Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en [fangelsi allt að 6 mánuðum] eða sektum ef brot er smávægilegt.Það verður að teljast afar hæpið að kossaflens á almannafæri myndi leiða til þess að einstaklingi yrði gerð refsing á grundvelli þessa ákvæðis. Sama má segja um lögreglusamþykktir Akureyrarbæjar og Reykjavíkurborgar, en þar er lögreglu veitt heimild til að vísa mönnum í burtu ef þeir valda „hneykslan á almannafæri sökum ölvunar eða af öðrum ástæðum“[1][2]. Hér undir gæti hugsanlega fallið einhverskonar lostafullt athæfi en það þyrfti þá væntanlega að ganga mun lengra en kossar gefa til kynna og ólíklegt að einstaklingum yrði dæmd refsing fyrir. Sömu reglur gilda um sundgesti og ekkert bannar því fólki að kyssast í sundi. Mögulega gæti sundvörður vísað fólki upp úr ef meira fjör færist í leikinn og athæfið fer fyrir brjóstið á öðrum sundgestum. Tilvísanir:
- ^ Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarbæ. (Sótt 20.02.2020).
- ^ Lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. (Sótt 20.02.2020).
- Wendy Wei. Two men kissing. (Sótt 17.02.20).