Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef maður gleymir sér, þarf maður þá ekki að snúa við og ná í sig?

Ritstjórn Vísindavefsins

Eins og kom fram í niðurlagi svars við spurningunni Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? þá laumaði heimspekingurinn svari við þessari spurningu að sumarstarfsmanni Vísindavefsins.

Margir kannast við að gleyma sér öðru hverju. Þetta gerist einna helst þegar fólk er djúpt sokkið í hugsanir sínar, hversu merkilegar sem þær annars eru. Þarf maður þá að snúa við og ná í sig, ef maður gleymir sér? Heimspekingurinn margumtalaði benti á að hægt væri að skipta fólki upp í þrjá hópa, eftir því hvernig brugðist er við áðurnefndum aðstæðum, viðbrögðin væru á þessu leið:

  1. Halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.
  2. Stoppa, hugsa málið og svo halda áfram.
  3. Snúa við og ná í sig.

Þessi hafa öll gleymt sér!

Það fólk sem er svo lánsamt að falla oftast í fyrsta hópinn sparar að meðaltali 3 klukkustundir á ári − ekki amalegt það! Hópur þessi er þeim kostum gæddur að geta á augabragði munað hvert ferðinni var heitið, hvað átti að gera, hvar það væri og svo framvegis.

Næsti hópur er kominn styttra á veg í þeirri list sem viðbrögð við sjálfgleymsku eru. Einstaklingar þessir þurfa að staldra við og gera dauðaleit í hugarfylgsni sínu eftir markmiði ferðarinnar. En þrátt fyrir þessa dauðaleit þá sparast upp undir klukkutími á hverju ári − viðunandi!

Þriðji hópurinn er sá sem er styst komin á veg og raunar getur verið hálfvandræðalegt að fylgjast með háttalagi fólks sem fellur í þennan hóp. Aðilar þeir er falla í þennan hóp þurfa svo sannarlega að snúa við og ná í sig. Setja sig aftur í upphafssporinn til þess að átta sig á hvert ferðinni var heitið og/eða hvað átti að gera á áfangastað. Þetta fólk fer fram í eldhús en kemur þá að tómum kofanum, það mundi ekkert hvað það ætlaði sér að gera þar. Tímasparnaður á ári er enginn − vandræðalegt!

Mynd:

Útgáfudagur

23.11.2012

Spyrjandi

Hjördís Kvaran Einarsdóttir

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Ef maður gleymir sér, þarf maður þá ekki að snúa við og ná í sig?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2012, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=11612.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2012, 23. nóvember). Ef maður gleymir sér, þarf maður þá ekki að snúa við og ná í sig? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=11612

Ritstjórn Vísindavefsins. „Ef maður gleymir sér, þarf maður þá ekki að snúa við og ná í sig?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2012. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=11612>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef maður gleymir sér, þarf maður þá ekki að snúa við og ná í sig?
Eins og kom fram í niðurlagi svars við spurningunni Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? þá laumaði heimspekingurinn svari við þessari spurningu að sumarstarfsmanni Vísindavefsins.

Margir kannast við að gleyma sér öðru hverju. Þetta gerist einna helst þegar fólk er djúpt sokkið í hugsanir sínar, hversu merkilegar sem þær annars eru. Þarf maður þá að snúa við og ná í sig, ef maður gleymir sér? Heimspekingurinn margumtalaði benti á að hægt væri að skipta fólki upp í þrjá hópa, eftir því hvernig brugðist er við áðurnefndum aðstæðum, viðbrögðin væru á þessu leið:

  1. Halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.
  2. Stoppa, hugsa málið og svo halda áfram.
  3. Snúa við og ná í sig.

Þessi hafa öll gleymt sér!

Það fólk sem er svo lánsamt að falla oftast í fyrsta hópinn sparar að meðaltali 3 klukkustundir á ári − ekki amalegt það! Hópur þessi er þeim kostum gæddur að geta á augabragði munað hvert ferðinni var heitið, hvað átti að gera, hvar það væri og svo framvegis.

Næsti hópur er kominn styttra á veg í þeirri list sem viðbrögð við sjálfgleymsku eru. Einstaklingar þessir þurfa að staldra við og gera dauðaleit í hugarfylgsni sínu eftir markmiði ferðarinnar. En þrátt fyrir þessa dauðaleit þá sparast upp undir klukkutími á hverju ári − viðunandi!

Þriðji hópurinn er sá sem er styst komin á veg og raunar getur verið hálfvandræðalegt að fylgjast með háttalagi fólks sem fellur í þennan hóp. Aðilar þeir er falla í þennan hóp þurfa svo sannarlega að snúa við og ná í sig. Setja sig aftur í upphafssporinn til þess að átta sig á hvert ferðinni var heitið og/eða hvað átti að gera á áfangastað. Þetta fólk fer fram í eldhús en kemur þá að tómum kofanum, það mundi ekkert hvað það ætlaði sér að gera þar. Tímasparnaður á ári er enginn − vandræðalegt!

Mynd:...