Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í stuttu máli er svarið “já, sumir hlutir eru lifandi” en það ræðst reyndar af því hvaða skilningur er lagður í orðið hlutur.
Orðið hlutur notum við yfir hitt og þetta sem er til í kringum okkur. Þótt nákvæm skilgreining þessa orðs sé á reiki má kannski segja að hlutur sé eitthvað sem við getum talað um, bent á eða því um líkt. Gríski heimspekingurinn Aristóteles sem var uppi á 4. öld fyrir okkar tímatal talaði um verundir (ousiai). Samkvæmt Aristótelesi er verund eitthvað sem getur haft ýmsa eiginleika, hún er eins konar grunnur sem hægt er að hlaða umsögnum utan á. Til dæmis er hestur verund en brúnn litur hestsins er það ekki þar sem hann er bara eiginleiki hestsins. Við erum því öll verundir samkvæmt Aristótelesi og ef við lítum svo á að hlutur sé nokkurn veginn það sama og verund gefur það þar með augaleið að sumir hlutir eru lifandi.
Stundum notum við þó orðið hlutur í öðrum skilningi, til dæmis ef einhver segir “ég er manneskja en ekki hlutur”. Þarna merkir orðið hlutur í raun það sama og dauður hlutur. Miðað við þennan skilning eru lífverur – manneskjur, dýr og jurtir – ekki hlutir. Sjálfgefið er að ef orðið hlutur er eingöngu notað yfir dauða hluti þá geta hlutir hlutir ekki verið lifandi þar sem það felst þá í merkingu orðsins sjálfs.