Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig lítur urriði út? Er mikill munur á sjó- og vatnaurriða?

Jón Már Halldórsson

Urriðinn (Salmo trutta) er náskyldur laxinum (Salmo salar) og tilheyra þeir sömu ættkvíslinni. Nokkur útlitsmunur er þó á þessum laxfiskum. Laxinn er nokkru stærri en urriðinn en urriðinn er aftur á móti gildari, með stærri haus og stirtlan er styttri og sverari. Urriðinn er einnig stórmynntari og nær kjaftbeinið á honum aftur fyrir augun. Hreisturflögur urriðans eru einnig smærri en hjá laxinum. Eitt einkenni eiga urriðinn og laxinn sameiginlegt og það er uppsveigður krókur í neðri skolti. Krókurinn er þó minni hjá urriðanum.

Hægt er að greina útlitsmun á sjóurriða (sjóbirtingi) og vatnaurriða. Sjóurriðinn er til dæmis meiri sundfiskur en vatnaurriðinn. Sjóurriðinn ferðast talsverðar vegalengdir úr ám og niður í sjó og hefur því straumlínulagaðri vöxt en vatnaurrriðinn. Sjóurriðinn er silfurgljáandi á hliðum og hvítur á kvið en staðbundnir vatnaurriðar eru yfirleitt gulir eða brúnir að lit, með svarta og rauða depla á baki og hliðum. Urriðinn verður yfirleitt kynþroska við 4 til 5 ára aldur. Þegar hann hefur hrygningagöngu sína breytist litur hans. Þá dökknar hann á baki, fær rauðleitan lit á kvið. Urriðinn hrygnir á haustin, frá september og fram í nóvember



Urriðinn hefur svartar og rauðar doppur á baki og á hliðum en fjöldi doppa er breytilegur eftir stofnum.

Myndina málaði listamaðurinn Rod Sutterby

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.3.2002

Spyrjandi

Kristín Kjartansdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig lítur urriði út? Er mikill munur á sjó- og vatnaurriða?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2195.

Jón Már Halldórsson. (2002, 15. mars). Hvernig lítur urriði út? Er mikill munur á sjó- og vatnaurriða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2195

Jón Már Halldórsson. „Hvernig lítur urriði út? Er mikill munur á sjó- og vatnaurriða?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2195>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig lítur urriði út? Er mikill munur á sjó- og vatnaurriða?
Urriðinn (Salmo trutta) er náskyldur laxinum (Salmo salar) og tilheyra þeir sömu ættkvíslinni. Nokkur útlitsmunur er þó á þessum laxfiskum. Laxinn er nokkru stærri en urriðinn en urriðinn er aftur á móti gildari, með stærri haus og stirtlan er styttri og sverari. Urriðinn er einnig stórmynntari og nær kjaftbeinið á honum aftur fyrir augun. Hreisturflögur urriðans eru einnig smærri en hjá laxinum. Eitt einkenni eiga urriðinn og laxinn sameiginlegt og það er uppsveigður krókur í neðri skolti. Krókurinn er þó minni hjá urriðanum.

Hægt er að greina útlitsmun á sjóurriða (sjóbirtingi) og vatnaurriða. Sjóurriðinn er til dæmis meiri sundfiskur en vatnaurriðinn. Sjóurriðinn ferðast talsverðar vegalengdir úr ám og niður í sjó og hefur því straumlínulagaðri vöxt en vatnaurrriðinn. Sjóurriðinn er silfurgljáandi á hliðum og hvítur á kvið en staðbundnir vatnaurriðar eru yfirleitt gulir eða brúnir að lit, með svarta og rauða depla á baki og hliðum. Urriðinn verður yfirleitt kynþroska við 4 til 5 ára aldur. Þegar hann hefur hrygningagöngu sína breytist litur hans. Þá dökknar hann á baki, fær rauðleitan lit á kvið. Urriðinn hrygnir á haustin, frá september og fram í nóvember



Urriðinn hefur svartar og rauðar doppur á baki og á hliðum en fjöldi doppa er breytilegur eftir stofnum.

Myndina málaði listamaðurinn Rod Sutterby...