Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Histamín tilheyrir hópi efna sem nefnast lífræn amín. Önnur efni í sama flokki eru til dæmis tyramín (e. tyramin), dópamín (e. dopamin), tryptamín (e. tryptamin), serótónín (e. serotonin), pútreskín (e. putrescin), cadaverín (e. cadaverin), spermidín (e. spermidin), spermín (e. spermin) og agmatín (e. agmatin).
Histamín er í ýmsum matvælum frá náttúrunnar hendi og í eðlilegu magni er það ekki talið skaðlegt fyrir fólk. Þau matvæli sem líkleg eru til að innihalda histamín og önnur lífræn amín eru til dæmis rauðvín, ostar, spægipylsa, ákveðnar fisktegundir og fiskafurðir.
Histamín myndast við efnabreytingar á amínósýrunni histidíni. Ef matvæli eru geymd á rangan hátt, til dæmis við of hátt hitastig í langan tíma, geta bakteríur stuðlað að myndun histamíns og annarra amína. Matvæli sem innihalda of mikið af histamíni geta valdið matareitunum. Mikil histamínmyndun getur átt sér stað í vissum fiskafurðum og valdið svonefndri skombroíðeitrun.
Eituráhrif geta valdið ofnæmisviðbrögðum hjá fólki allt frá óþægindum á húð upp í ógleði, uppköst og niðurgang. Einkenni eitrunar getur verið roði í andliti, á hálsi og bringu, höfuðverkur, ógleði, uppköst, magaverkir, bólgnar varir og kláði. Í sumum tilfellum finnur fólk fyrir kláða, svima og í verri tilfellum valda eituráhrifin taugaáfalli, sársauka í lungum og truflunum á andardrætti.
Til að koma í veg fyrir histamínmyndun í matvælum er hægt að fylgja nokkrum einföldum reglum.
Setja kælivörur strax í ísskáp eftir innkaupaferðir.
Geyma kælivörur við 0-4°C.
Kæla matarafganga strax að máltíð lokinni.
Viðkvæmra matvæla ætti ekki að neyta eftir síðasta söludag.
Þíða frosinn mat í ísskáp eða á köldum stað.
Hafa matinn í ílátum við geymslu til að tryggja að ekkert leki yfir í önnur matvæli.
Matvælastofnun. „Hvað er histamín, er það gott eða vont, hvað gerir það, hvert er mikilvægi þess og fleira..“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2010, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21357.
Matvælastofnun. (2010, 22. janúar). Hvað er histamín, er það gott eða vont, hvað gerir það, hvert er mikilvægi þess og fleira.. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21357
Matvælastofnun. „Hvað er histamín, er það gott eða vont, hvað gerir það, hvert er mikilvægi þess og fleira..“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2010. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21357>.