hvernig er það myndað í líkamanum? og um kortisól í svari hennar við spurningunni Getur ofgnótt streituhormónsins kortisól valdið svefnleysi?

Það er því ljóst að hræðsluviðbrögð valda talsverðu álagi á líkamann. Þetta getur verið mjög hættulegt fyrir fólk sem þjáist af háþrýstingi eða hjartasjúkdómum. Verði slíkir einstaklingar mjög hræddir getur álagið á hjarta- og æðakerfið valdið hjartaáfalli eða heilablóðfalli.



Köngulær geta valdið miklu hugarangri og eru margir haldnir köngulóarfælni (Arachnophobia). Fólk sem þjáist af slíkri fælni er dauðhrætt við köngulær og fer líkami þeirra í "flótta- eða árásarviðbragð" þegar það sér eina slíka.

Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að langvarandi hræðslu- eða álagsástand getur haft mjög neikvæð áhrif á heilsuna. Þar felst mesta hættan í hjarta- og æðasjúkdómum sem fylgja auknum blóðþrýstingi og hærri blóðsykri. Einnig gerir bæling ónæmiskerfisins fólk næmara fyrir hinum ýmsu sjúkdómum, aukin hætta er á að fram komi astmi og aðrir kvillar í öndunarfærum auk meltingarfærasjúkdóma eins og magasár og ristilkrampi. Þá getur langvarandi hræðsluástand einnig valdið skemmdum á vöðvavef, hömlun á vexti, ófrjósemi og einnig er aukin hætta á að fá sykursýki.

Hræðsla er viðbragðsástand sem líkaminn fer í til að geta brugðist við hættulegum aðstæðum. Hræðslan fær fólk til að hlaupa hraðar eða stökkva hærra en það hefur nokkru sinni gert og vera fljótari að hugsa og bregðast við en venjulega. Þetta krefst hins vegar mikils af líkamanum og er ekki eðlilegt ástand. Fyrir fólk með slæma heilsu getur þetta verið beinlínis lífshættulegt og því er mögulegt að slíkir einstaklingar geti einfaldlega dáið úr hræðslu. Þau slæmu áhrif sem langvarandi hræðsla og kvíði hafa á heilsuna geta einnig orðið lífshættuleg og jafnvel dregið fólk til dauða.

Heimildir og mynd:

Frekari upplýsingar má finna á Vísindavefnum með því að fletta upp í leitarvélinni eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....