Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Það fer líklega eftir stemningunni hverju sinni hvernig fólk vill bera orðið stemning fram. Í Íslenskri orðabók frá Eddu er tvenns konar ritháttur á orðinu tilgreindur. Annars vegar stemning með einu m-i og n-i og hins vegar stemming með tveimur m-um og án n.
Stemning merkir skap, geðblær eða einhvers konar hugrænt andrúmsloft. Til dæmis segja menn að 'hún hafi verið í stemningu' í merkingunni vel upplögð og að 'í salnum var góð stemming' sem þýðir þá að í salnum hafi verið gott andrúmsloft. Stemning er tökuorð úr dönsku stemning.
Fólk í góðri stemningu!
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað er rétt að segja: stemming , stemning eða stemmning? Ég er að austan og veit ekki betur en að talað sé um stemmingu eða að það verði stemming. Getið þið útkljáð þetta svo að það verði ekki hjónaskilnaður!?
Heimildir:
Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík 1989.
Íslensk orðabók, þriðja útgáfa, ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.
JGÞ. „Segir maður stemming, stemning eða stemmning? Svarið fljótt því hér stefnir í hjónaskilnað!.“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2009, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51265.
JGÞ. (2009, 10. febrúar). Segir maður stemming, stemning eða stemmning? Svarið fljótt því hér stefnir í hjónaskilnað!. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51265
JGÞ. „Segir maður stemming, stemning eða stemmning? Svarið fljótt því hér stefnir í hjónaskilnað!.“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2009. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51265>.