Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMannfræði

Hver var Ruth Benedict og hvert var hennar framlag til mannfræðinnar?

Þegar mannfræðingurinn Ruth Benedict var að hefja starfsferil sinn sótti hún um rannsóknarstyrk til The National Research Council sem hafnaði umsókninni með þeim orðum að “a person who has not already become established in University work [by age thirty-five] is not very promising material for development.” En þó ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Arthur Rimbaud?

Arthur Rimbaud (1854-1891) var franskt ljóðskáld og ævintýramaður. Hann er jafnan talinn vera meðal frumkvöðla á sviði nútímaljóðlistar og þykir eitt áhrifamesta skáld táknsæisstefnunnar (e. symbolism). Æviferill Rimbaud er óvenjulegur, hann orti af krafti í örfá ár en sneri svo endanlega baki við ljóðlistinni ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Er vitað með vissu að Freysdagur hafi verið svo nefndur en ekki Friggjardagur eða Freyjudagur?

Svarið er nei; þetta er hreint ekki vitað með vissu heldur er þetta rangt! Í Norðurlandamálunum þremur, dönsku, norsku og sænsku, eru nöfn vikudaganna nokkurn veginn eins: Söndag, mandag/måndag, tirsdag/tisdag, onsdag, torsdag, fredag, lördag. Þessi nöfn voru líka notuð á Íslandi þangað til Jón helgi Ögmundsson...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er Steven Weinberg og hvert er framlag hans til eðlisfræðinnar?

Steven Weinberg fæddist í New York-borg árið 1933. Foreldrar hans voru innflytjendur úr hópi gyðinga en Steven sjálfur er yfirlýstur og virkur guðleysingi. Hann lauk BS-prófi frá Cornell-háskóla árið 1954 og hóf síðan framhaldsnám og rannsóknir við Stofnun Níelsar Bohrs í Kaupmannahöfn. Lauk doktorsprófi frá Princ...

category-iconHeimspeki

Hvernig verður framtíðin?

Þessa spurningu má skilja á að minnsta kosti tvo vegu: (i) Hvað mun gerast í framtíðinni? (ii) Með hvaða hætti verður framtíðin að veruleika? Spurningu (i) er lauflétt að svara. Ég einfaldlega veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni og ef einhver þykist vita það þá hlýtur hann að segja ósatt. Hins vegar má vel...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða brauð er þetta sem prestar sækja stundum um?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er talað um "að sækja um brauð" þegar prestur sækir um starf sem sóknarprestur? Brauð þekkist hérlendis í merkingunni ‘staða prests’ að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 18. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Notkunin er hugsalega orðin til fyrir áhrif...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar í heiminum lifir glókollur?

Glókollur (Regulus regulus) er minnstur evrópskra varpfugla, aðeins um 9 cm á lengd, með 13-15,5 cm vænghaf og vegur ekki nema 7-9 grömm. Glókollur í Fossvoginum í Reykjavík. Glókollurinn er mjög útbreiddur varpfugl í barrskógum og blönduðu skóglendi Evrasíu og virðist hann fylgja nokkurn veginn útbreiðslu þessa...

category-iconHeimspeki

Hver var Jacques Derrida og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Um franska heimspekinginn Jacques Derrida (1930-2004) er óhætt að fullyrða að hann hafi verið býsna umdeild persóna sem öðru fremur helgaði sig linnulausri gagnrýni á hvers kyns ríkjandi valdhafa og kennivald. Enda þótt menntun hans hafi að mörgu leyti verið dæmigerð fyrir franska heimspekinga var samband hans við...

category-iconHeimspeki

Eru hlutir lifandi?

Í stuttu máli er svarið “já, sumir hlutir eru lifandi” en það ræðst reyndar af því hvaða skilningur er lagður í orðið hlutur. Orðið hlutur notum við yfir hitt og þetta sem er til í kringum okkur. Þótt nákvæm skilgreining þessa orðs sé á reiki má kannski segja að hlutur sé eitthvað sem við getum talað um, bent á...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er munurinn á hugtökunum fart og hastighed, og hvernig eru þau þýdd á íslensku?

Í eðlisfræðitextum merkir danska orðið 'fart' sama og 'ferð' á íslensku og 'speed' á ensku, en 'hastighed' merkir sama og 'hraði' og 'velocity'. Orðið 'ferð' merkir í þessu samhengi sama og orðasambandið 'stærð hraða' sem er líka stundum notað í textum. Aðalatriðið er að 'hraði' (hastighed, velocity) í eðlisfræ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er ö aftast í íslenska stafrófinu?

Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að ö er haft aftast í íslenska stafrófinu á meðan t.d. á og í koma á eftir a og i, og ð kemur á eftir d en þ aftarlega? Fyrst er rétt að rifja upp íslenska stafrófið og stafrófsröðina: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, r, s, t, u...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver var Jóhannes Kepler?

Þýski stjörnufræðingurinn Jóhannes Kepler fæddist í borginni Weil der Stadt skammt frá Stuttgart í Þýskalandi þann 27. desember árið 1571 klukkan 2:30 eftir hádegi eftir meðgöngu sem tók 224 daga, 9 klukkustundir og 53 mínútur samkvæmt útreikningum hans sjálfs. Ævi hans var sorgarsaga í öllu sem kallast ytri a...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hafa leikmenn fengið að gefa stjörnum og öðrum fyrirbærum í geimnum nöfn?

Heyrst hefur af fyrirtækjum sem auglýsa stjörnur himinsins til sölu. Fyrir um 4000 krónur eða svo, stundum meira eða minna, gefst manni kostur á að nefna eina stjörnu eftir sér, ástvini sínum eða einhverjum öðrum. Í kaupbæti er fallegt skírteini með nafninu sem þú valdir, stundum bók eða stjörnukort, einhverjir að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða reglur giltu um z í íslensku?

Bókstafurinn z barst snemma inn í íslenskt stafróf og var hann talsvert notaður í fornu máli. Í bókinni Íslenzkar rjettritunarreglur eftir Halldór Kr. Friðriksson frá árinu 1859 voru settar fram reglur sem giltu nær óbreyttar fram til ársins 1974 en þá var z felld brott í stafsetningnu, annars staðar en í mannanöf...

category-iconVeðurfræði

Hvað er loftvog og hvernig er hún notuð?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er barómetermælir og hvernig les maður úr þessum tveim vísum sem er í mælinum og af hverju heitir þetta barómeter? Loftvog er samheiti yfir tæki sem notuð eru til þess að mæla þrýsting loftsins. Neðstu loftlög hvíla undir þeim sem ofar liggja, hin efri þjappa hinum neðri s...

Fleiri niðurstöður