Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6967 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Axlar-Björn?

Axlar-Björn er þekktasti raðmorðingi Íslandssögunnar, kenndur við bæinn Öxl í grennd við Búðir á Snæfellsnesi. Um hann skráði séra Sveinn Níelsson langa frásögn "eptir gömlum manni og greindum, innlendum", og er hún uppistaðan í þætti sem Jón Árnason tók saman um Axlar-Björn í Íslenskum þjóðsögum. Djöfullegt e...

category-iconHeimspeki

Hvað felst í trúfrelsi? Er fullt trúfrelsi á Íslandi?

Þegar fjallað er um trúfrelsi sem mannréttindi (hliðstæð við fleiri frelsisréttindi til dæmis málfrelsi, atvinnufrelsi og ferðafrelsi) er að minnsta kosti átt við að mönnum sé heimilt að iðka og aðhyllast hvaða trú sem er, skipta um átrúnað eða hafna öllum trúarbrögðum. Frelsisréttindi takmarkast af réttind...

category-iconBókmenntir og listir

Hver bjó til skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík?

Myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen (1770-1844) gerði skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Thorvaldsen var sonur íslensks myndhöggvara, Gottskálks Thorvaldsen, og átti danska móður, Karen Dagnes. Því stendur slagurinn milli Íslendinga og Dana hvorum hann tilheyrir. Líklegt er að Thorvaldsen hafi sjálfur talið ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru kóngasvarmar eitraðir eða hættulegir?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig fiðrildi er kóngasvarmi? Er það eitrað eða hættulegt? Lifir það á Íslandi?Kóngasvarmi (Agrius convolvuli, e. Convolvulus Hawk-moth), stundum nefnt kóngafiðrildi, er ekki hluti af íslenskri skordýrafánu en berst hingað stundum sem flækingur. Kóngasvarmi (Agrius convo...

category-iconEfnafræði

Af hverju er andrúmsloftið gegnsætt?

Efni teljast gegnsæ ef sýnilegt ljós nær að skína að fullu eða mestu óhindrað í gegnum þau (sbr. svar við spurningunni Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? eftir sama höfund). Helsta orsök ógegnsæis efna er ljósgleypni þeirra. Slík ljósgleypni á sér stað þegar orka ljóssins yfirfærist á eindir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni íslenska tungumálsins?

Íslenska tilheyrir þeirri grein indóevrópska frummálsins sem nefnd er germanska. Germanska greinist snemma í þrjár undirættir: Til austurgermönsku telst aðeins eitt mál, gotneska, sem talað var af hinum forna þjóðflokki Gotum en er nú útdautt. Heimildir um það eru varðveittar í þýðingu Úlfílasar biskups á B...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju dregur Adamseplið nafn sitt?

Adamsepli er annað nafn yfir barkakýli sem er efsti og gildasti hluti barkans og tengir saman kok og barka. Barkakýlið er úr brjóski og á hálsi karlmanna skagar það oft út. Heitið Adamsepli á rætur að rekja til seinni tíma útskýringar á fyrstu bók Móse. Útskýringin hljómar þannig að skilningstré góðs og ills ha...

category-iconEfnafræði

Hvaða efni eru snefilefni?

Snefilefni er þýðing á enska hugtakinu 'trace element' og er samheiti yfir nokkur frumefni sem finna má í mjög litlu magni í pöntu- og dýraríkinu. Til að geta flokkað frumefni sem snefilefni verður magn þess af heildarmagni frumefna lífverunnar að vera minna en 0,01%. Þessi frumefni, sem flest eru málmar, eiga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvort átt er við villifé eða tamið sauðfé. Ef verið er að spyrja um hversu margar gerðir af villifé séu til þá er svarið eftirfarandi: Í Asíu voru til fjórar gerðir af villifé í árdaga. Ein þeirra var Bighorn eða stórhyrningur (Ovis canadensis) sem líklega lifði í au...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru hvalir með langa þarma?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað þarf marga hvalaþarma, ef þú bindur þá saman, til að ná umhverfis jörðina? Hvað er einn hvalaþarmur langur? Hvalir eru með hlutfallslega lengri meltingarveg en menn og aðrir prímatar. Smágirni í mönnum eru sennilega um þrisvar sinnum lengri en heildarlengd (hæð) okkar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta ljón lifað á fiski í lengri tíma?

Þó svo að grasbítar svo sem gníar, antilópur, ungir gíraffar og sebrahestar séu helsta fæða ljóna sem lifa á staktrjáarsléttunum í Afríku sunnan Sahara þá eru þau talsverðir tækifærissinnar í fæðuvali. Þau leggja sér einnig til munns fuglsegg, skriðdýr og jafnvel fisk og skordýr þegar slíkt býðst. Aðallega eru það...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru kakkalakkar hættulegir?

Kakkalakkar eru meðal algengari meindýra í híbýlum fólks víða um heim og valda oftar en ekki miklum hugaræsingi hjá þeim sem þurfa að búa við þessa skordýraplágu. Yfirleitt eru kakkalakkar tengdir við óþrifnað en svo þarf ekki endilega að vera. Berist þeir á svæði í híbýlum þar sem erfitt getur reynst að koma...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða plöntur éta menn?

Þessa spurningu er hægt að skilja á tvo vegu. Ef spyrjandi á við hvaða plöntur menn leggi sér til munns yrði svarið mjög löng upptalning þar sem við menn borðum jú fjölmargar tegundir úr jurtaríkinu. Ef aftur á móti er átt við hvaða plöntur nærast á mönnum horfir málið öðruvísi við. Ekkert bendir til þess að til s...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir skammstöfunin et al. í tilvitnanasvigum?

Skammstöfunin et al. er latína og er hún notuð á tvo vegu. Annar vegar er et al. stytting á 'et alibi' en það þýðir 'og annars staðar'. Þegar et al. kemur á eftir ákveðinni tilvísun getur því verið átt við að tilvísunina sé einnig að finna annars staðar, þótt ekki sé tilgreint nákvæmlega hvar. Hins vegar er ska...

category-iconSálfræði

Er hægt að endurforrita heilann í miðaldra körlum?

Já, í ákveðnum skilningi er það vissulega hægt. Heilinn er ekki óbreytanlegur heldur mótast bæði gerð hans og virkni sökum þroska taugakerfisins og einstaklingsreynslu. Að læra af reynslunni felur í raun í sér að breyta því hvernig heilinn virkar, að endurforrita hann ef maður vill taka þannig til orða. Miðaldra k...

Fleiri niðurstöður