Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fáum við ofnæmisviðbrögð þegar lúsmý stingur okkur?

Gísli Már Gíslason

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað er í bitum lúsmýs og moskítóflugna sem veldur ofnæmisviðbrögðum? Hvað er um að ræða mikið (lítið) magn af vökva sem hver fluga gefur frá sér? Getur sama flugan bitið oft á sama tíma? og er algengt að fólk myndi ónæmi?

Algengustu skordýr sem sjúga blóð úr spendýrum og fuglum á Íslandi eru lýs, flær, veggjalýs, bitmý og lúsmý, Auk þess eru moskítóflugur öflugar blóðsugur um allan heim, en þær lifa ekki á Íslandi.

Þegar skordýr bíta eða stinga spendýr og fugla gefa þau frá sér efni sem kemur í veg fyrir að blóð storkni meðan þau sjúga blóðið. Lúsmý, lýs, flær og veggjalýs stinga með munnpörtum, sem mynda rana (lat. roboscis) í skinnið, en bitmý bítur með kjálkum í það og mynda sár sem blóðið vætlar út í. Öll spýta þau munnvatni inn í skinnið, sem kemur í veg fyrir blóðstorknum, en veldur jafnframt ónæmisviðbrögðum, eins og bólgum og kláða. Það gerist þegar ónæmiskerfi hýsilins gefur frá sér histamín.

Moskítóflugur spýta örlitlu munnvatni þegar þær stinga hýsil, minna en einum míkrólítra (minna en einum þúsundasta úr millilítra) og lúsmý spýtir sennilega miklu minna magni, enda er það töluvert minna en moskítóflugur og munnvatnskirtlar þess þar af leiðandi miklu minni.

Flestir fá óveruleg viðbrögð, en aðrir geta fengið svo mikil viðbrögð að þeir þurfa að leita til læknis og fá ofnæmislyf gegn bitinu. Munnvatnið er blanda af lífvirkum efnum sem hindra storknun blóðsins, en prótínin í munnvatni moskítóflugunni Aedes aegypti eru um 1200 (Dhawan o.fl. 2017).

Mynd af lúsmýi (Culicoides reconditus) að sjúga blóð úr handlegg ljósmyndarans. © Björn Hjaltason.

Blóðsjúgandi skordýr geta bitið oftar en einu sinni. Það ræðst meðal annars af því hvort þau hafa fengið nægju sína þegar þau voru flæmd frá hýslinum, og einnig leita þau uppi hýsla til að sjúga úr þegar frá líður frá fyrstu máltíð, til dæmis bitmý og moskítóflugur þegar þær þroska egg fyrir endurtekið varp. Þannig geta mörg blóðsjúgandi skordýr borið sýkla, veirur, sníkjudýr og fleiri óværur á milli manna og annarra dýra.

Algengt er að viðbrögð við fyrsta biti sé öðruvísi en við endurtekin bit yfir lengri tíma. Margir mynda þol gagnvart bitum, en hjá öðrum gerist það ekki. Óþol fyrir bitum kemur venjulega eftir tvö eða fleiri ár.

Heimild:
  • Dhawan, R. Mohanty, A.K., Kumar, M., Gourav Dey, G., Advani, J., Prasad, T.S.K. og Kumar, A.2017. Data from salivary gland proteome analysis of female Aedes aegypti Linn. Data in Brief 13, 274–277, https://doi.org/10.1016/j.dib.2017.05.034.

Mynd:
  • Myndina tók Björn Hjaltason og hún er birt með góðfúslegu leyfi hans. Myndin sýnir þegar lúsmý sýgur blóð úr handlegg ljósmyndaranns en tegundin Culicoides reconditus er sú eina sem bítur spendýr á Íslandi. Aðrar tegundir eru rándýr á rykmýi.

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

13.9.2024

Síðast uppfært

18.9.2024

Spyrjandi

Anna Gísladóttir

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Af hverju fáum við ofnæmisviðbrögð þegar lúsmý stingur okkur?“ Vísindavefurinn, 13. september 2024, sótt 18. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86937.

Gísli Már Gíslason. (2024, 13. september). Af hverju fáum við ofnæmisviðbrögð þegar lúsmý stingur okkur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86937

Gísli Már Gíslason. „Af hverju fáum við ofnæmisviðbrögð þegar lúsmý stingur okkur?“ Vísindavefurinn. 13. sep. 2024. Vefsíða. 18. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86937>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fáum við ofnæmisviðbrögð þegar lúsmý stingur okkur?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað er í bitum lúsmýs og moskítóflugna sem veldur ofnæmisviðbrögðum? Hvað er um að ræða mikið (lítið) magn af vökva sem hver fluga gefur frá sér? Getur sama flugan bitið oft á sama tíma? og er algengt að fólk myndi ónæmi?

Algengustu skordýr sem sjúga blóð úr spendýrum og fuglum á Íslandi eru lýs, flær, veggjalýs, bitmý og lúsmý, Auk þess eru moskítóflugur öflugar blóðsugur um allan heim, en þær lifa ekki á Íslandi.

Þegar skordýr bíta eða stinga spendýr og fugla gefa þau frá sér efni sem kemur í veg fyrir að blóð storkni meðan þau sjúga blóðið. Lúsmý, lýs, flær og veggjalýs stinga með munnpörtum, sem mynda rana (lat. roboscis) í skinnið, en bitmý bítur með kjálkum í það og mynda sár sem blóðið vætlar út í. Öll spýta þau munnvatni inn í skinnið, sem kemur í veg fyrir blóðstorknum, en veldur jafnframt ónæmisviðbrögðum, eins og bólgum og kláða. Það gerist þegar ónæmiskerfi hýsilins gefur frá sér histamín.

Moskítóflugur spýta örlitlu munnvatni þegar þær stinga hýsil, minna en einum míkrólítra (minna en einum þúsundasta úr millilítra) og lúsmý spýtir sennilega miklu minna magni, enda er það töluvert minna en moskítóflugur og munnvatnskirtlar þess þar af leiðandi miklu minni.

Flestir fá óveruleg viðbrögð, en aðrir geta fengið svo mikil viðbrögð að þeir þurfa að leita til læknis og fá ofnæmislyf gegn bitinu. Munnvatnið er blanda af lífvirkum efnum sem hindra storknun blóðsins, en prótínin í munnvatni moskítóflugunni Aedes aegypti eru um 1200 (Dhawan o.fl. 2017).

Mynd af lúsmýi (Culicoides reconditus) að sjúga blóð úr handlegg ljósmyndarans. © Björn Hjaltason.

Blóðsjúgandi skordýr geta bitið oftar en einu sinni. Það ræðst meðal annars af því hvort þau hafa fengið nægju sína þegar þau voru flæmd frá hýslinum, og einnig leita þau uppi hýsla til að sjúga úr þegar frá líður frá fyrstu máltíð, til dæmis bitmý og moskítóflugur þegar þær þroska egg fyrir endurtekið varp. Þannig geta mörg blóðsjúgandi skordýr borið sýkla, veirur, sníkjudýr og fleiri óværur á milli manna og annarra dýra.

Algengt er að viðbrögð við fyrsta biti sé öðruvísi en við endurtekin bit yfir lengri tíma. Margir mynda þol gagnvart bitum, en hjá öðrum gerist það ekki. Óþol fyrir bitum kemur venjulega eftir tvö eða fleiri ár.

Heimild:
  • Dhawan, R. Mohanty, A.K., Kumar, M., Gourav Dey, G., Advani, J., Prasad, T.S.K. og Kumar, A.2017. Data from salivary gland proteome analysis of female Aedes aegypti Linn. Data in Brief 13, 274–277, https://doi.org/10.1016/j.dib.2017.05.034.

Mynd:
  • Myndina tók Björn Hjaltason og hún er birt með góðfúslegu leyfi hans. Myndin sýnir þegar lúsmý sýgur blóð úr handlegg ljósmyndaranns en tegundin Culicoides reconditus er sú eina sem bítur spendýr á Íslandi. Aðrar tegundir eru rándýr á rykmýi.
...