Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er ólöglegt að kyssast á almannafæri og breytir það einhverju ef einstaklingar kyssast í sundi?

Baldur S. Blöndal

Hvergi er lagt blátt bann við því að kyssast á almannafæri, enda engin sérstök ástæða til þess. Nokkrar reglur fjalla þó um almennt velsæmi og hneykslan og má þar helst benda á 209. gr. almennra hegningarlaga:

Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en [fangelsi allt að 6 mánuðum] eða sektum ef brot er smávægilegt.

Hvergi er lagt blátt bann við því að kyssast á almannafæri. Þessum mönnum yrði því ekki refsað fyrir kossinn.

Það verður að teljast afar hæpið að kossaflens á almannafæri myndi leiða til þess að einstaklingi yrði gerð refsing á grundvelli þessa ákvæðis. Sama má segja um lögreglusamþykktir Akureyrarbæjar og Reykjavíkurborgar, en þar er lögreglu veitt heimild til að vísa mönnum í burtu ef þeir valda „hneykslan á almannafæri sökum ölvunar eða af öðrum ástæðum“[1][2]. Hér undir gæti hugsanlega fallið einhverskonar lostafullt athæfi en það þyrfti þá væntanlega að ganga mun lengra en kossar gefa til kynna og ólíklegt að einstaklingum yrði dæmd refsing fyrir.

Sömu reglur gilda um sundgesti og ekkert bannar því fólki að kyssast í sundi. Mögulega gæti sundvörður vísað fólki upp úr ef meira fjör færist í leikinn og athæfið fer fyrir brjóstið á öðrum sundgestum.

Tilvísanir:
  1. ^ Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarbæ. (Sótt 20.02.2020).
  2. ^ Lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. (Sótt 20.02.2020).

Mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

21.2.2020

Spyrjandi

Arnór Ingi Egilsson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Er ólöglegt að kyssast á almannafæri og breytir það einhverju ef einstaklingar kyssast í sundi?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78701.

Baldur S. Blöndal. (2020, 21. febrúar). Er ólöglegt að kyssast á almannafæri og breytir það einhverju ef einstaklingar kyssast í sundi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78701

Baldur S. Blöndal. „Er ólöglegt að kyssast á almannafæri og breytir það einhverju ef einstaklingar kyssast í sundi?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78701>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er ólöglegt að kyssast á almannafæri og breytir það einhverju ef einstaklingar kyssast í sundi?
Hvergi er lagt blátt bann við því að kyssast á almannafæri, enda engin sérstök ástæða til þess. Nokkrar reglur fjalla þó um almennt velsæmi og hneykslan og má þar helst benda á 209. gr. almennra hegningarlaga:

Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en [fangelsi allt að 6 mánuðum] eða sektum ef brot er smávægilegt.

Hvergi er lagt blátt bann við því að kyssast á almannafæri. Þessum mönnum yrði því ekki refsað fyrir kossinn.

Það verður að teljast afar hæpið að kossaflens á almannafæri myndi leiða til þess að einstaklingi yrði gerð refsing á grundvelli þessa ákvæðis. Sama má segja um lögreglusamþykktir Akureyrarbæjar og Reykjavíkurborgar, en þar er lögreglu veitt heimild til að vísa mönnum í burtu ef þeir valda „hneykslan á almannafæri sökum ölvunar eða af öðrum ástæðum“[1][2]. Hér undir gæti hugsanlega fallið einhverskonar lostafullt athæfi en það þyrfti þá væntanlega að ganga mun lengra en kossar gefa til kynna og ólíklegt að einstaklingum yrði dæmd refsing fyrir.

Sömu reglur gilda um sundgesti og ekkert bannar því fólki að kyssast í sundi. Mögulega gæti sundvörður vísað fólki upp úr ef meira fjör færist í leikinn og athæfið fer fyrir brjóstið á öðrum sundgestum.

Tilvísanir:
  1. ^ Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarbæ. (Sótt 20.02.2020).
  2. ^ Lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. (Sótt 20.02.2020).

Mynd: