Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef lyfjasendingar hættu að berast hversu lengi mundi lyfjaforði landsins endast miðað við eðlilega læknisþjónustu?

Ætla má að lyfjabirgðir í landinu séu til um það bil eins mánaðar, sjaldan meiri og stundum minni. Það er engin bein kvöð á innflytjendum eða framleiðendum lyfja að eiga birgðir til ákveðins tíma. Í lyfjalögum stendur þó að lyfjaheildsölu sé skylt að eiga nægar birgðir, að mati heilbrigðisyfirvalda, af tilteknu...

category-iconEfnafræði

Er hægt að geyma vetnisflúoríð á glerflösku ef það er ekki leyst upp í vatni?

Gerður er greinarmunur á HF á gasformi og HF í vatnslausn. HF á gasformi kallast vetnisflúoríð og er táknað með HF(g) en vatnslausn af vetnisflúoríði kallast flússýra (einnig kallað flúorsýra eða flúrsýra) og er táknuð með HF(aq). Algengasta form vetnisflúoríðs er 40% lausn af HF í vatni. Slíkar lausnir eru se...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef maður hefur einu sinni fengið krabbamein er þá líklegt að maður fái krabbamein aftur?

Þetta er nokkuð flókin spurning, einkum þar sem krabbamein er í raun margir sjúkdómar og eðli krabbameina er afskaplega misjafnt. Almennt mætti þó svara spurningunni í stuttu máli á þann hátt að hafi einstaklingur fengið krabbamein er líklegra að hann fái aftur krabbamein heldur en annar einstaklingur á sama aldri...

category-iconFélagsvísindi

Ef síamstvíburi fremur alvarlegan glæp, væri hægt að refsa aðeins honum en ekki hinum tvíburanum?

Það tilvik sem lýst er í spurningunni hefur hvergi komið til kasta dómstóla svo vitað sé. Hér er því um vangaveltur að ræða hvernig tekið yrði á slíkum málum en lög og reglur veita engin svör um þetta. Spurningin tengist raunar annarri og stærri spurningu um hvernig fara skuli með réttindamál síamstvíbura. Eru...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju talar maður eins og teiknimyndapersóna ef maður andar að sér helíngasi úr blöðru?

Ástæðan fyrir því að röddin breytist þegar maður andar að sér helíngasi er sú að það er miklu léttara en andrúmsloftið og hljóðbylgjurnar fara mikið hraðar í gegnum það. Þegar bylgjuhraðinn eykst vex einnig tíðnin og röddin verður skrækari. Um þetta er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvers vegna breytist rö...

category-iconLæknisfræði

Er fæðingartíðni barna með Downs að lækka og ef svo er, hverjar eru ástæður þess?

Fæðingartíðni barna með Downs-heilkenni í hverju samfélagi byggir á nokkrun þáttum svo sem aldri mæðra, hvort og hvenær á meðgöngu greining á mögulegum litningagöllum á sér stað og hversu mörgum fóstrum með Downs-heilkenni er eytt. Þannig hefur hækkandi meðalaldur kvenna sem verða barnshafandi áhrif í þá átt að fl...

category-iconLögfræði

Er ólöglegt að kyssast á almannafæri og breytir það einhverju ef einstaklingar kyssast í sundi?

Hvergi er lagt blátt bann við því að kyssast á almannafæri, enda engin sérstök ástæða til þess. Nokkrar reglur fjalla þó um almennt velsæmi og hneykslan og má þar helst benda á 209. gr. almennra hegningarlaga: Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi...

category-iconHeimspeki

Þróast vestræn vísindi í átt að yogaheimspeki? Ef svo er hve langt er í það að þessi vísindi nái saman?

Aðferð vestrænna vísinda og hugmynd þeirra um viðfangsefni sín eru allar aðrar en yogaheimspekinnar indversku. Ýmsir hafa orðið til að benda á samsvörun í niðurstöðum vísindalegra athugana og þess kerfis sem vísindin hafa smíðað um heiminn annars vegar og helgisagna og heimshugmynda austrænna siða hins vegar. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ef rétt er að segja þúsundir og hundruð, ætti þá ekki að segja ein þúsund rétt eins og eitt hundrað?

Orðið þúsund er bæði notað í kvenkyni og hvorugkyni. Það er líka notað sem töluorð og þá óbeygt. Það beygist því á tvennan hátt: Kvenkyn Hvorugkyn eintala nf. þúsund þúsund þf. þúsund þúsund þgf. þúsund þúsundi ef. þúsundar þúsunds fleirtala nf. þúsundir þúsund þf. þúsundir þúsund...

category-iconFélagsvísindi

Lækkar krónan ef vextir banka hækka?

Sambandið á milli vaxta á Íslandi og gengis krónunnar er frekar þannig að krónan styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum þegar vextir hérlendis hækka en veikist ef vextirnir lækka. Það sama á raunar við um aðra gjaldmiðla, að öðru jöfnu styrkist gjaldmiðill sem býr við fljótandi gengi ef vextir á lánum í gjaldmiðlinum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist ef tvö svarthol mætast?

Þegar tvö svarthol mætast veltur það á brautum þeirra og massa hvort þau ná að sameinast. Stundum gerist það þegar eitt svarthol mætir öðru að annað svartholanna eða bæði þeytast í burtu frá staðnum þar sem þau mættust. Þegar tvö svarthol ná að renna saman myndast einfaldlega ennþá stærra svarthol. Þar sem þau...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Deyja geitungar ef þeir missa broddinn?

Upprunalega hljómaði spurningin svona: Ég heyrði um daginn að geitungur sem hafði verið fangaður í krukku hafi reynt að stinga sig í gegnum krukkuna og þá datt broddurinn af. Hvað gerist þegar broddurinn dettur af? Kemur þá nýr broddur á? Broddur geitunga, rétt eins og broddur hunangsflugna og býflugna, er um...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðasambandsins 'að hlaupa af sér hornin', ég finn það hvergi á Google?

Orðasambandið að hlaupa af sér hornin í merkingunni ‘stillast, læra af reynslunni’ er erlent að uppruna. Í dönsku er sambandið løbe/rende hornene af sig og í þýsku sich dir Hörner ablaufen/abstoβen/abrennen. Líkingin er upprunalega sótt í dýraríkið. Ungir hirtir og hreindýrstarfar þóttu róast mikið þegar þeir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið „að skeika að sköpuðu“?

Orðasambandið að láta skeika að sköpuðu í merkingunni ‘að láta fara sem vill’ þekkist þegar í fornu máli og má finna dæmi um það í ýmsum fornsögum, til dæmis í 22. kafla Egils sögu: Enga vil eg nauðungarsætt taka af konungi. Bið þú konung gefa oss útgöngu. Látum þá skeika að sköpuðu (Ísl.s. bls. 391). Um fle...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er í lagi að borða hvannarfræ beint af plöntunni? Er hægt að nota það í brauð ef það hefur verið þurrkað?

Mjög hefur verið varað við risahvönn þar sem hún inniheldur ertandi efni. Um hana er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Eru hættulegar jurtir allt í kringum okkur? Í ætihvönn eru sambærileg efni og í risahvönn en í miklu minna mæli. Hún skilur samt eftir brúna bletti ef safi úr henni kemst í snertingu ...

Fleiri niðurstöður