Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 210 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er vitað um grænlandshákarlinn?

Grænlandshákarlinn (Somniosus microcephalus) er eina tegund hákarla í heiminum sem dvelst allt sitt líf í köldum heimskautasjó Norður-Atlantshafs og Norður-Íshafs. Hann heldur sig yfirleitt á talsverðu dýpi þar sem sjávarhitinn er á bilinu 2-7° C. Grænlandshákarlinn finnst allt frá Svalbarða, Bjarnareyju og Hvítah...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir sjávardýra í heiminum?

Hér að neðan er listi yfir fjölda tegunda sem lifa í heimshöfunum, flokkað í fylkingar, ættbálka eða smærri flokkunarfræðilegar einingar. Hér er aðeins um að ræða ákveðna nálgun á fjölda tegunda í hverjum hóp og er hugsað til þess að gefa ákveðna hugmynd að tegundaauðgi hvers hóps fyrir sig. Ættbálkar/undiræt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um hellafiskinn Cryptotora thamicola?

Tegundin Cryptotora thamicola er afar smávaxinn hellafiskur sem vart verður lengri en 2,8 cm. Þetta er eina tegundin innan ættkvíslarinnar Cryptotora og hefur aðeins fundist í átta hellum í hellakerfi í Mae Hong Son-héraði í Taílandi. Þar lifa þessir fiskar í straumvatni djúpt inn í hellunum, meira en 500 metrum f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lítur urriði út? Er mikill munur á sjó- og vatnaurriða?

Urriðinn (Salmo trutta) er náskyldur laxinum (Salmo salar) og tilheyra þeir sömu ættkvíslinni. Nokkur útlitsmunur er þó á þessum laxfiskum. Laxinn er nokkru stærri en urriðinn en urriðinn er aftur á móti gildari, með stærri haus og stirtlan er styttri og sverari. Urriðinn er einnig stórmynntari og nær kjaftbeinið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru þekktar margar tegundir fiska í heiminum?

Í dag eru þekktar um 28.000 tegundir núlifandi fiska. Þar af telja beinfiskar um það bil 27.000 tegundir og eru því langstærsti hópurinn. Þekktar eru um 970 tegundir brjóskfiska og um það bil 108 tegundir slímála og steinsuga. Úthöfin eru hins vegar að miklu leyti ókönnuð og sífellt eru því að finnast nýjar teg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ég er að skrifa ritgerð um síld og mig vantar að vita hverjir eru óvinir hennar?

Fyrst má nefna það sem stendur okkur næst, manninn, en á hverju ári eru veidd hundruð þúsunda tonna af síld. Til að mynda veiddu Íslendingar yfir 300 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári. En maðurinn er ekki eini "óvinur" síldarinnar. Fjölmargar tegundir sjávardýra éta síld á öllum aldursstigum hennar. Margar fi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver var Bjarni Sæmundsson og hvert var hans framlag til náttúrufræða á Íslandi?

Bjarni Sæmundsson (1867 - 1940) var brautryðjandi í rannsóknum á lífríki Íslands. Hann fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík þann 15. apríl 1867 og voru foreldrar hans Sæmundur Jónsson útvegsbóndi og Sigríður Bjarnadóttir. Snemma kom í ljós að Bjarni var gæddur miklum gáfum og var hann einnig mjög hagur. Það lá ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort eru trúðfiskar brjósk- eða beinfiskar og hvernig eru þeir nýttir?

Trúðfiskar (ættkvíslin Amphiprion) eru af yfirflokki beinfiska (Osteichthyes) og flokki geislaugga (Actinopterygii). Geislauggar eru tegundaauðugasti flokkur hryggdýra og til hans teljast á milli 20 og 30 þúsund tegundir. Þess má geta að geislauggar eru eini hópur fiska sem hafa sundmaga. Trúðfiskur af tegundi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða áhrif hefur það á lífríki Íslands að milljónir tonna af makríl koma hingað á sumrin?

Hinar miklu göngur makríls (Scomber scombrus) inn í lögsögu Íslands árin eftir aldamót hafa væntanlega ekki farið framhjá mörgum. Þegar dýrastofnar, svo sem fiskar, breyta göngum sínum og fara í vistkerfi sem þeir hafa ekki áður verið algengir í, má sterklega gera ráð fyrir að þeir valdi breytingum á vistkerfin...

category-iconVeðurfræði

Getur það virkilega gerst að það rigni froskum eða fiskum?

Margir hafa greinlega áhuga á því hvort það geti í raun og veru rignt fiskum eða froskum og þá af hverju? Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um efnið, meðal annars þessar hér: Er mögulegt að það rigni froskum, hefur það gerst, hvers vegna gerist það, og ef ekki, hvaðan er sú saga komin? Ég las ei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?

Af þorskfiskum sem hér er spurt um er ufsinn (Pollachius virens) fyrstur til að hrygna. Hrygningin hefst seinni hluta janúarmánaðar, nær hámarki í febrúar og er að langmestu lokið um miðjan mars. Hrygningarsvæði ufsans hér við land nær frá Lónsvík á Suðausturlandi og vestur til Látrarbjargs, en meginhrygningarsvæð...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt?

Það er ekki rétt að vöðvarnir breytist í fitu í bókstaflegri merkingu. Rétt er að líta á þetta sem tvö aðskilin ferli sem vissulega geta gerst samtímis að einhverju leyti, til dæmis þegar þjálfun er hætt. Bæði ferlin má þó sennilega tengja orkubúskap líkamans. Í fyrsta lagi hafa vöðvar tilhneigingu til að rýrna...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar liggja takmörk háhyrninga við veiðar?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Ég veit að háhyrningar ráðast í hópum á stærri hvali en hvar eru takmörk þessara veiðisnillinga? Háhyrningurinn (Orchinus orca) er stærsta tegundin innan ættar höfrunga (Delphinidae). Fullvaxið karldýr getur orðið allt að níu og hálfur metri á lengd og fimm og hálft tonn. Kv...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaða umhverfisskilyrði og aðlaganir þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám? Hvar og hvenær er það talið hafa gerst?Eitt af stærstu skrefum í þróun lífs á jörðunni var landnám hryggdýra. Þetta merka skref tók hópur holdugga (Sarcopterygii) á seinni hluta fornlífsalda...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er það ekki satt að dýr skynji jarðskjálfta áður en þeir fara alveg á fullt? Og hvernig bregðast þau við þeim?Fjölmörg dæmi eru þekkt um einkennilega hegðun dýra rétt fyrir jarðskjálfta. Í bænum Santa Cruz í Bandaríkjunum faldi heimilishundur sig undir rúmi sex klukkustundum fy...

Fleiri niðurstöður