Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 11 svör fundust
Kennarinn segir oft við okkur nemendur 'komdu Palli eða Snorri minn'. Ég hélt að foreldrar ættu okkur. Í hvaða merkingu er þá minn?
Eignarfornafnið minn (kvk. mín, hk. mitt) er notað á ýmsa vegu. við segjum til dæmis: pabbi minnmamma mínheimilið mitt sokkurinn minn Á þennan hátt notum við það bæði um hluti sem við eigum eins og sokkinn okkar, eða hluti sem við eigum ekki endilega en lítum á sem okkar, til dæmis húsið okkar sem pabbi og mam...
Af hverju dóu ekki öll dýr þegar risaeðlurnar dóu út?
Nokkrum sinnum í sögu lífsins á jörðinni hafa orðið meiriháttar hamfarir sem leiddu til þess að mikill meirihluti (yfir 90%) tegunda sem þá voru uppi dóu út. Auðvitað er hægt að hugsa sér svo miklar náttúruhamfarir að allt líf deyi, en það hefur ekki gerst í veruleikanum. Við eigum svör á Vísindavefnum um hamf...
Hvaða þjóð er með hæsta meðalaldur og hvaða þjóð er með lægsta?
Í fljótu bragði tókst ekki að finna upplýsingar um meðalaldur hjá þjóðum heims. Hins vegar má finna upplýsingar um „miðaldur“ (e. median age), til dæmis á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna og í The World Factbook. Miðaldur er það sem venjulega er kallað miðgildi í tölfræði; þá er öllum hópnum (í þessu tilfelli allri þj...
Af hverju gerið þið á Vísindavefnum svona löng svör við mjög einföldum spurningum?
Það er að ýmsu að huga þegar þessari spurningu er svarað. Í fyrsta lagi 'hvað eru einfaldar spurningar?' Spurningar sem virðast einfaldar leyna oft á sér og eru í raun frekar flóknar. Hér er til dæmis ein einföld:Hver er ég?Einfalda svarið við henni væri:Þú ert þú.En við erum sennilega litlu nær og stutt svar við ...
Hvar á ég heima?
Þú átt heima heima hjá þér! Fyrir því eru staðfestar heimiildir. Þú getur tekið upp símtólið, hringt í Þjóðskrá í síma 5692900 og gefið upp nafn eða kennitölu og fengið staðfestingu á því að þú hafir lögheimili heima hjá þér og fengið að vita hvar það er. Því miður eru ekki allar þjóðir jafnheppnar og við Íslendin...
Af hverju lét Júlíus Sesar árið byrja á janúar?
Dagatalið var í fyrstu tæki til að greina á milli hátíðis- og hvíldardaga og vinnudaga bænda. Hjá Rómverjum til forna hófst árið í mars. Elstu heimildir um tímatal Rómverja greina frá því að þá hafi árið (lat. annus) verið fjórir mánuðir sem báru nöfn sem við þekkjum úr rómverskri goðafræði: Mars, apríl, maí og jú...
Er til sjúkdómur sem veldur því að maður sér aðeins í svarthvítu?
Já, að minnsta kosti er til fólk sem getur aðeins greint á milli mismunandi birtustigs en ekki á milli lita. Slíka allitblindu (e. monochromacy) má yfirleitt rekja til galla í gerð augans eða bilunar í heilastöðvum sem sjá um litaskynjun. Venjulegt mannsauga inniheldur tvær gerðir ljósnema: Keilur og stafi. Í ...
Hvers vegna ganga reikistjörnur eftir sporbaug?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til?
Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...
Er hægt að sanna að guð sé til?
Þessi spurning hefur löngum verið áleitin í kristnum menningarheimi. Mestu heimspekingar Vesturlanda hafa brotið heilann um hana og sýnist sitt hverjum um niðurstöður og árangur úr þeirri viðleitni. Ef við höfum í huga að kristnin er aðeins ein af mörgum trúarbrögðum manna, þá vaknar auðvitað meðal annars sú s...
Er hægt að deyja úr hræðslu?
Í stuttu máli er svarið; já það er hægt að deyja úr hræðslu. Hræðsla er eðlileg tilfinning og lýsir sér í líffræðilegum viðbrögðum við ytri aðstæðum. Eiríkur Örn Arnarson segir í svari sínu við spurningunni Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?Hræðsla er sértæk og tengist ákveðnum stað, aðstæðum, einstaklingi eð...