Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 888 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er stál sem hefur litla varmaleiðni notað í potta og pönnur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju leiðir stál hita hægar heldur en t.d. ál og brass? En er samt talið betri hitaleiðari? Varmaorka er til staðar í málmum á formi sveifluhátta þeirra efna sem málmarnir eru gerðir úr. Sem dæmi má nefna titring atóma, rafeinda og kristals og einnig hljóðbylgjur. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju fáum við ofnæmisviðbrögð þegar lúsmý stingur okkur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er í bitum lúsmýs og moskítóflugna sem veldur ofnæmisviðbrögðum? Hvað er um að ræða mikið (lítið) magn af vökva sem hver fluga gefur frá sér? Getur sama flugan bitið oft á sama tíma? og er algengt að fólk myndi ónæmi? Algengustu skordýr sem sjúga blóð úr spendýrum og fugl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir normalbrauð þessu nafni?

Svo virðist sem farið hafi verið að selja normalbrauð snemma á 20. öld. Í tveimur gömlum heimildum er því lýst á eftirfarandi hátt: Normalbrauð, ósýrt, rúgbrauð, ljósleitt, mjög ljúffengt og hollt. (Ísafold 1905, 96) Ceres Normalbrauð ósýrt, tilbúið úr nýmöluðu mjöli úr bezta rúg, sem er þveginn áður og vandle...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Geta einhver fyrirtæki selt mönnum landsvæði á tunglinu?

Fyrir um 1500 krónur getur hver sem er keypt sér landareign á tunglinu eða öðrum himinhnetti hjá netfyrirtækjum af ýmsu tagi. Hver vildi ekki eiga staðinn þar sem Neil Armstrong og Buzz Aldrin gengu um í fyrstu tungllendingunni árið 1969? Er slíkt gylliboð ekki of gott til að vera satt? Þegar grannt er skoðað, kem...

category-iconHugvísindi

Segir maður stemming, stemning eða stemmning? Svarið fljótt því hér stefnir í hjónaskilnað!

Það fer líklega eftir stemningunni hverju sinni hvernig fólk vill bera orðið stemning fram. Í Íslenskri orðabók frá Eddu er tvenns konar ritháttur á orðinu tilgreindur. Annars vegar stemning með einu m-i og n-i og hins vegar stemming með tveimur m-um og án n. Stemning merkir skap, geðblær eða einhvers konar hug...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru brönugrös?

Brönugrös (Dactylorhiza maculata islandica) eru plöntur af brönugrasaætt (orchidacea). Þau eru algeng á láglendi víða um land. Brönugrös finnast þó ekki alls staðar, til dæmis ekki í innsveitum norðanlands, á suðurlandi milli Ölfusár og Markarfljóts, og suðausturlandi milli Mýrdalssands og Núpstaðar. Brönugrös (...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist ef kolkrabbi missir einn arm?

Kolkrabbar hafa ýmsa eiginleika sem nýtast þeim í að lifa af í sjónum. Þeir geta meðal annars losað sig við einn af átta örmum sínum til að villa um fyrir rándýri. Með tímanum vex armurinn svo aftur; kolkrabbarnir bíða því ekki varanlegan skaða af því að missa einn arm. Einna þekktastir eru kolkrabbarnir fyrir ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef allir í heiminum stæðu hver ofan á öðrum, hvað myndi gerast?

Í heiminum búa um sex milljarðar manna. Meðalmassi mannkyns er líklega um 20-40 kíló (vegna fjölda barna). Þá er heildarmassi alls mannkyns um 200 milljarðar kílógramma eða 200 milljón tonn. Þetta er þó ekki nema brotabrot (um það bil 0,00000000001%) af massa jarðar þannig að þetta myndi ekki hafa nein áhrif á jör...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað heitir listamaðurinn sem málaði mynd mánaðarins (nóvember)?

Listasafn Íslands hefur tekið upp á því að velja eitt verk úr sölum safnsins sem mynd hvers mánaðar. Mynd nóvembermánaðar er ekki málverk heldur skúlptúr eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann. Verkið heitir 'Female with ball'. Þetta hefur listamaðurinn sjálfur um verkið að segja:"Female with ball", sem ekki er h...

category-iconFöstudagssvar

Oft þegar ég er í tölvunni þá kemur skipunin „press any key". Hvar er þessi hnappur?

Til skýringar er rétt að geta þess að "any key" þýðir "hvaða hnappur sem er". Við á ritstjórn Vísindavefsins áttum lengi í vandræðum með að finna þennan gagnlega hnapp. Á endanum var brugðið á það ráð að fjárfesta í nýjum lyklaborðum handa starfsfólkinu til að leysa þennan vanda. Á þessum lyklaborðum er „any k...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er maður léttari í flugvél heldur en við sjávarmál?

Svarið er já, og auðvelt er að reikna út hversu mikið maður léttist hlutfallslega. Þyngdarkraftur frá jörð utan við hana er í öfugu hlutfalli við fjarlægð frá miðju hennar í öðru veldi. Sjávarmál er í um 6.400 km fjarlægð frá jarðamiðju og við getum sagt að flugvélin sé í 10 km hæð eins og algengt er í farþega...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða spendýr fer hægast í heiminum?

Letidýr er talið fara hægast af spendýrum í heiminum. Hraði þess er 0,24 km á klukkustund. Þessi hraði er svo lítill að þörungar vaxa á dýrinu. Letidýr er um það bil jafn stórt og lítill hundur, 50-75 cm á lengd og tæplega 10 kg að þyngd . Stórum hluta ævinnar eyðir letidýrið í að éta, sofa, fjölga sér og hanga á ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hambjalla? Því þrífst hún í hýbýlum manna? Getur hún valdið skaða?

Hambjallan eða hamgæra (lat. Reesa vespulae) er af ættbálki bjalla (Coleoptera) sem er tegundaauðugasti ættbálkur dýraríkisins og telur um 400 þúsund tegundir. Hér á landi finnast rétt tæplega 200 tegundir en auk þess hafa verið greindar rúmlega 100 tegundir sem borist hafa sem flækingar. Nafnið hambjalla er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað slær hjarta fullorðinnar steypireyðar mörg slög á mínútu?

Fylgni er á milli hjartsláttartíðni spendýra og stærðar þeirra. Tíðnin er hæst meðal smárra nagdýra eins og músa, um 650 slög á mínútu, en lægst er hún meðal stórra reyðarhvala, eins og steypireyðarinnar. Ekki er nákvæmlega vitað hversu oft hjarta stórra sjávarspendýra slær á mínútu. Allar mælingar sem gerðar ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaðan kemur munnvatnið?

Munnvatn er myndað í þremur pörum munnvatnskirtla sem allir tengjast munnholi um rásir. Á heiti þeirra má ráða hvar þeir eru staðsettir — kjálkabarðskirtlar, vangakirtlar og tungudalskirtlar. Munnvatni er ætíð seytt í einhverju magni til þess að munnurinn allur, þar með talið tunga og varir, haldist rakur. Seyti þ...

Fleiri niðurstöður