Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Fylgni er á milli hjartsláttartíðni spendýra og stærðar þeirra. Tíðnin er hæst meðal smárra nagdýra eins og músa, um 650 slög á mínútu, en lægst er hún meðal stórra reyðarhvala, eins og steypireyðarinnar.
Ekki er nákvæmlega vitað hversu oft hjarta stórra sjávarspendýra slær á mínútu. Allar mælingar sem gerðar hafa verið á þessum dýrum valda streitu sem eykur hjartsláttinn. Hjartsláttartíðni reyðarhvals sem strandaði við Þorskhöfða mældist til að mynda 25 slög á mínútu en ástæðan fyrir svo örum hjartslætti má rekja til streitu þar sem hvalurinn lá og kramdist undan eigin þyngd.
Kólumbíski hjartasérfræðingurinn dr. Jorge Reynolds hefur náð bestum árangri í rannsóknum á hjartslætti stórra sjávarspendýra. Hann notaði kafbáta sem hann fékk lánaða frá flotum Kólumbíu, Rússlands og Bandaríkjanna til að taka upp hjartslátt hnúfubaka undan ströndum Kólumbíu í Kyrrahafinu.
Niðurstöður dr. Reynolds sýna að hjarta stórhvela slær einungis um 5-6 slög á mínútu og þegar skepnunar kafa þá hægist enn frekar á hjartslættinum. Þegar hvalirnir kafa niður á 100 metra dýpi fer tíðnin niður í 3 slög á mínútu. Með hægari hjartslætti er hægt að varðveita súrefni lengur. Þó að rannsóknir Reynolds hafi beinst að hnúfubökum þá er hægt að fullyrða að hjartsláttartíðni steypireyðarinnar er mjög svipuð þar sem gott samband er á milli hjartsláttar og stærðar.
Þess má geta að dr. Reynolds tók þátt í að hanna fyrsta hjartagangráðinn árið 1958. Hann hefur unnið að margvíslegum rannsóknum á starfsemi hjartans, meðal annars athugað viðbrögð þess við iðkun ýmissa íþróttagreina og hann tók þátt í leiðangri upp á Everesttind til að kanna áhrif háfjallalofts á starfsemi hjartans.
Myndin er fengin af vefsetrinu MESA.
Jón Már Halldórsson. „Hvað slær hjarta fullorðinnar steypireyðar mörg slög á mínútu?“ Vísindavefurinn, 23. september 2002, sótt 2. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=2735.
Jón Már Halldórsson. (2002, 23. september). Hvað slær hjarta fullorðinnar steypireyðar mörg slög á mínútu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2735
Jón Már Halldórsson. „Hvað slær hjarta fullorðinnar steypireyðar mörg slög á mínútu?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2002. Vefsíða. 2. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2735>.